Fréttasafn

Fréttir Svak frá stofnun félagsins24 des. 2017

Kæru félagsmenn og stangveiðifólk nær og fjær.
Enn ein jólahátíðin að ganga í garð og enn eitt veiðisumarið að baki.
Stjórn SVAK sendir ykkur því bestu óskir um gleðileg jól og fengsælt komandi ár með kærum þökkum fyrir samskiptin á árinu.


20 nóv. 2017

Fyrsta opna hús vetrarins verður haldið í Veiðiríki næstkomandi föstudag 24. nóvember á milli kl. 18 og 21.


09 sep. 2017

Hin ameríska Anna og Marinó Heiðar  "gædinn" hennar gerðu góða ferð í Ólafsfjarðará í gær.

Lönduðu 10 bleikjum og settu í lax í Ingimarshyl. 

Að sögn Marinós var þetta stór fiskur og stóð baráttan við að koma laxinum á land í einn og hálfan tíma. Því miður slapp fiskurinn enda græjurnar nettar,stöng fyrir línu nr 3. Laxinn tók í Ingimarshyl og gein við púpunni Zetor,svo hófust mikil hlaup og endaði ferðin niður á Breiðu þ.s laxinum fannst nóg komið og synti sína leið.

Anna var að vonum vonsvikin með missinn en þó alsæl með túrinn enda ekki á hverjum degi sem menn setja í lax í Ólafsfjarðará,hvað þá svona stóran. Þessi brosmilda veiðikona var ekkert á því að yfirgefa landið eftir þetta ævintýri.

Þokkalegasta veiði hefur verið í Ólafsfjarðará í sumar þó talsvert vanti uppá að bleikjufjöldinn nái sömu tölu og í fyrra.

Viljum við nota tækifærið og minna fólk á að skrá feng sinn í rafrænu veiðibókina á Veiðitorgi að veiðiferð lokinni og benda á að eitthvað er laust af stöngum í ánni sem lokar 20.september.


16 ágú. 2017

Hörgáin hefur gefið ágætlega af sjóbleikju í sumar og stefnir í betri veiði þar en síðasta sumar sem var eitt af þeim slökustu. Þegar hafa verið skràðar á fjórða hundruð bleikjur í sumar og einn og hàlfur mánuður eftir af veiðitímabilinu


09 ágú. 2017

Fengum þessar myndir úr veiðitúr þeirra félaga Hafsteins og Garðars en þeir voru að eltast við sjóbleikju uppá 5 svæði í Svarfaðardalsá.

Þeir félagar voru ánægðir eftir daginn og ef við notum þeirra orð var þetta magnaður dagur í Svarfaðardalsá. Bleikjurnar fengust allar á flugu en látum myndirnar tala.


16 júl. 2017

Ólafsfjarðará opnaði í gær og lofar byrjunin góðu. Mikið líf var um alla á. 


28 jún. 2017

Það er óhætt að segja að efra og neðra Hraun í Laxá í Aðaldal hafi verið að gefa góða veiði þar sem af er sumri.

Veiðimenn eru sammála um að fiskurinn á svæðinu hefur stækkað jafnt og þétt seinustu árin og nú eru fleiri +50cm fiskar á svæðinu heldur en seinustu ár. Við fréttum t.d. af Ítölskum veiðimanni sem fékk glæsilegan 60 cm urriða á þurrflugu fyrir ofan Hraunstífluna.

 

Hermann leigutaki svæðisins sendi okkur nokkrar línur frá ánægðum veiðimanni sem hafði veitt á svæðinu.

 

 


23 jún. 2017

Meðan beðið er eftir að sjóbleikjan gangi uppí árnar okkar er vert að egna fyrir urriða og sjóbirting sem talsvert er af bæði í Hörgá og Svarfaðardalsá.


23 jún. 2017

Minnum á sumarhátíð SVAK og Veiðiríkisins laugardaginn 24.júní kl 13:00-16:00 við verslun Veiðiríkisins að Óseyri 2.
SVAK mun sjá um að grilla ofan í mannskapinn,bjóða upp á léttar veitingar og til að toppa daginn ætla þeir hjá Veiðiríkinu að bjóða 10% afslátt af öllu nema byssum.

Stjórnarmenn SVAK verða á svæðinu og gefa upplýsingar um sín veiðisvæði.

