Fréttasafn

Fréttir Svak frá stofnun félagsins24 des. 2014
Ágætu félagar og aðrir velunnarar SVAK!
 Stangveiðifélag Akureyrar stóð fyrir öflugu vetrarstarfi á árinu sem er að líða með fræðslufyrirlestrum tengdum stangveiði, árkynningum og hnýtingakvöldum og verður engin breyting á því á komandi ári.
 

29 nóv. 2014
Miðvikudaginn 3 desember kl 20 verður hnýtingar- og spjallkvöld í Lóni við Hrísalund með örllitlu jólaívafi.

27 nóv. 2014
Erlendi Steinari bleikjusérfræðingi sárvantar bleikjuhausa til rannsóknar en hann sendi okkur svohljóðandi skeyti:

26 nóv. 2014
Hnýtingarkvöldinu sem vera átti í Lóni á morgun fimmtudag hefur verið frestað vegna óviðráðanlegra aðstæðna. Við vinnum í því að finna nýja dagsetningu og látum ykkur vita við fyrsta tækifæri. Biðjumst velvirðingar á þessu.

24 nóv. 2014
Annað hnýtinga- og spjallkvöld SVAK verður haldið n.k fimmtudag 27.nóvember og hefst kl 20.

18 nóv. 2014
Minnum á hnýtingarkvöld SVAK sem haldið verður í Lóni við Hrísalund á morgun miðvikudag 19.nóv og hefst kl 20.

13 nóv. 2014
Þá tekur SVAK upp þráðinn að nýju og bíður áhugafólki um fluguhnýtingar uppá á tvö hnýtingarkvöld fyrir jól.

09 okt. 2014

Nú er veiðisumrinu hjá SVAK formlega lokið. Við höfum haft þann háttinn á að veiðimenn okkar skrá afla sinn í rafræna veiðibók á heimasíðu okkar og hefur það gengið með ágætum s.l ár.

22 sep. 2014
Stangveiðifélag Akureyrar sendir reglulega út áminningu til veiðimanna sinna sem keypt hafa leyfi á vef félagsins en ekki skilað inn veiðiskýrslum. Líka þarf að skila inn svokölluðum núllskýrslum þ.e ef menn hafa ekki veitt neitt.

04 sep. 2014
Nú fer að koma sá tími sem er mörgum veiðimanninum kvíðaefni en það er þegar stangveiðitímabilinu lýkur.
Það er þó ekki ástæða til að örvænta strax þ.s allar ár SVAK eru opnar ennþá og veður hagstætt til veiða.

27 ágú. 2014
Ágætlega hefur gengið í Svarfaðardalsá í sumar þrátt fyrir að sumarið hafi byrjað með miklum vatnavöxtum.Vorum að fá fréttir af veiðimönnum sem voru á svæði 3 í ánni um miðjan þennan mánuð og gerðu góða veiði.

26 ágú. 2014
Minnum veiðimenn okkar að skrá afla sinn á rafrænu veiðibókina á vefsíðu SVAK : http://www.svak.is/veidibok/login.asp
og nota til þess þar til gerðan stafa og talnakóða sem má finna á veiðileyfinu.

26 ágú. 2014
Sunnudaginn 24.ágúst s.l bauð SVAK og Veiðifélag Hörgár félagsmönnum SVAK uppá kynningu á bökkum Hörgár og Öxnadalsár þ.s Þóroddur Sveinsson fór fremstur og kynnti þetta stóra og flotta veiðisvæði.
14 manns skráðu sig til leiks.

20 ágú. 2014
Vildum bara minna félagsmenn okkar á að nú styttist í Hörgárdaginn en hann fer fram n.k sunnudag 24.ágúst og hefst klukkan 9:00.

18 ágú. 2014
Vegurinn út í Hvalvatnsfjörð er nú aftur orðinn fær eftir að honum var lokað vegna aurbleytu fyrir nokkrum dögum síðan. Veiðileyfi í Fjarðará eru þvi aftur komin í vefsölu SVAK en þeim var kippt út meðan að vegurinn var lokaður .

13 ágú. 2014
Eins og margir eflaust muna að þá héldum við SVAK daga á Hrauni og Syðra Fjalli þann 15. júní.

Dagurinn tókst einstaklega vel og því höfum við ákveðið að hafa SVAK dag við Hörgá með svipuðu móti sunnudaginn 24. ágúst.

12 ágú. 2014
Rigning síðustu helgar hefur valdið því að nú er aftur orðið ófært út í Fjörður vegna aurbleytu. Nánari upplýsingar fást hjá vegagerðinni á vegagerðin.is og hjá okkur í Svak með því að senda póst á svak@svak.is eða hringja í vaktsíma okkar 841-1588.

