Fréttasafn

Fréttir Svak frá stofnun félagsins23 des. 2013
Ágætu félagar í Stangveiðifélagi Akureyrar og aðrir velunnarar félagsins.
 Stjórn SVAK færir ykkur bestu jóla og nýárskveðjur og þakkar ykkur samstarfið á árinu sem er að líða. Megi komandi ár verða ykkur gott og fengsælt.

09 des. 2013
Verslunin Veiðivörur.is í Amaróhúsinu í samstarfi við SVAK blæs nú til fagnaðar í tilefni af 2. ára afmæli verslunarinnar með kvöldopnun fimmtudaginn 12.desember kl 19.

05 des. 2013
Eins og stangveiðiheimurinn veit fór Skjálfandafljótið í útboð fyrir skemmstu. Nú er búið að opna umslögin sem voru reyndar bara tvö og það voru Laxmenn sem hrepptu hnossið.

05 des. 2013
Fyrsta hnýtingarkvöldi SVAk er lokið og tókst það vel.

02 des. 2013
Minnum á hnýtingarkvöld SVAK sem verður þriðjudagskvöldið 3.des kl 19:30 í Zontahúsinu við Aðalstræti 54. Allir velkomnir, byrjendur sem lengra komnir. Nú er um að gera að hnýta jólaflugurnar.
Alltaf heitt á könnunni.

28 nóv. 2013
Fyrsta hnýtingarkvöldið hjá SVAK verður þriðjudaginn 3.desember.

03 nóv. 2013
Hvaða veiðimann dreymir ekki um að hnýta sínar eigin flugur ,fylla boxin yfir veturinn og egna fyrir laxinn eða silunginn þegar vorar á ný ? Nú gefst þér veiðimaður góður tækifæri á að skrá þig á fluguhnýtingarnámskeið hjá SVAK og læra þessa skemmtilegu iðju.

28 okt. 2013

Nú eru síðustu forvöð að skrá í veiðibókina á vefnum, hún lokar föstudaginn, 1. nóvember kl. 12:00.
Ágætis skil hafa verið í rafrænu bókina en þó eru enn nokkrir sem eiga eftir að skila.  ATH - það þarf einnig að skila núllskýrslu.

23 okt. 2013
                                    
Í haust er fyrirhugað er að halda fluguhnýtinganámskeið á vegum SVAK, ef næg þátttaka fæst.

Leiðbeinandi verður Jón Bragi Gunnarsson. Námskeiðið er haldið á þremur kvöldum frá 19:30 – 23:00.

Áætlaður kostnaður er 12.000 krónur.

Á námskeiðinu verður farið yfir grunnatriði í fluguhnýtingum s.s. tæki, króka, efni, efniskaup og hnýttar flugur þar sem flest öll tækni við fluguhnýtingar kemur fyrir. Allt efni er innifalið í námskeiðsgjaldi og öll tól og tæki sköffuð.

Áhugasamir sendi vefpóst á netfangið svak@svak.is, vinsamlega athugið að það er takmarkaður fjöldi á námskeiðin.

Meðfylgjandi mynd var tekin á fyrsta fluguhnýtingarnámskeiði sem var haldið á vegum SVAK fyrir rétt tæpum 10 árum síðan.

25 sep. 2013
Menn beita ýmsum brögðum til að egna fyrir bleikjuna á haustdögum.  Þá er jafnvel gripið til flugna sem annars fá að liggja óhreyfðar í boxinu en gefum Ágústi Guðmundssyni orðið en hann var við veiðar á svæði 3 og 5 a í Hörgá síðast liðna helgi.

03 sep. 2013
Hofsá okkar í Vesturdal í Skagafirði hefur ekki verið á forsíðum veiðifréttamiðlana þetta árið enda tíðarfari verið þannig háttað að áin hefur verið vatnsmikil og lituð í nær allt sumar og því lítið verið hægt að veiða í henni.
En nú gæti birt til í hjörtum aðdáenda árinnar þ.s kólnun síðustu daga inná jöklinum hefur leitt til að áin orðin vatnsminni og ljósari og reikna heimamenn með að hún verði tær innan sólarhrings ef svona heldur áfram.

02 sep. 2013
Fengum skemmtilega veiðisögu frá Árna Jóhannessyni veiðimanni en hann datt í lukkupottinn og fékk stóra bleikju á svæði 4 b í Hörgá s.l fimmtudag. Þetta var hængur sem reyndist 66 sm langur, 34 sm í ummál og 3 kg viktaður í háf.