Komdu og kíktu í grill, gerðu góð kaup og drekktu í þig fróðleik um veiðisvæði SVAK og Veiðiríkisins.


29 apr. 2017

Eftir laaaangt páska og sumarkomufrí tökum við þráðinn upp að nýju og höldum áfram með opnu húsin okkar.

Fimmtudaginn 4.maí kl 20 verður salur Veiðiríkisins að Óseyri 2 galopinn öllum sem áhuga hafa á að heyra um Hörgá nokkra sem rennur hér handan Moldhaugnahálssins. Guðrún Una formaður SVAK er mikill Hörgárunnandi og eyðir flestum dagspörtum yfir sumarið þar ytra. Þetta verður veiðispjall á léttu nótunum með hörgdælskum veiðisögum og einu og einu af "bleikjuselvi". Ef ykkur langar að heyra um snarvitlausa sjóbirtinginn sem æddi upp í fjöru og út í á aftur eða gæsaveiðimönnum sem gerðu Guðrúnu lífið leitt um árið er um að gera að kíkja í Veiðiríkið umrætt kvöld. Veiðistaðalýsingar og veiðitips fylgja frítt með.

Veitingar í föstu og fljótandi í boði fyrir þá sem sjá sér fært að mæta.

 


21 apr. 2017

Hörgá fer í forsölu til félagsmanna SVAK sunnudaginn 23.apríl og stendur til 30.apríl. Veiðileyfi má nálgast á söluvef Veiðitorgs á veiditorg.is eða hér á síðunni.

Vorveiðin í Hörgá hefst 1.maí á svæðum 1 og 2 þ.s er eingöngu leyfð fluguveiði og sleppa ber öllum fiski fram til 20.maí. Eftir það gildir almenna reglan. Önnur svæði Hörgár opna 20.júní. 

 

 


20 apr. 2017

Aðalfundur SVAK var haldinn í gærkveldi. Á dagskránni voru hefðbundin aðalfundarstörf þ.s Guðrún Una formaður félagsins til fimm ára kynnti skýrslu stjórnar og í kjölfarið fór Jón Bragi gjaldkeri yfir ársreikningana. Félagið kemur vel undan síðasta ári bæði hvað varðar fjárhag og almenna starfsemi. Vetrarstarfið var fjölskrúðugt eins og oft áður með opnum húsum þ.s boðið var uppá fræðslu um veiðitengt efni,kastæfingar,hnýtingakvöld og vorhátíð svo eitthvað sé nefnt.

Farið var yfir breytingartillögu að lögum félagsins og ákveðið að láta það í hendur stjórnar SVAK að vinna með hana frekar og smíða endanlega tillögu sem borin verður undir afgreiðslu á aðalfundi næsta árs.

Stjórn SVAK situr ótrauð áfram en hana skipa :

Guðrún Una Jónsdóttir formaður (hætti við að hætta )

Guðmundur Ármann Sigurjónsson varaformaður

Jón Bragi Gunnarsson gjaldkeri

Valdimar Heiðar Valsson ritari

Björn Hjálmarsson meðstjórnandi

Varastjórn:

Stefán Gunnarsson

Þráinn Brjánsson

 

Þökkum þeim komuna sem mættu.

 


15 apr. 2017

Svarfaðardalsá fer í forsölu til félagsmanna SVAK mánudaginn 17.apríl og stendur í viku. Veiðileyfi má nálgast á vefsölu Veiðitorgs. Verðskrá verður óbreytt frá í fyrra og leyfi seld í heilum dögum


05 apr. 2017

Efra og Neðra Hraun í Laxá í Aðaldal fara í forsölu til félagsmanna n.k laugardag 8.apríl á söluvef Veiðitorgs - Veiditorg.is

Forsalan stendur í eina viku eða til 15.april en eftir það fer svæðið í almenna sölu.

Ath; Syðra-Fjall er ekki lengur í umboðssölu SVAK.

Nánar um Hraunssvæðin;

Staðsetning: Laxá í Aðaldal er um 100 km norðaustur af Akureyri

Veiðisvæði: Efra-Hraun og Neðra-Hraun. Efra-Hraun er gamla Hraunsvæðið en Neðra-Hraun er Engey og svæðið niður af henni,niður fyrir Tvíflúð þ.s Hagasvæðið byrjar.

