Fréttir

16 feb. 2012

Námskeið í fluguhnýtingum

Fyrirhugað er að halda námskeið í fluguhnýtingum ef næg þáttaka fæst. Námskeiðið er haldið á þremur kvöldum, mánudags- til miðvikudagskvöld frá 19:30 - 22:30 eða eftir samkomulagi. Námskeiðið kostar 12.000 en félagsmenn í SVAK greiða 10.000.Farið er yfir grunnatriði fluguhnýtinga s.s. tæki, króka, efni, efniskaup o.s.frv. og hnýttar flugur þar sem flest öll tækni við fluguhnýtingar kemur fyrir. Allt efni er innifalið í námskeiðsgjaldi og öll tól og tæki eru fyrir hendi. Þátttakendur fara heim með nokkrar flugur í farteskinu.

Tilvalið er að taka unglinga sem áhuga hafa á veiði með á námskeiðið, ekkert er hollar fyrir þá en áhugi á útivist og veiði. Reynslan hefur þó sýnt að heppilegur aldur er 15 ára eða eldri, en auðvitað eru alltaf undantekningar frá því.

Þeir sem þurfa gleraugu við lestur er ráðlagt að taka þau með á hnýtinganámskeiðið.

Nánari upplýsingar veitir Jón Bragi í síma 865 1772 efti kl. 17:00. Einnig má skrá þátttöku á netfangið jonbragi@svak.is

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
26.9.2020
Svæði 3 fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2
26.9.2020
Svæði 4a fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2
26.9.2020
Svæði 2 fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2

Laxá í Aðaldal, Hraun
Ekkert laust eins og er.

Ólafsfjarðará
Ekkert laust eins og er.

Svarfaðardalsá
Ekkert laust eins og er.