Fréttir

28 feb. 2012

RISE Fluguveiði kvikmyndahátíð - miðasalan hafin

Við viljum minna á að miðasalan er hafin á RISE Fluguveiði kvikmyndahátíðina. Sýningin á Akureyri fer fram þann 11. mars næstkomandi á Sportvitanum Strandgötu og hefst kl. 20:00.  

Húsið opnar kl. 19.30 í síðasta lagi og hægt verður að kaupa sér þær veitingar sem til sölu eru á staðnum. Hægt er að reikna með að sýningin taki um það bil 2 klukkustundir með hléum.  Miðasala fer fram á heimasíðu Stangveiðifélags Akureyrar www.svak.is og er miðaverð kr. 1.700 í almennri sölu en kr. 1.500 fyrir félagsmenn SVAK.  Miðana sjálfa þarf svo að sækja í verslunina veidivorur.is í Amarohúsinu. Við vonumst til að sjá sem flesta veiðimenn koma og fagna þessu með okkur.

Heimasíða hátíðarinnar: www.rise.icelandangling.com

Facebook síða hátíðarinnar: www.facebook.com/risekvikmyndahatid

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
Ekkert laust eins og er.

Laxá í Aðaldal, Hraun
Ekkert laust eins og er.

Ólafsfjarðará
Ekkert laust eins og er.

Svarfaðardalsá
Ekkert laust eins og er.