29 ágú. 2013
Það losnuðu rétt í þessu 2 stangir á 4A í Hörgá fyrir og eftir hádegi á morgun föstudag 30/8 og 5A fyrir hádegi á laugardaginn 31/8. Nú er um að gera að skella sér, veðurspáin fer alltaf batnandi fyrir okkar landshluta. Kíkið á veiðileyfi hér ofar á síðunni til vinstri.

27 ágú. 2013
Fín veiði hefur verið í Ólafsfjarðará undanfarið og nú eru 150 bleikjur skráðar í rafrænu veiðibókina hjá SVAK sem verður að teljast gott miðað við að ekki hefur verið hægt að fullnýta selda veiðidaga sökum mikils vatns í ánni sérstaklega fyrri part sumars.

25 ágú. 2013
Bleikjuveiði virðist nú heldur að glæðast  hér í Eyjafirðinum. Höfum fengið fréttir af nýgengnum, flottum bleikjum  af mismunandi svæðum í Hörgá, sömu sögu má segja um Ólafsfjarðará og Svarfaðardalsá.

25 ágú. 2013
Vildum bara minna ykkur á lækkað verð á Syðra Fjalli í Laxá í Aðaldal sem stendur út ágústmánuð.
Nú kostar stangardagurinn á þessu svæði aðeins 4900 kr fyrir félagsmenn SVAK en 7000 kr fyrir utanfélagsmenn.
Veiði hefur verið með ágætum í sumar og eru eitthvað á annað hundrað urriðar skráðir í veiðibókina sem er á staðnum. Kíktu á lausa daga á þessu flotta urriðasvæði hér til vinstri á síðunni undir veiðileyfi.

20 ágú. 2013
Stangveiðifélag Akureyrar tók hluta af veiðidögum á Hagasvæðinu í Aðaldal í umboðssölu síðast liðið vor. Svæðið er selt sem urriðasvæði með laxavon. Svæðið sem um ræðir er austurbakki Laxár í Aðaldal í landi Hagabæja ofan og neðar brúarinnar yfir Laxá á vegi 853 sem liggur austur að Laxárvirkjun.

16 ágú. 2013
Nú er um að gera fyrir þá sem ekki hafa prufað að veiða á Syðra Fjalli í Aðaldal nú eða fyrir þá sem vel til þekkja að stökka á tilboð á svæðinu.

15 ágú. 2013
Fengum góðar fréttir úr Svarfaðardalsá frá Marinó Heiðari Svavarssyni veiðiverði í Svarfaðardalsá en hann var við veiðar í ánni á svæði 3 ásamt dóttur sinni í gær.

13 ágú. 2013
Þessi unga dama sem heitir Amalía og fyllir sjö árin á morgun,fór í sinn fyrsta alvöru veiðitúr í gær ásamt fríðu förunneyti. Leiðin lá í Skjálfandafljót svæði 2 á austurbakka. Vopnuð bleiku veiðistönginni sinni og alltof stórum vöðlum náði hún að landa sinni fyrstu sjóbleikju í þeim fræga hyl Séniver sem er efstur á þessu svæði.

02 ágú. 2013
Með kólnandi veðri norðan heiða minnkar vatnsmagn í ám með hverjum deginum. Ef litið er á vatnshæðamæla inná vatnafar á vedur.is má sjá að Hörgáin hefur lækkað um 10 sm sl sólarhring og um heila 55 sm á síðustu 10 dögum. Sömu sögu má segja um Skjálfandafljót sem einnig er að finna inná vatnafari veðurstofunnar. Ekki liggja fyrir tölulegar upplýsingar um vatnsmagn á öðrum ársvæðum SVAK en sjóbelikjan er víða farin að gera vart við sig. Samkvæmt rafrænni veiðibók SVAK eru búið að skrá nýveiddar sjóbleikjur á svæðum 1,2 og 3 í Svarfaðardalsá og einnig í Ólafsfjarðará.

01 ágú. 2013

Það voru að losna stangir á 4a í Hörgá í fyrramálið ef einhverjir vilja skella sér.

Veiði hefur verið fín í vikunni þrátt fyrir óvenjumikið vatn. Það sjatnar hinsvegar í ánni dag frá degi og aðstæður því að verða nokkuð góðar.