Tímabil: 1. Júní – 31. ágúst

Daglegur veiðitími: 7-13 og 16-22 en eftir 5. Ágúst 7-13 og 15-21

Fjöldi stanga: 2 stangir á Efra-Hrauni og 2 stangir á Neðra-Hrauni.

Agn: Fluga

Kvóti: 2 fiskar á dag á stöng – sleppa öllu yfir 40 cm

Vinsælar flugur: Púpur og streamerar

Umsjónaraðili: Hermann Bárðarson, hermann.b@simnet.is
Aðstaða: Veiðihús er ekki á staðnum en veiðimönnum sem þurfa á gistingu að halda er bent á gististaðinn Brekku sem er vel staðsettur og með útsýni yfir svæðin
Veiðibók: Rafræn og á staðnum


27 mar. 2017

Aðalfundur SVAK fer fram 19.apríl kl 20:00 í húsnæði Veiðiríkisins að Óseyri 2,2.hæð.


Hefðbundin aðalfundarstörf með eftirfarandi dagskrá:

1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
2. Formaður flytur skýrslu stjórnar
3. Farið yfir ársreikning félagsins og hann lagður fram til samþykktar
4. Umræður um ofangreint
5. Fundarhlé, veitingar
6. Kosningar í stjórn a. Formaður b. Tveir meðstjórnendur c. Einn í varastjórn d. Tveir Skoðunarmenn reikninga
7. Önnur mál Samkvæmt lögum félagsins er kosið um formann árlega,aðrir í stjórn sitja í tvö ár þó þannig að á hverju ári er kosið um tvo meðstjórnendur og einn varamann.

Eftirfarandi aðilar sitja í stjórn SVAK og eru tilbúnir að halda áfram: Jón Bragi Gunnarsson gjaldkeri Björn Hjálmarsson meðstj. Guðmundur Ármann Sigurjónsson varaformaður, Valdimar Heiðar Valsson meðstj. Úr stjórn gengur: Guðrún Una Jónsdóttir formaður.

Í varastjórn sitja Þráinn Brjánsson og Stefán Gunnarsson og eru þeir tilbúnir að halda áfram. 

Framboðum/tillögum að framboðum til stjórnar skal skila skriflega á netfangið svak@svak.is eigi síðar en fjórtán dögum fyrir aðalfund eða fyrir 5/4/2017 og skulu nöfn frambjóðenda síðan birt í aðalfundarboði. 
Starf SVAK er gríðarlega öflugt og skemmtilegt og viljum við hvetja alla þá sem hafa áhuga á að starfa í kringum félagið og gera það enn öflugra að hafa samband.

Þá hefur stjórn félagsins borist tillaga frá félagsmanni um breytingar á lögum félagsins sem hljóðar svo;

5.grein verði 4. grein

7.grein um aðalfund verði grein 5.

6. grein heldur sinni röð,með þeiri breytingu að formaður skal kosinn til tveggja ára í senn og aðrir stjórnarmenn skulu kosnir til tveggja ára,þó þannig o.s.frv. Stjórnarfundir skulu haldnir þegar formaður eða þrír stjórnarmenn óska þess.Afl atkvæða o.s.frv. Á aðalfundi skal stjórn félagsins skýra frá starfsemi félagsins á liðnu starfsári og leggja fram skoðaða reikninga. Niðurlag greinarinnar falli niður.

7.gr. Gjöld. Gjalddagi árgjalds er 1.maí og eindagi tveimur mánuðum síðar. Númeraröð annarra greina breytist í samræmi við það sem upp er sett og lagt er til að fellt verði burt það sem er innan sviga um áður gerðar breytingar og nýjar málsgreinar.

Hvetjum félagsmenn að kynna sér þessa tillögu. Hún verður síðan kynnt á aðalfundi og borin undir atkvæði.


Kveðja

Stjórn SVAK


26 mar. 2017

Kynning var haldin á Eyjafjarðará s.l fimmtudagskvöld að viðstöddu fjölmenni í húsnæði Veiðiríkisins að Óseyri 2.

Erlendur Steinar og Stefán Hrafnsson sáu um kynninguna. Þess má geta að vorveiðin í Eyjafjarðará byrjar að þessu sinni 1.apríl eða nokkru fyrr en venja er til. 


