Fréttasafn

Fréttir Svak frá stofnun félagsins
02 okt. 2016

Fjöldi tilkynninga hafa borist um veiði á regnbogasilungi í ám og vötnum á Íslandi í sumar sem er verulegt áhyggjuefni. Nýverið barst okkur þessi tilkynning varðandi veiði á þessum vágesti og biðjum við veiðimenn okkar að tilkynna okkur það tafarlaust ef þeir hafa veitt regnbogasilung á veiðisvæðum okkar hér norðanlands með því að senda póst á gudrun@svak.is.


29 júl. 2016

Minnum veiðimenn okkar á að skrá í rafrænu veiðibókina okkar sem liggur inná svak.is og veiditorg.is með því að skrá sig inn með netfangi og lykilorði likt og þegar menn kaupa sér veiðileyfi hjá okkur.

Það er mjög mikilvægt  að veiði sé skráð í samviskusamlega og strax að lokinni veiðiferð.

Með veiðikveðju

SVAK


25 júl. 2016

Því miður verðum við að hætta við kynningu á Ólafsfjarðará sem halda átti laugardaginn 30/7 vegna dræmrar þátttöku.

Reynum aftur að ári.


23 júl. 2016

Það er alltaf gaman þegar vel gengur í veiðinni alveg eins og í fótboltanum ;)

Ólafsfjarðará opnaði eins og venja er til um miðjan júlí en SVAK og Flugan hafa haft ána á leigu s.l,9 ár.


14 júl. 2016

Undanfarin sumur hefur Stangaveiðifélag Akureyrar kynnt veiðisvæði sín af bökkum þeirra. Nú er komið að Ólafsfjarðará en félagið hefur haft ána á leigu undanfarin ár ásamt Stangveiðifélaginu Flugunni

Kynningin fer fram laugardaginn 30/7 á bökkum Ólafsfjarðarár og hefst kl 08. Guðmundur Ármann sem hefur veitt í ánni um árabil sér um kynninguna. Við sameinumst í bíla út við Bykó og deilum bensínkostnaði,lagt verður af stað um kl 07.

Efra svæði árinnar kynnt á fyrri vaktinni og það neðra á seinni vaktinni. Í hléinu verður boðið uppá grillaðar pylsur og drykki.

Þátttakendur mega taka með sér stangir og veiða á meðan á kynningu stendur og að henni lokinni, þó mega aldrei vera fleiri en 2 stangir útí einu.

Áhugasamir skrái sig með nafni og aldri á svak@svak is eða í síma 841-1588 eða 868-2825 fyrir 23/7.

Kynningin er þátttakendum að kostnaðarlausu fyrir utan smá bensínpening


11 jún. 2016

Það er okkur mikil ánægja að upplýsa að nú gefst SVAK félögum kostur á að versla veiðileyfi hjá Matthíasi hjá Icelandic fishing guide á allt að 20 % afslætti.

Um er að ræða nokkur veiðisvæði m.a Presthvamm í Laxá í Aðaldal sem þegar er kominn inná vef Veiðitorg.is og von er á fleirum svæðum eins og Lónsá á Langanesi og Hofsá í Lýtingsstaðahreppi en þau munu fara í sölu á Veiðitorginu um helgina.
Endilega kíkið á www.veiditorg.is og á www.icelandicfishingguide.com til að fá frekari upplýsingar um veiðisvæðin.


24 maí 2016

Að loknum löngum vetri blæs Stangveiðifélag Akureyrar til vorhátíðar við Leirutjörn sunnudaginn 29.maí frá kl 13-16.


03 maí 2016

Svarfaðardalsá fer í forsölu til félagsmanna SVAK á morgun miðvikudag 4.maí og stendur í viku eða til og með miðvikudagsins 11.maí.


27 apr. 2016

Aðalfundur SVAK var haldinn á dögunum að viðstöddu fámenni en góðmenni.
Dagskráin samanstóð af hefðbundnum aðalfundastörfum þ.s Guðmundur Ármann var kosinn fundarstjóri og Valdimar Heiðar fundarritari.


23 apr. 2016
Aðalfundur SVAK verður haldinn mánudaginn 25/4 kl 20 í Zontahúsinu Aðalstræti 54.

18 apr. 2016
Veiðisvæði SVAK koma nú hvert af öðru inná söluvef okkar á Veiðitorgi. Að þessu sinni var Hörgáin að fara í almenna sölu.

13 apr. 2016

Fimmtudaginn14. apríl n.k. verður haldið málþing um neikvæð umhverfisáhrif sjókvíaeldis við Íslandsstrendur. Það eru Landssamband veiðifélaga og Landssamband stangaveiðifélaga sem standa fyrir málþinginu í samstarfi við Angling iQ. Málþingið hefst kl. 16:10 og mun það fara fram í aðalsal Háskólabíós. Dagskrá má sjá hér neðar.
Málþingið mun fara fram samhliða veiðisýningunni RISE í Háskólabíó fimmtudaginn 14. apríl og mun standa frá kl. 16:10 til kl. 18:30 með hléi.