07 ágú. 2014
Silungavæðin Skjálfandafljóti eru í umboðssölu SVAK en leigutakar Fljótsins eru Laxmenn. Þessi svæði eru ódýr kostur í silungsveiði og á efri svæðunum eins og t.d á veiðistaðnum Sjéniver er þó nokkur laxavon.

07 ágú. 2014
Fengum skemmtilegan pistil og veiðistaðalýsingar frá Þóroddi Sveinssyni sem var við veiðar í Hörgá s.l mánudag.

05 ágú. 2014
Þær renna víða Hofsárnar á Íslandi. Við höfum eina á Skagaströnd, aðra í Álftafirði, ein rennur í Loðmundafjörð og önnur í Svarfaðardal. Allir þekkja síðan hina frægu vopnfirsku en Hofsáin okkar SVAK-ara rennur í Skagafirði nánar tiltekið í Vesturdal.

05 ágú. 2014
Jæja þar kom að því ! Búið er að opna veginn út í Hvalvatnsfjörð þannig að nú geta þeir sem hyggjast leggja leið sína í Fjarðará tekið gleði sína á ný.

04 ágú. 2014
Fengum fréttir frá Þóroddi Sveinssyn veiðimanni sem var við veiðar á þessu skemmtilega svæði 1.ágúst sl og sagði hann að sjóbleikjan væri mætt í efstu hylji á svæðinu.

28 júl. 2014
Fengum þær fréttir frá Hermanni Bárðarsyni leigutaka Hraunsvæðanna í Laxá í Aðaldal að góður gangur væri í veiðinni á Hrauni.

28 júl. 2014
Það er alltaf gaman að fá fréttir af unga veiðifólkinu okkar. Þessi unga dama brá sér í Svarfaðardalsá fyrir nokkru og gerði góða veiði.

19 júl. 2014
Já okkur berast fleiri veiðisögur af svæðum okkar. Rétt í þessu kom ein úr Hörgá en formanni SVAK var farið að lengja eftir að komast í ána. Gefum veiðihjónum Guðrúnu og Árna orðið.

19 júl. 2014

Eins og stendur er ófært út í Fjarðará í Hvalvatnsfirði og hefur því veiðileyfum af söluvef SVAK verið kippt út fram til 1.ágúst til að koma í veg fyrir að menn lendi í vandræðum.

19 júl. 2014
Okkur hjá SVAK finnst ekkert eins skemmtilegt og að fá veiðifréttir af svæðum okkur. Nú síðast bárust okkur góðar fréttir úr Aðaldalnum.

16 júl. 2014
Veiði hófst formlega í Ólafsfjarðará í morgun en áin er vinsæl sjóbleikjuveiðiá.

16 júl. 2014
Hraunsvæðið í Laxá í Aðaldal hefur verið vinsælt þetta misserið eins og oft áður. Eingöngu er leyft að veiða á flugu og svæðið er rómað fyrir að vera gott þurrflugusvæði.

09 júl. 2014
Það hefur ekki farið fram hjá neinum að árnar í Eyjafirðinum liðast miklar og skolaðar um sveitir og sanda og er Hörgáin engin undantekning þar.

01 júl. 2014
Við fengum að heyra fréttir frá veiðimönnum sem voru að veiða á svæði 1 í Svarfaðardalsá þann 27.júní og gerðu stórgóða veiði.

29 jún. 2014
Enn fáum við fréttir af góðri veiði á Hrauni.

26 jún. 2014
Veiðidagur fjölskyldunnar verður haldinn næstkomandi sunnudag, 29. júní. Þá gefst landsmönnum kostur á að veiða án endurgjalds í fjölmörgum vötnum víðsvegar um landið.

20 jún. 2014
Eftir vel heppnaðan dag þar sem SVAK kynnti félagsmönnum sínum svæði Hrauns og Syðra-fjalls er óhætt að segja að í kjölfarið hafi mikið líf hafi verið á svæðinu.

16 jún. 2014
Stangaveiðifélag Akureyrar stóð fyrir skemmtilegum degi fyrir félagsmenn á Hrauni og Syðrafjalli í dag.
Veðrið lék við veiðimenn og dalurinn skartaði sínu fegursta.

11 jún. 2014
Þá er perlan okkar í Skagafirði komin í sölu... Hofsá er innarlega í Vesturdal í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði um 330 km frá Reykjavík og 130 km frá Akureyri. Veiðisvæði árinnar er um 25 km langt og er uppistaða veiðinnar sjógengin bleikja, þótt stöku sjóbirtingur og lax veiðist þar.

