Fréttasafn

Fréttir Svak frá stofnun félagsins24 des. 2015
Stjórn SVAK óskar félagsmönnum sínum sem og veiðimönnum öllum og velunnurum gleðilegra jóla og fengsæls komandi sumars. Vonumst til að sjá ykkur sem flest í vetrarstarfinu okkar sem hefst í byrjun þorra. Þökkum ykkur samfylgdina á árinu sem er að líða.

20 nóv. 2015
Miðvikudaginn 25.nóvember kl 20 verður fyrsta opna hús vetrarins hjá SVAK haldið í Kjarna,félagsheimili Náttúrlækningafélags Akureyrar sem stendur við Kjarnaskóg.

18 nóv. 2015
Til stóð að Sigurður Guðjónsson forstjóri Veiðimálastofnunar kæmi norður og héldi fyrirlestur um bleikjuna miðvikudaginn 25.nóv. Í dag kom hins vegar í ljós að hann kemst ekki vegna óviðráðanlegra orsaka.

07 sep. 2015
Þá fer nú að styttast í annan endann á veiðisumrinu á svæðum SVAK.

05 sep. 2015
Ólafsfjarðará hefur verið mörgum veiðimanninum erfið í sumar, mikil og ísköld og veiði eftir því.

09 ágú. 2015
Þá er veiðisumarið komið vel á veg og bleikjuveiðin verið misjöfn það sem af er sumri ef sumar skyldi kalla :/

05 ágú. 2015
Hraunssvæðið hefur verið gjöfult í sumar og urriðinn einstaklega vel haldinn. Þarna er einnig farinn að sjást Lax á svæðinu og því um að gera að fara skella sér á svæðið því ódýrari Laxveiði er ekki hægt að finna.

29 júl. 2015
Það hefur farið lítið fyrir veiðifréttum úr Fjarðará í Ólafsfirði enda litlar fréttir að hafa en áin opnaði um miðjan júlí. Sumarið hefur verið kalt og vatnshiti í ánni lágur sem gæti verið skýringin á lítilli veiði í ánni það sem af er sumri.

23 júl. 2015
Það  voru að bætast við dagar á Hrauni og Syðra-Fjalli.

18 júl. 2015
Búið er að opna út í Fjörður en eins og er að þá er ekki ráðlegt að fara þangað nema á jeppa eða þokkalegum jeppling.

16 júl. 2015
Það borgar sig að vera í SVAK því meðlimir fá afslátt á veiðileyfum á fjölmörgum stöðum.

Einnig fá þeir afslætti á ýmis námskeið sem í boði eru.

09 júl. 2015
Heyrðum í Hermanni Bárðarsyni leigutaka Hraunssvæðanna og Syðra-Fjalls í Laxá í Aðaldal í dag og færði hann okkur góðar fréttir úr Aðaldalnum.

05 júl. 2015
Veiði hefur verið með ágætum í Svarfaðardalsá þ.s af er sumri og menn verið að fá fallega urriða og sjóbirtinga.

26 jún. 2015
Fengum senda línu frá veiðimanni sem gerði góða veiði í Svarfaðardalsá svæði 1.

25 jún. 2015
Veiðidagur fjölskyldunnar verður haldinn næstkomandi sunnudag, 28. júní. Þá gefst landsmönnum kostur á að veiða án endurgjalds í fjölmörgum vötnum víðsvegar um landið.
Landssamband Stangaveiðifélaga hefur staðið fyrir Veiðidegi fjölskyldunnarí á þriðja áratug ásamt veiðiréttareigendum.
Hugmyndin á bak við daginn er að kynna stangveiði sem fjölskylduíþrótt. Í ár verða 32 vötn í boði á veiðideginum.

22 jún. 2015
Fjarðará í Hvalvatnsfirði er komin inná vefsölu SVAK en áin opnar 4.júlí. Mikill snjóþungi er á leiðinni út i Fjörður og vegurinn því lokaður eins og staðan er núna. Veiðimenn eru hvattir til að kynna sér aðstæður og færð áður en haldið er út i Fjörðinn fagra.

17 jún. 2015
Menn hafa talsvert verið að reyna fyrir sér í urriðaveiði á neðstu svæðum Hörgá þ.s af er sumri en þau opnuðu 1.maí. Samkvæmt veiðibókinni eru flestir þeirra sjógengnir og uppi 60 sm.

16 jún. 2015
Ingvar Páll lét okkur vita að hann hefði farið í 2 tíma á svæði 1 í Svarfaðardalsá og gert góða veiði.
Meðfylgjandi er mynd af aflanum eftir þessa 2 tíma.
Veiðileyfin í Svarfaðardalsá eru með þeim ódýrustu á markaðnum í dag og þess má geta að stöngin á svæði 1 er á 1650kr fyrir meðlimi SVAK fram til 19.júlí og athugið að þetta er fyrir heilan dag!
Ef þú vilt kaupa veiðileyfi í Svarfaðardalsá á svæði 1 smellið hér

03 jún. 2015
Forsölu félagsmanna SVAK í Svarfaðardalsá fer nú að ljúka en áin fer í almenna sölu á morgun 4.júní.