Allar nánari upplýsingar veitir formaður Landssambands veiðifélaga, Jón Helgi Björnsson. Sími: 8933778
Netfang: nordurlax@tpostur.is 


11 apr. 2016
Hraunssvæðin og Syðra-Fjall eru nú komin í forsölu til félagsmanna SVAK í eina viku fom deginum í dag. Veiðileyfi má nálgast á Veiðitorgi (veiditorg.is). Það styttist í sumarið ;)

06 apr. 2016
Landssamband Stangveiðifélaga og Landssamband Veiðifélaga hefur sent frá sér eftirfarandi:

06 apr. 2016
Þröstur Elliðason hjá Strengjum heimsækir okkur föstudaginn 15.apríl kl 20 í Zontahúsið og kynnir Jöklu (Jökulsá á Dal) fyrir okkur.

06 apr. 2016
Ágætu félagsmenn.
Aðalfundur SVAK verður haldinn mánudaginn 25/4 kl 20 í Zontahúsinu Aðalstræti 54.

02 apr. 2016
Minnum á hnýtingarkvöld í Zontahúsinu við Aðalstræti mánudaginn 4.apríl kl 20. Allir velkomnir. Leiðsögn og hnýtingarefni fyrir þá sem vilja. Alltaf heitt á könnunni og notaleg stemmning.

27 mar. 2016

Forsölu í Ólafsfjarðará sem staðið hefur s.l viku fyrir félagsmenn SVAK lýkur annað kvöld og fer þá áin í almenna sölu. Hvetjum félagsmenn okkar til að tryggja sér dag/daga.


18 mar. 2016

Ólafsfjarðará fer í forsölu til félagsmanna mánudaginn 21.mars milli kl 17 og 18 og verður í forsölu til 28. Mars,eftir það fer áin í almenna sölu.


18 mar. 2016
Öll veiðileyfasala SVAK í sumar mun fara fram á söluvefnum Veiðitorgi (veiditorg.is) sem er í eigu Ingvar Karls Þorsteinssonar og Erlends Steinar Friðrikssonar.

11 mar. 2016
Við höldum nú áfram með hnýtigakvöldin okkar og hittumst næst á mánudaginn 14.mars kl 20 í Zontahúsinu við Aðalstræti.

03 mar. 2016
Jæja ágætu flugukastarar. Þá höldum við áfam að æfa köstin í hlýjunni í Íþróttahöllinni.
Síðast mættu á þriðja tug kastara á öllum aldri sem er algjörlega frábær mæting, sumir að stíga sín fyrstu skref, aðrir aðeins lengra komnir.

25 feb. 2016
SVAK heldur áfram með kastæfingar sínar og hittumst við næst  sunnudaginn 28.febrúar kl 10:30 í Íþróttahöll Akureyrar. Hvetjum fólk til að mæta tímanlega til að nýta tímann vel.

25 feb. 2016
Já menn hnýttu í Zontahúsinu fyrir skömmu eins og enginn væri morgundagurinn. Þema kvöldsins var púpur enda ómissandi í vorveiðina sem senn brestur á.

20 feb. 2016
Minnum á kastæfinguna í Íþróttahöll Akureyrar á morgun sunnudag kl 10:30. Allir velkomnir byrjendur sem lengra komnir. Hvetjum konur til að kíkja á okkur í tilefni dagsins.

12 feb. 2016
Jæja gott fólk. Nú gefst tækifæri að fara að fylla boxin af flugum og æfa fluguköstin fyrir næsta veiðisumar sem óðum styttist í.

07 feb. 2016
Jæja gott fólk þá er komið að fyrsta hnýtingakvöldinu hjá SVAK í vetur en það verður mánudaginn 15.febrúar kl 20 í Zontahúsinu við Aðalstræti 54.

01 feb. 2016
Jón Helgi Björnsson flytur erindi tengt sjókvíaleldi við Íslandsstrendur. Kastljósið beinist m.a af fyrirætlunum Fjarðalax um sjókvíaeldi á norskum laxi rétt utan Hörgáróss í Eyjafirði. Sýnum samstöðu, mætum í Golfskálann Jaðri kl 20 í kvöld mánudagskvöld.

27 jan. 2016

SVAK hleypir af stokkunum vetrarstarfi sínu mánudaginn 1.febrúar kl 20 í Golfskálanum Jaðri. Við fáum góðan gest til okkar en Jón Helgi Björnsson formaður Landssambands veiðifélaga mun flytja erindi um stórtæk áform um sjókvíaeldi við Ísland og stýra umræðum á eftir.


24 jan. 2016

Nú er formleg vetrardagskrá Stangveiðifélags Akureyrar að fara í gang.  Dagskráin verður með líku sniði og síðustu ár þar sem boðið verður upp á fyrirlestra, kastkennslu og hnýtingarkvöld þar sem við fáum valinkunna kappa til að fara yfir hlutina með okkur.  Dagskráin er ekki fullmótuð en þó eru nokkrir atburðir komnir á listann.  Á listann eiga eftir að bætast nokkrir fyrirlestrar en dagsetning þeirra er ekki klár sem stendur.

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.