11 jún. 2014
Skjálfandafljót er skemmtileg viðbót við flotta flóru veiðisvæða Stangaveiðifélags Akureyrar sem veiðimenn ættu ekki að láta fram hjá sér fara. Þau eru fjölmörg bleikju og silungssvæðin sem SVAK bíður félagsmönnum sínum og öðrum veiðimönnum uppá.

10 jún. 2014
Stangaveiðifélag Akureyrar bíður félagsmönnum sínum uppá skemmtilegan dag á Hrauni og Syðra Fjalli í Laxá í Aðaldal. Dagurinn byrjar á "Live" veiðistaðalýsingu um bakka svæðisins sem Hermann Bárðarson mun leiða ásamt öðrum sem þekkja svæðið.

03 jún. 2014
Veiði hófst á Hraunssvæðinu í Aðaldal núna 1 júní og nokkuð ljóst að dalurinn kemur vel undan vetri

30 maí 2014
Föstudaginn 6. Júní og Laugardaginn 7. Júní mun Antti Guttorm yfirmaður vöruþróunnar hjá fluguveiði vörumerkinu Vision halda kastnámskeið fyrir Akureyringa. Antti hefur kennt fluguköst í mörg ár í Scandinaviu og er með 3 gráður frá The International Federation of Fly Casters. Námskeiðin munu taka 4 klukkustundir og verður bæði kastkennsla með einhendu jafnt og tvíhendu. Námskeiðið kostar 12.000 kr. Bókanir á námskeiðið fara fram í síma 6601642 eða á netfangið matti@veidivorur.is

20 maí 2014
Það er enn hægt að fá frábæra daga í Ólafsfjarðará!

20 maí 2014
Árnar streyma nú inná söluvef SVAK hver á fætur annarri. Í þetta skiptið er það hin fagra Fjarðará í Hvalvatnsfirði sem fer beint í almenna sölu.

19 maí 2014
Þá er komið að því að Svarfaðardalsá er komin í almenna sölu.

08 maí 2014
Þá er komið að því! Svarfaðardalsá fer í forsölu fyrir félagsmenn SVAK laugardaginn 10.maí.

05 maí 2014
Hvernig verður stangveiðin í sumar ?

02 maí 2014
Ofan við Hlaðnabakka  á svæði 2 í Hörgá er verið að vinna í bakkavörnum sem þarf að ljúka áður en sumarvatnið kemur í ána. Þessi vinna á ekki að trufla veiðimenn mikið á þessu svæði en við biðjum þá vinsmalegast að sýna þessu skilning.

29 apr. 2014
Aðalfundur SVAK var haldinn í Zontahúsinu í gær. Guðrún Una formaður félagsins fór yfir starfsemi félagsins sl ár sem var fjölbreytt og velsótt.

28 apr. 2014

Hörgá er komin inná söluvef SVAK.

Boðið er uppá vorveiði eins og í fyrra og hefst hún 1.maí á svæðum 1 og 2 þ.s eingöngu er leyfð fluguveiði og sleppa ber öllum fiski til 20.maí.


28 apr. 2014
Hraun og Syðra-Fjall eru nú komin á vefsölu SVAK. Sama verð er á leyfunum og í fyrra og fá félagsmenn SVAK 20 % afslátt.

27 apr. 2014
Minnum á aðalfund SVAK á morgun mánudaginn 28.apríl kl 18 í Zontahúsinu og pistil Guðmundar Ármanns á eftir um æti bleikjunnar og vinsælustu flugurnar.

23 apr. 2014
Breytingar hafa orðið á veiðisvæðum á Hrauni í Laxá í Aðaldal.

22 apr. 2014
Aðalfundur Stangaveiðifélags Akureyrar verður haldinn mánudaginn 28.apríl kl 18 í Zontahúsinu við Aðalstræti.

12 apr. 2014

Það er vor í lofti og vorveiðin hófst með stæl 1.apríl s.l. Margir gerðu góða veiði víða um land í blíðunni. Meðfylgjandi mynd er tekin í Brunná í Öxarfirði en á henni má sjá Valdimar stjórnarmeðlim SVAK með flottan 78 sm urriða.


07 apr. 2014
Aðalfundi SVAK sem vera átti fimmtudaginn 10.apríl hefur verið frestað til mánudagsins 28.april. Nánari tímasetning auglýst síðar.