02 jún. 2015
Í dag var fyrsti dagurinn í veiði á Hrauni efra og neðra ásamt Syðra fjalli.
Það var ekki geðslegt veðrið sem opnunin bauð upp á sirka fjórar gráður,
norðan strekkingur og mikil rigning oft á tíðum.

26 maí 2015
Svarfaðardalsá fer í forsölu til félagsmanna SVAK þann 28.maí n.k  og stendur  til 4.júní.

25 maí 2015
Nú styttist í opnun fleiri svæða hjá SVAK. Svæði 1 og 2 í Hörgá hafa verið opin fyrir vorveiði frá 1.maí og verið ágætlega sótt.

05 maí 2015
Ágætu veiðimenn.
Vildum bara minna á að svæði 1 og 2 í Hörgá opnuðu 1.maí og strax komnir flottir fiskar á land þrátt fyrir að vorið láti bíða eftir sér.

02 maí 2015
Aðalfundur Stangaveiðifélags Akureyrar var haldinn s.l fimmtudag í Lionssalnum og var mæting með ágætum.
Guðmundur Ármann Sigurjónsson var kosinn fundarstjóri eins og svo oft áður og Valdimar Heiðar fundarritari.

28 apr. 2015
Minnum á aðalfund SVAK sem haldinn verður fimmtudaginn 30.apríl kl 20 í Lionssalnum Skipagötu 14, 4.hæð.

26 apr. 2015
Nú voru að detta inn hjá okkur dagar á þremur mögnuðum svæðum í Laxá í Aðaldal. en það eru Efra Hraun, Neðra Hraun og Syðra Fjall.

26 apr. 2015
Þá er Hörgá komin í vefsölu hjá okkur í SVAK.


22 apr. 2015

Aðalfundur Stangaveiðifélags Akureyrar verður haldinn fimmtudaginn 30.apríl kl 20 í Lionssalnum Skipagötu 14, 4.hæð.


19 apr. 2015
Á morgun mánudag mætir Bjarni Höskulds í Amaróhúsið og ætlar að fræða okkur um þurrfluguveiði.
Við hefjum leik kl 20 fyrir utan verslunina Veiðivörur, húsið opnar kl 19:45. Allir velkomnir.

17 apr. 2015
Minnum á kastæfinguna við Leirutjörn á morgun laugardag kl 11.

15 apr. 2015
Viltu starfa með okkur í Stangaveiðifélagi Akureyrar ? Okkur vantar alltaf fólk í stjórn og og aðrar nefndir.

15 apr. 2015
Það er vor í lofti næstu dagana með tveggja stafa hitatölu og sól. SVAK hefur því ákveðið að efna til kastæfinga við Leirutjörn laugardaginn 18 apríl kl 11.

14 apr. 2015
Opið hús var í gærkveldi við verslunina Veiðivörur og mættu eitthvað á annan tuginn af stangveiðimönnum og konum sem nú bíða spennt eftir veiðisumrinu

09 apr. 2015
Þá er páskafríinu lokið og sjálfsagt einhverjir búnir að bleyta í færunum. Við hjá SVAK höfum þó ekki sagt skilið við vetrarstarfið og bjóðum uppá opið hús n.k mánudag 13.apríl við verslunina Veiðivörur í Amaróhúsinu og hefjum leik kl 20 að venju.

25 mar. 2015
Síðasta opna húsið hjá SVAK fyrir páska verður n.k mánudag 30.mars kl 20 í Amaróhúsinu en þá ætla Halldór Ingvason og félagar að kynna fyrir okkur bleikjuparadísina Grænland.

22 mar. 2015

MInnum á hnýtinga og spjallkvöldið í Zontahúsinu við Aðalstræti  á morgun 23.apríl kl 20. Allir velkomnir, byrjendur sem lengra komnir í greininni og líka þeir sem langar bara að koma og sýna sig og sjá aðra.
Alltaf heitt á könnunni.

17 mar. 2015
Viljum minna ykkur á ferðina í ísdorgið á Skjálftavatni sem til stendur að fara í um næstu helgi ef næg þátttaka fæst nánar tiltekið á laugardaginn 21.mars.

15 mar. 2015
Minnum á pistil Skarhéðins Ásbjörnssonar um strandstangveiði á mánudaginn 16.mars kl 20 í Amaróhúsinu.

11 mar. 2015
Mánudaginn 16.mars ætlar Skarphéðinn Ásbjörnsson að segja okkur allt um strandstangveiði á opnu húsi SVAK. Pistilinn er haldinn í Amaróhúsinu við verslunina Veiðivörur og hefst kl 20.

10 mar. 2015
N.k laugardag 14.mars kl 11-12 býður SVAK uppá kastæfingar í Íþróttahöllinni á Akureyri.

08 mar. 2015

Við minnum á opið hús í Amaróhúsinu við verslunina Veiðivörur á morgun mánudag kl 20.

