Fréttir

11 mar. 2012

Vetrarstarf veiðimanna

Ágætu veiðimenn  -  Ekki gleyma:

  • Vetrarstarfi veiðimanna mánudaginn 12.3. kl. 20:00 í Amaróhúsinu. Sjá nánar hér
    Þar verður Kristinn Ólafur Kristinsson með athyglisvert erindi um rannsókn í Laxá. Sjá nánar hér
  • Rise-hátiðinn sunnudagskvöldið 18.3 - (var frestað um viku vegna veðurs)  sjá nánar hér

 

Útdráttur úr verkefni Kristins:

"Laxá í Aðaldal á upptök sín í Mývatni, einu frjósamasta vatni Evrópu þegar miðað er
við hnattræna legu þess. Hún rennur að mestu á hraunbotni og ber fram mikið af
sandi. Það er einstakt að lax (Salmo salar L.) hrygni í á með þess háttar botngerð.
Ekki hafa áður farið fram athuganir á göngumynstri laxa sem koma úr hafi til
hrygningar í ánni né vali þeirra á hrygningasvæðum. Sumarið 2008 voru 60 laxar sem
veiddir voru skammt frá ósum Laxár merktir með útvarpssendimerkjum áður en þeim
var sleppt aftur í ána. Hægt var að miða merkin út með færanlegri miðunarstöð.
Þannig náðist að fylgjast með ferðum fiskanna frá ósum að hrygningasvæðum. Árið
eftir voru seiðaþéttleiki og botngerð á hrygningarstöðum merktra laxa metin.
Dreifing laxa í Laxá, metin út frá staðsetningu merktra laxa í ánum, var í góðu
samræmi við þá dreifingu sem veiðitölur gáfu til kynna. Meðferð við veiðar og
merkingar virtist hafa lítil áhrif á göngu laxanna eftir að þeim var sleppt. Lúsugir laxar
voru að meðaltali einum og hálfum sólarhring lengur í grennd við merkistað áður en
þeir gengu ofar í árnar en laxar án lúsa. Meðaltöf við gönguhindrun rétt ofan við þann
stað sem flestir laxana voru merktir var 7 dagar og var dvölin í marktæku jákvæðu
sambandi við fisklengd. Laxar gengu oftast upp hindrunina á þriðja sólarhring eftir
merkingu. Miklar breytingar á vatnshita og mikið rennsli höfðu neikvæð áhrif á
göngur upp hindrunina. Laxar sem gengu í hliðará stoppuðu marktækt lengur við
gönguhindrun heldur en laxar sem gengu í Laxá.
Ganga merktra laxa mótaðist af sjávaraldri og tímasetningu göngunnar. Laxar sem
höfðu dvalið tvo eða fleiri vetur í sjó höfðu lengri og breytilegri gönguferil en laxar
sem höfðu verið einn vetur í sjó og tengdist það sjávaraldri en ekki fisklengd. Hluti
merktra laxa var á ferð upp og niður ána áður en þeir lögðust, á meðan aðrir syntu
rakleitt á hrygningarstað, og var það jafnt hlutfall stór- og smálaxa sem sýndi þess
háttar atferli. Ekki fundust tengsl á milli þess hve lengi laxar voru í göngu í ánum og
vegalengdar að hrygningarstað. Þrátt fyrir að vera lengur á göngu, voru stórlaxar fleiri
daga á legustað fyrir hrygningu.
Lítil hrygning virðist eiga sér stað í efstu hlutum hins laxgenga hluta Laxár. Botngerð
á hrygningarsvæðum og samsetning kornastærðarflokka þar var fjölbreytileg. Ekki
fundust bein tengsl milli hrygningar og kornastærðar undirlags á hrygningarstöðum,
en samspil straumhraða, dýpis og botngerðar hafði marktæk áhrif þar á. Niðurstöður
benda til að í hlutum árinnar sé hrygning í tengslum við hlutfall grófmalar af botnfleti,
en á öðrum svæðum hrygni lax í undirlag sem samanstendur af fleiri en einum flokki
kornastærðar. Laxar virðast hrygna í undirlag með annars konar kornastærð þar sem
undirlagið er ungt gosberg, heldur en þar sem árnar renna á eldri berggrunni. Ekki er
ljóst hvort það ákvarðast einungis af framboði á hentugri hrygningarmöl. Hrygning
jókst með auknum straumhraða."

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
Ekkert laust eins og er.

Laxá í Aðaldal, Hraun
Ekkert laust eins og er.

Ólafsfjarðará
Ekkert laust eins og er.

Svarfaðardalsá
Ekkert laust eins og er.