Fréttir

28 des. 2011

Gleðilega hátíð kæru félagar

Hofsá - Á næstu dögum opnar vefsalan í Hofsá. ATH - Ekki verður um forúthlutun að ræða, heldur fara dagarnir beint í sölu. Fyrstu vikuna geta aðeins félagsmenn keypt leyfi, en eftir það opnar fyrir aðra.
Fyrirkomulagi við sölu hefur breytt, ekki verður hægt að kaupa stakar stangir heldur eru stangirnar 3 seldar saman. Á móti kemur að verð á leyfum hefur verið lækkað nokkuð.  Leyfin eru seld án veiðihúss, en hægt er að kaupa gistingu í veiðihúsinu í vefsölunni. ATH - Verðið á gistingunni hækkar um 100% fljótlega eftir áramót.

Ólafsfjarðará - Gert er ráð fyrir að Ólafsfjarðará fari í sölu fljótlega eftir áramót og verður það með svipuðu sniði og í Hofsá, þ.e. ekki verður um forúthlutun að ræða heldur fara dagarnir beint í sölu. Fyrstu vikuna geta aðeins félagsmenn keypt leyfi, en eftir það opnar fyrir aðra.

Aðrar ár fara svo væntanlega í sölu á vordögum.

SVAK vantar fólk til starfa í fræðslu- & skemmtinefnd og árnefndir. Hafið endilega samband og leggið okkur lið eða komið með ábendingar.

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.