04 mar. 2015
Lónsá á Langanesi er nú komin í forsölu til félagsmanna SVAK og stendur hún til 15.mars.Hægt er að kaupa sér leyfi hér á heimasíðu SVAK undir veiðileyfi.

04 mar. 2015
Þóroddur Sveinsson lektor Landbúnaðrháskóla Íslands og Hörgárunnandi hefur verið fastagestur í vetrarstarfinu hjá SVAK undanfarin ár enda  býr maðurinn yfir hafsjó að fróðleik um flest sem viðkemur stangveiði.

04 mar. 2015
Farið verður í ísdorg á Skjálftavatni laugardaginn 21.mars n.k ef næg þátttaka fæst og veður verður skaplegt.

01 mar. 2015
Laugardaginn 28. febrúar var haldinn fundur á Hótel KEA á Akureyri um framkomnar umsóknir um opið sjókvíaeldi á norskættuðum laxi á Eyjafirði. Til fundarins var boðað af NASF, Verndarsjóði villtra laxastofna, veiðiréttareigendum, stangveiðifélögum og bátasjómönnum sem hafa viðurværi sitt af veiðum í firðinum.

Framsögumenn á fundinum voru þeir Orri Vigfússon, formaður NASF og Jón Helgi Björnsson formaður Veiðifélags Laxár í Aðaldal.

01 mar. 2015
Minnum á hnýtingar og spjallkvöldið í Zontahúsinu mánudaginn 2.mars kl 20.

27 feb. 2015
Við höldum hnýtingarkvöld í Zontahúsinu á mánudaginn kemur þann 2.mars. Á síðasta hnýtingarkvöldi lét ungviðið ekki sitt eftir liggja eins og sjá má á meðfylgjandi mynd og hefur Jón Bragi sem einnig er á myndinni ábyggilega getað gefið þeim góð ráð í listinni að hnýta.

26 feb. 2015

 Efni fundarins: Fyrirhugað fiskeldi í sjókvíum í Eyjafirði
       

20 feb. 2015
Við hvílum okkur um stund á að hlýða á fróðleik tengdan stangveiði en hittumst í staðinn næsta mánudag þann 23.febrúar kl 20 í Zontahúsinu við Aðalstræti og hnýtum flugur saman.

16 feb. 2015
Fjarðará í Ólafsfirði er nú komin í almenna sölu hér á söluvef SVAK. Hægt er að skoða lausa daga undir veiðileyfi.

15 feb. 2015
Minnum á opna húsið okkar á morgun mánudag 16/2 í Amaróhúsinu við verslunina Veiðivörur þ.s Pálmi Gunnarsson kynnir Lónsá á Langanesi.

10 feb. 2015

N.k mánudagskvöld 16.febrúar kynnum við nýtt veiðisvæði sem er að fara í umboðssölu hjá SVAK innan fárra daga en það er Lónsá á Langanesi. Pálmi Gunnarsson kynnir svæðið. Að venju verðum við í Amaróhúsinu og hefjum leik kl 20.

08 feb. 2015
Minnum á vetrarstarf SVAK sem hefst á morgun mánudag kl 20 í Amaróhúsinu við verlsunina Veiðivörur.

05 feb. 2015
Fjarðará í Ólafsfirði verður sett í forsölu til félagsmanna SVAK laugardaginn 7.febrúar.

05 feb. 2015
Þá er komið að fyrsta opna húsinu hjá SVAK í vetur en það er liður í árlegu vetrarstarfi félagsins.

29 jan. 2015
Þá hleypum við vetrarstarfi SVAK af stokkunum og hefjum leik með hnýtingar og spjallkvöldi í Zontahúsinu mánudaginn 2.febrúar kl 20:00.

29 jan. 2015
Nú fer að styttast í að Fjarðará í Ólafsfirði fari í umboðssölu fyrir félagsmenn SVAK.

28 jan. 2015
Stangveiðifélag Akureyrar (SVAK) leitar nú að fólki sem hefur áhuga á að starfa með félaginu. Allt félagsstarf hefur gott af nýju blóði af og til og teljum við okkur enga undantekningu í þeim efnum. Við bröllum ýmislegt og félagsskapurinn er engum líkur.

26 jan. 2015
Opnu húsi og veiðispjalli á þorra er frestað vegna veikinda hjá fyrirlesara. Biðjumst velvirðingar á þessu. Látum í okkur heyra fljótlega með framhald vetrarstarfsins.

24 jan. 2015
Minnum á fyrsta opna húsið okkar á mánudagskvöld 26.janúar kl 20 þ.s Erlendur Steinar rýnir í veiðitölur síðasta árs.

20 jan. 2015
Jæja ágætu félagsmenn  SVAK og aðrir áhugamenn um stangveiði.

17 jan. 2015
Fyrirhugað er að halda fluguhnýtingarnámskeið á vegum SVAK  ef næg þátttaka næst.
Um tvö tveggja kvölda námskeið er að ræða þ.e byrjenda- og framhaldsnámskeið.

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.