Fréttir

10 feb. 2012

Dorgveiðiferð á Ljósavatn

Einn liðurinn í Éljagangi er dorgveiðiferð á Ljósavatn,  laugardaginn 11. febrúar 9.00 til 15.00
Akstur frá Akureyri að Ljósavatni er um 30 mín. Í Ljósavatni veiðast bæði vænir urriðar og ljúffeng bleikja. Ferðin kostar 5.000 kr. pr. mann og er það með akstri til og frá vatni.  Lágmarksfjöldi er átta manns í einu.
Möguleiki á að útvega dorgveiðistangir – takmarkað magn.

Mikilvægt er að klæðast hlýjum fatnaði, vera með nesti og heitan drykk!
Nánari upplýsingar og skráning í síma 462 1977 (10-18 virka daga) eða í 660 1642.

Allt fyrir dorgveiðina fæst í Veiðivörur.is í Amaróhúsinu

www.icelandfishingguide.com
og
Éljagangur 2012

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.