Fréttir

25 mar. 2012

Vetrarstarf veiðimanna

Á að veiða og sleppa eða á að sleppa því að sleppa?  Þórólfur Antonsson tók saman langtímagögn úr 3 Vopnfirskum ám til að leita orsaka mismunandi veiði í þeim.   Meðal ályktana sem hann dregur af þeirri samantekt er að mögulega sé til ákveðinn kjörfjöldi af hrygningarfiski og því geti verið til óþurftar að sleppa fiski í góðum árum.   Hann mætir á vetrarstarf veiðimanna og flytur erindi þar...

Hér má sjá frétt um efnið,  hér er skýrsluna að finna.  Hérxxxxxxxx má hlusta að viðtal við Þórólf um sama efni.

Kafli í úr skýrslunni:
"Ályktanir út frá niðurstöðum
Niðurstöður þessar benda til þess að margir þættir hafi áhrif á hver laxgengd verður hverju sinni í árnar á þessu landsvæði. Stærð hrygningarstofns, vaxtarskilyrði, umhverfisþættir, þéttleiki seiðanna sjálfra hafa allir áhrif á það hvernig framgangur hvers árgangs verður. Þá eru ótalin áhrif sjávar- og fæðuskilyrða á dánartölu laxa meðan á sjávardvöl þeirra stendur.
Miðað við það hve lengi þessar þrjár ár hafa fylgst að í veiðisveiflum, er líklegt að oftast séu vaxtarskilyrði í ferskvatni og sjó að verki við að samhæfa sveiflurnar í laxastofnunum. Síðan geta komið tímabil eins og hefur verið síðustu árin sem einn þáttur eins og seiðaþéttleiki getur haft mikið að segja hvað vöxt og dánartölu snertir. Miðað við þann tíma sem gagnaraðir úr ánum í Vopnafirði ná yfir er það ekki oft sem svo mikil áhrif sjást af þéttleika á dánartölu. Er þó ekki hægt að útiloka að slíkt gerist samhliða í ánum þremur. Jafnvel þegar umtalsverður mismunur varð milli Hofsár og Selár í laxveiði síðustu 5-6 árin var laxveiðin samt að aukast eða minnka á sama tíma í báðum ánum þó heildarveiði hafi verið mismunandi (sjá 1. mynd neðri).
En er hægt að stjórna þáttum eins og hrygningarstofni og þéttleika seiða þannig að sem bestur afrakstur verði? Miðað við hve breytileikinn er mikill í nýliðun við svipaða stærð af hrygningarstofni er slíkt erfitt. Eini þátturinn sem örugglega má benda á er að hrygningarstofn fari ekki undir ákveðið viðmið eins og rætt var í kaflanum um hrygningarstofn og nýliðun hér á undan. Hvað Hofsá áhrærir þá liggja þau mörk um 1,5 milljónir hrogna sem hrygnt er. Um það bil 250 smálaxahrygnur eða 125 stórlaxahrygnur gefa þann fjölda hrogna. Ef fækka ætti í laxastofninum til þess að ásetning seiða væri „hæfileg“ er mjög erfitt að segja til um hvað er hæfilegt miðað við þær óþekktu umhverfisaðstæður sem verða næstu árin á eftir. Samt sem áður er líklegt að í bestu laxveiðiárum sé óþarfi að hvetja til þess að háu hlutfalli af laxi sé sleppt en meiru yrði sleppt þegar laxveiði er lakari, þar sem laxveiðin endurspeglar laxgengdina og þar með hve mikið verður eftir í lok veiðitíma."
 

Frá 22.janúar standa SVAK, Flugan og Flúðir fyrir viðburðum öll mánudagskvöld í Amaróhúsinu. Allir viðburðir hefjast kl. 20:00 og húsið opnar kl. 19:45, nema annað sé tekið fram.
Samstarfsaðili okkar verður veiðibúðin veidivorur.is, sem býður upp á aðstöðuna.
Allir eru velkomnir

 

 

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.