20 mar. 2014

Á mánudaginn kemur þann 24.mars ætlum við að hittast í Amaróhúsinu kl 20 með hnýtingardótið og hlýða á fræðslu í leiðinni.

19 mar. 2014
Ólafsfjarðará er nú komin í almenna sölu á söluvef svak.is.

18 mar. 2014
Aðalfundur Stangaveiðifélags Akureyrar verður haldinn fimmtudaginn 10.apríl kl 20 í Zontahúsinu Aðalstræti 54 A.

18 mar. 2014
Hér koma myndir og umfjöllun frá vetrarstarfinu síðustu daga.

11 mar. 2014
Síðasti kastdagur á vegum stangveiðifélaganna SVAK, Flúða og Flugunnar verður haldinn laugardaginn 15.mars kl 10 í Íþróttahöll Akureyrar

11 mar. 2014

N.k mánudagskvöld 17.mars kl 20 höldum við áfram með vetrarstarf veiðifélaganna í Amaróhúsinu og nú er komið að þeim félögum Þóroddi Sveinssyni sem fjallar um Hörgána og Gunnsteini Þorgilssyni frá Sökku sem kynnir Svarfaðardalsána.

09 mar. 2014
Á morgun mánudaginn 10.mars höldum við áfram með hnýtingar og spjallkvöldin okkar í Zontahúsinu.

06 mar. 2014
Þá höldum við áfram með vetrarstarf stangveiðifélaganna SVAK, Flúða og Flugunnar. Fjölbreytt dagskrá er framundan eins og sjá má hér fyrir neðan.

27 feb. 2014
N.k mánudagskvöld 3.mars kl. 20 verður kynning á Mýrarkvísl í Amaróhúsinu en þeir félagar Matthías Þór Hákonarson og Jónas Jónasson í Veiðivörum.is eru leigutakar að ánni næstu 3 árin.
Matthías Þór Hákonarson og Olgeir Haraldsson sjá um kynninguna.

27 feb. 2014
Hinir geisivinsælu kastdagar halda nú áfram í Íþróttahöll Akureyrar og hefjast að venju kl 10.

23 feb. 2014
Jæja hnýtarar. Þá höldum við áfram með hnýtingarkvöldin okkar í Zontahúsinu en við ætlum að hittast á morgun mánudag 24.febrúar í Zontahúsinu kl 20:00.

23 feb. 2014
Kastæfing númer tvö í röðinni var haldin í Íþróttahöll Akureyrar í gærmorgun og tókst með ágætum. Þar sveifluðu menn tvíhendum eins og enginn væri morgundagurinn enda styttist óðum í veiðisumarið og því betra að vera með tæknina í lagi. Minnum á kastæfinguna sem verður á laugardaginn kemur 1.mars á sama stað og hefst sem fyrr kl 10.

20 feb. 2014
Jæja, þá höldum við áfram með vetrarstarf veiðifélaganna. Nú er það kastæfing og hnýtingakvöld.

18 feb. 2014
Það eru tíðar uppákomur í vetrarstarfi veiðifélaganna þessa dagana.
S.l laugardag fóru fram kastæfingar í Íþróttahöll Akureyrar og í gær mánudag flutti Erlendur Steinar fyrirlestur sinn um veiða og sleppa.

16 feb. 2014
Vetrarstarf stangveiðifélaganna heldur áfram í Amaróhúsinu við Veiðivörur.is  mánudaginn 17.febrúar kl 20 en þá mun Erlendur Steinar Friðriksson flytja fyrirlestur sinn um hið margumtalaða veiða og sleppa fyrirbæri.


14 feb. 2014
Forsalan í Ólafsfjarðará hefst þriðjudagsmorgun 18feb

14 feb. 2014
Vetrarstarf stangveiðifélaganna heldur áfram í Amaróhúsinu við Veiðivörur.is  mánudaginn 17.febrúar kl 20 en þá mun Erlendur Steinar Friðriksson flytja fyrirlestur sinn um hið margumtalaða veiða og sleppa fyrirbæri.

Erlendur hélt meistaravörn sína fyrir nokkrum vikum í Háskólanum á Akureyri en verkefni hans nær til meistaragráðu í auðlindafræðum og nefnist Veiða og sleppa sem veiðistjórnun á bleikju í Eyjafjarðará.

Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.

14 feb. 2014
Veiðifélögin SVAK, Flúðir og Flugan standa fyrir flugukastæfingum í vetur og er sú fyrsta á laugardaginn kemur 15.febrúar kl 10-11 í Íþróttahöll Akureyrar. Bæði ætlað byrjendum sem lengra komnum.