26 mar. 2017

Minnum á kastæfinguna í Íþróttahölinni á Akureyri í dag kl 13. Um að gera að mæta með stöngina og æfa köstin fyrir komandi vertíð. Leiðsögn á staðnum. Sjáumst.


16 mar. 2017

Það er nóg framundan hjá SVAK á næstunni. Kastæfingar og opið hús.

Kastæfing verður haldin í Íþróttahöll Akureyrar n.k sunnudag 19.mars kl 13-14. Fyrst vetur konungur ákvað að kíkja í heimsókn er gott að vera inní hlýjunni og æfa fluguköstin. Allir velkomnir,byrjendur sem lengra komnir. Takið með eigin stangir eða fáið að láni hjá okkur. Veiðiríkismenn verða einnig á staðnum með það nýjasta í stöngum og línum. Leiðsögn á staðnum fyrir þá sem vilja. Síðasta kastæfingin innanhúss verður svo haldin 26.mars á sama tíma.

En þetta er ekki allt.....

 


09 mar. 2017

Næsta opna hús SVAK verður haldið fimmtudagskvöldið 23.mars (ath breytt dagsetning) kl 20 í húsnæði Veiðiríkisins að Óseyri 2.
Gestur kvöldsins eru Erlendur Steinar en hann ætlar að vera með veiðispjall um Ævintýraána eins og hann kallar hana,öðru nafni Eyjafjarðará.
Ekki er um hefðbundnar veiðistaðalýsingar að ræða heldur verður rætt almennt um ána,muninn á veiðisvæðum hennar,veiðitímabilum og veiðiaðferðum.
Að sjálfsögðu fer kappinn einnig yfir veiðitölur og breytingar sem orðið hafa í ánni s.l ár.
Veitingar í föstu og fljótandi formi fyrir bílstjóra og ekki bílstjóra.

Vonumst til að sjá sem flesta


06 mar. 2017

Það var fjör í Íþróttahöll Akureyrar í gær þegar hátt í tuttugu stangveiðimenn æfðu fluguköst í gríð og erg.


02 mar. 2017

Jæja gott fólk þá styttist í fyrstu kastæfingu SVAK og Veiðiríkisins en hún verður haldin í Íþróttahöll Akureyrar sunnudaginn 5.mars kl 13-14.


20 feb. 2017

Minnum á opið hús hjá SVAK þriðjudaginn 21.febrúar kl 20 þ.s Guðmundur Ármann Sigurjónsson listmálari,fluguveiði og hnýtingameistari segir ykkur allt sem þið viljið vita um Ólafsfjarðará.

Sem fyrr erum við í húsnæði Veiðiríkisins að Óseyri 2.
Allir velkomnir.

Ennþá laus pláss á hnýtingarnámskeiðið okkar sem hefst 28.feb.
Nánari upplýsingar um alla atburði á vegum SVAK hér neðar á síðunni og á fjésbókarsíðunni okkar.


13 feb. 2017

Ólafsfjarðará fer í forsölu til félagsmanna SVAK á Veiðitorgi (Veiditorg.is) þriðjudaginn 14. Febrúar og stendur til 21.febrúar.


05 feb. 2017

Tilboð til félagsmanna SVAK, sjá nánar slóð hér fyrir neðan.

http://www.veidikortid.is/is/SVAK


05 feb. 2017

 

Okkar sívinsælu kastæfingar hefjast í mars.

 

 


05 feb. 2017

 

Fluguhnýtinganámskeið verður haldið á vegum SVAK og Veiðiríkisins . Sjá nánar hér fyrir neðan.

 

 


05 feb. 2017

Góð mæting var á fyrsta opna hús SVAK sem haldið var í húsnæði Veiðiríkisins að Óseyri 2. Gestir hlýddu á flotta umfjöllun um Húseyjarkvísl í Skagafirði og gæddu sér á guðaveigum og þorrasmakki.


25 jan. 2017

 Þá fer vetrarstarf SVAK að hefjast og verður það með svipuðu sniði og undanfarin ár þ.e opin hús með árkynningum og fyrirlestrum tengdum stangveiði, hnýtingar og kastæfingar.
Við fögnum samstarfi við verslunina Veiðiríkið í vetur. Þar munum við halda alla okkar viðburði fyrir utan kastæfingar,í sal á efri hæð húss verslunarinnar.

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.