Fréttir

08 feb. 2012

RISE Fluguveiði kvikmyndahátíð á Akureyri 2012

fer fram þann 11. mars n.k.á Sportvitanum Strandgötu og hefst kl. 20:00. Húsið opnar kl. 19.30 í síðasta lagi og hægt verður að kaupa sér þær veitingar sem til sölu eru á staðnum. Hægt er að reikna með að sýningin taki um það bil 2 klukkustundir með hléum.


Miðasala fer fram á heimasíðu Stangveiðifélags Akureyrar svak.is og er miðaverð kr. 1.700,-
ATH - vefsalan opnar mánudaginn 13. febrúar - Miðana sjálfa þarf svo að sækja í veidivorur.is í Amarohúsinu. 

RISE Fluguveiði kvikmyndahátíð á Akureyri 2012

RISE - Fluguveiði Kvikmyndahátíð er alþjóðleg kvikmyndahátíð (e. fly fishing film festival) runnin undan rifjum Nick Reygaert, leikstjóra og eiganda Gin-Clear media á Nýja Sjálandi. Nick er einna þekktastur fyrir fluguveiði kvikmyndir og þá kannski helst "The source" þríleikinn þar sem þriðja og síðasta myndin í seríunni er The Source - Ísland.
RISE hátíðin var fyrst haldin í Ástralíu en hefur nú verið sýnd í ótal löndum út um allan heim og er orðinn fastur liður í dagskránni hjá evrópskum fluguveiðifíklum. Myndirnar sem sýndar eru er hægt að flokka sem "ævintýra fluguveiðikvikmyndir" (e. adventure driven fly fishing films).
RISE hátíðin var fyrst haldin hér á landi árið 2011 í Bíó Paradís í Reykjavík. Salur 2 í bíóinu var pantaður en fljótlega varð það ljóst að sá salur myndi engann veginn duga. Um það bil tveimur vikum fyrir auglýsta dagsetningu var ákveðið að flytja sýninguna yfir í stærsta salinn í Bíó Paradís sem tekur rúmlega 200 manns í sæti. Tveimur dögum fyrir sýningu var orðið uppselt og farið var að bóka á biðlista.
Þegar kvöldið svo rann upp var troðið bíó af spenntum fluguveiðifíklum sem mauluðu popp og drukku kók. Stemmningin var frábær þar sem saman voru komin rúmlega 200 manns sem allir höfðu sama áhugamálið og voru allir að fara að horfa á það allra flottasta sem í boði var í formi fluguveiði kvikmynda. Margir voru að sjá myndefni frá fluguveiðum í sjó og eitt atriðið sýndi þegar verið var að veiða „snook“ við strendur Mexíkó. Atriðið sýnir nærmynd af því þegar veiðimaður strippar „popper“ í yfirborðinu og sést vel í „slow motion“ þegar skuggi birtist undir flugunni sem síðar verður að sprengingu á yfirborðinu og að því er virðist sekúndubroti seinna stekkur þetta ferlíki upp úr, brýtur stöng veiðimannsinns og lætur öllum illum látum.
Á þessum tímapunkti var ekki þurrt sæti í húsinu og það er ekki af því menn voru að gráta. Það að heyra 200 og eitthvað manns taka andköf yfir einni alflottustu töku sem sést hefur er ómetanlegt. Þetta er tilgangurinn með þessu öllu saman.

Dagskrá kvöldsins er svohljóðandi:

Breathe
Stuttmynd um veiði eftir RC Cone. Hér er veitt í Bandaríkjunum með IMAGO sem framleiða hágæða fluguveiðivörur og eru aðal styrktaraðilar hátíðarinnar á heimsvísu. www.imagoflyfishing.com er heimasíðan þeirra og þar má skoða trailerinn úr myndinni og vörurnar sem þeir framleiða.

Breathe. Presented by Imago Fly Fishing. from Imago Fly Fishing on Vimeo.

Hatch
Nýjasta mynd Nick Reygaert leikstjóra og framleiðanda The Source seríunnar. Þeir sem hafa séð The Source – Ísland vita hvers Nick er megnugur en í þessari mynd ferðast hann víða um heim í leit að hinu fullkomna klaki (e. Hatch). Nick fjárfesti í nýrri myndavél fyrir þessa nýjust mynd sína sem er aðalmynd kvöldsins og lofar hann góðri skemmtun.

HATCH - Fly Fishing DVD Trailer from Gin Clear Media on Vimeo.

 

A backyard in nowhere
Hér fara hópur skandinava til Bandaríkjanna og fara djúpt inn í óbyggðir Alaska í leit að geddum (e. Pike) sem ku vera yfirnáttúrulega stórar. Hver hefði trúað því að fluguveiðar á geddum gætu verið svona skemmtilegar. Útkoman er stórkostleg og drengirnir lenda í ýmsum ævintýrum.

a BACKYARD in NOWHERE official HD trailer from Sellfish Media & Smatis Film on Vimeo.

 

Sipping dry
Hér er mynd helguð þurrfluguveiðum og sýnir mörg frábær skot af fiskum að taka þurrflugur.

Sipping Dry trailer from Sharptail Media on Vimeo.
Sýningin á Akureyri fer fram þann 11. mars n.k.á Sportvitanum Strandgöru og hefst kl. 20:00. Húsið opnar kl. 19.30 í síðasta lagi og hægt verður að kaupa sér þær veitingar sem til sölu eru á staðnum. Hægt er að reikna með að sýningin taki um það bil 2 klukkustundir með hléum.
Miðasala fer fram á heimasíðu Stangveiðifélags Akureyrar www.svak.is og er miðaverð kr. 1.700,-
ATH - vefsalan opnar mánudaginn 13. febrúar - Miðana sjálfa þarf svo að sækja í veidivorur.is í Amarohúsinu.
Við vonumst til að sjá sem flesta veiðimenn koma og fagna þessu með okkur á Sportvitanum þann 11. mars n.k. kl. 20:00.

Heimasíða hátíðarinnar: www.rise.icelandangling.com
Facebook síða hátíðarinnar: www.facebook.com/risekvikmyndahatid

Styrktaraðilar hátíðarinnar eru:
Bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefenda á Akureyri 28. mars – 10. apríl
Hafið – Fiskiprinsinn. Fiskbúð í Kópavogi
IG Veiðivörur
Veiðikortið 2012
Veiðivon – Mörkinni 6 – www.veidivon.is
Veiðiþjónustan Strengir

 

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.