 Reynsluboltar í fluguköstum á staðnum sem eru tilbúnir í að leiðbeina fólki ef þess er óskað.

Þá munu strákarnir úr Veiðivörum.is vera á staðnum og kynna það nýjasta í flugustöngum.

14 feb. 2014
Það var fámennt en ákaflega góðmennt á hnýtingakvöldi SVAK í Zontahúsinu á þriðjudagskvöldið síðasta.

11 feb. 2014
Minnum á hnýtingarkvöldið okkar sem haldið verður í Zontahúsinu í kvöld þriðjudag 11.feb kl 20. Vonumst til að sjá sem flesta bæði byrjendur og lengra komna. Styttum okkur stundir og fyllum á boxin meðan úti snjóar og árnar eru í klakaböndunum.

08 feb. 2014
Vildum bara minna þá á sem áhuga hafa á fluguhnýtingum að fyrsta hnýtingarkvöld ársins 2014 hefst á þriðjudaginn 11.febrúar kl. 20 í Zontahúsinu. Vonumst til að sjá sem flesta, allir velkomnir og auðvitað er heitt á könnunni eins og alltaf.

04 feb. 2014
Mýrarkvísl eignaðist nýja leigutaka í haust og er nú komin í sölu á vef veiðivöruverslunarinnar Veiðivörur.is. Mýrarkvísl á sér marga aðdáendur og ættu þeir nú að taka gleði sína á ný en engin almenn sala var  í ána í fyrrasumar.

04 feb. 2014
Ágætis mæting var á vetrarstarf stangveiðifélaganna sem var haldið í gærkveldi í Amaróhúsinu við Veiðivörur. Á þriðja tug áhugasamra veiðimanna mættu og hlýddu á pistla um Fjarðará í Ólafsfirði og Hölkná í Þistilfirði.

31 jan. 2014
Hnýtingarkvöld SVAK, Flúða og Flugunnar hefjast í Zontahúsinu þriðjudagskvöldið 11.febrúar kl 20. Kvöldin eru hugsuð fyrir byrjendur og lengra komna og eru öllum opin og ókeypis.

30 jan. 2014
Vetrarstarfið heldur áfram á mánudaginn 3.febrúar í Amaróhúsinu nánar tiltekið kl 20 en þá verða fluttir pistlar um Ólafsfjarðará, Hölkná, efri hluta Skjálfandafljóts og Hrúteyjarkvísl. Það eru félagarnir Guðmundur Ármann og Ragnar Hólm sem sjá um kynninguna á Ólafsfjarðaránni en þeir félagar eru þaulkunnugir ánni og hafa marga bleikjuna dregið á land í firðinum fagra.

28 jan. 2014
Það var góð stemmnig í golfskálanum í gærkveldi á fyrsta kvöldi í vetrarstarfi stangveiðifélaganna SVAK, Flúða og Flugunnar þegar Guðni Guðbergsson frá Veiðimálastofnun mætti á svæðið og flutti pistil þar sem hann fór yfir veiðiárið 2013 og spáði fyrir um framhaldið.

25 jan. 2014
Minnum á fyrirlestur Guðna Guðbergssonar fiskifræðings frá Veiðimálastofnun sem haldinn verður í Golfskálanum að Jaðri mánudaginn 27.jan kl 20. Fyrirlesturinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis.
Guðni mun fara yfir stangveiðisumarið 2013 sem var mörgum ánægjulegt en öðrum vonbrigði, spá í stöðuna og hvers megi vænta á komandi veiðisumri sem við bíðum jú öll óþreyjufull eftir.

Fyrirlesturinn er fyrsti dagskrárliður í vetrarstarfi stangveiðifélaganna SVAK, Flúða og Flugunnar.

23 jan. 2014
Nú gefst félagsmönnum SVAK að fá veiðikortið 2014 á afslætti. Vestmannsvatn hefur bæst í hóp veiðivatnanna sem kortið nær yfir.

16 jan. 2014

Vetrarstarf stangveiðifélaganna SVAK, Flúða og Flugunnar hefur nú göngu sína að nýju. Það er meistari Guðni Guðbergsson fiskifræðingur frá Veiðimálastofnun sem ríður á vaðið með pistil sinn um veiðisumarið 2013 þar sem hann rýnir í veiðitölur síðasta sumars, spáir í stöðuna og við hverju megi búast næsta veiðisumar sem við bíðum öll spennt eftir. Það eru fáir sem vita meira um þessi mál en Guðni. Fyrirlesturinn verður haldinn í Golfskálanum Jaðri 27.janúar og hefst kl 20 og eru allir velkomnir.

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.