Við vorum að fá myndir sendar af 62 cm bleikjunni sem veiddist á 4b.31 júl. 2013
Veiðisumarið hefur ekki verið Hörgárunnendum skemmtilegt. Miklar leysingar hafa verið og áin verið flesta daga óveiðanleg. En nú geta veiðimenn tekið gleði sína á ný því með kólnandi veðri hefur Hörgáin minnkað og mesti liturinn farinn af henni.

26 júl. 2013
Vegurinn út í Hvalvatnsfjörð var opnaður í gær þannig að nú geta menn farið að renna fyrir sjóbleikjuna í Fjarðaránni. Óskum veiðimönnum góðrar ferðar út í fjörðinn fagra.

23 júl. 2013
Skjálfandafljótið hefur verið í miklu stuði bæði hvað varðar laxveiði og bleikjuveiði. Sagt var frá því á agn.is 12 júlí að 55 laxar hefðu komið á land þá vikuna í Skjálfandafljótinu og hefur veiðin verið góð síðan þá.

23 júl. 2013
Það hefur ekki farið fram hjá mörgum sem fylgjast með veiðifréttum að þeir hafa verið að gera það gott á Nessvæðinu í Laxá í Aðaldal.

16 júl. 2013
Veiði er nú hafin í Fjarðará í Ólafsfirði. Formaður SVAK fór við þriðja mann út í fjörðinn fagra í fyrradag og renndi fyrir bleikju.

11 júl. 2013
Vegurinn út í Fjörður er ófær eins og stendur og lítur út fyrir að hann verði það eitthvað áfram út mánuðinn. Við viljum því biðja ykkur um að kanna færð áður en lagt er af stað til veiða og við munum einnig fylgjast með og láta vita um leið og fært verður.

02 júl. 2013

Hörgáin er vissulega vatnsmikil ennþá en vel veiðanleg. Fengum fréttir af veiðimanni sem var á svæði 2 í dag og varð þó nokkuð var við fisk. Aðallega var um að ræða sjóbirting og urriða enda fullsnemmt ennþá fyrir bleikjuna.

29 jún. 2013
Okkur hjá SVAK barst póstur frá veiðimanni sem var að veiða á vesturbakka silungasvæði Skjálfandafljóts föstudaginn 28 júní.

26 jún. 2013
Veiðimenn sem fóru í Skjálfandafljót silungasvæði gerðu góða veiði og urðu varir við lax.

25 jún. 2013
Veiðivöruverslunin Veiðivörur.is í Amaróhúsinu heldur sumarhátíð laugardaginn 29. júní n.k og verður mikið um að vera í versluninni þennan dag.

21 jún. 2013
Við fengum vitneskju um að veiðimenn höfðu verið að gera góða veiði á Syðra-Fjall og einnig sást til Lax.

20 jún. 2013
Jæja nú berast fréttir um góða veiði víðsvegar af okkar svæðum. Við viljum því minna á að skrá allan afla í veiðibók.

18 jún. 2013
17 laxar komnir á land í Skjálfandafljóti á fyrsta degi


Allt boltalaxar, sá minnsti líklegast um 5kg.


13 jún. 2013
Laxá í Aðaldal er öll að sjatna og veiðin mjög góð eftir því. Mokveiði á Hrauni og einnig veiðist mjög vel á Syðra Fjalli

12 jún. 2013
Veiðileyfi fyrir Hagsvæðið er komið á söluvefinn. Nú gefst veiðimönnum tækifæri á að heimsækja Drottninguna Laxá í Aðaldal í hálfan dag eða meira í senn.

04 jún. 2013
Þá er komið að því að SVAK kynni tvö ný svæði sem við höfum tekið að okkur í umboðssölu. Um er að ræða Hagasvæðið í Laxá í Aðaldal og annarsvegar tvö svæði í Skjálfandafljóti (silungasvæði og síðan silungasvæði með laxavon).

03 jún. 2013
10 ára afmælishátíð SVAK tókst með ágætum og margir glöddu okkur með nærveru sinni bæði á hátíðinni við Leirutjörn og einnig á kvöldfagniði í Zontahúsinu. Þökkum við öllum kærlega fyrir komuna.

29 maí 2013

Stangaveiðifélag Akureyrar hefur bætt enn einni skrautfjöðrinni í hatt sinn hvað bleikjuveiði varðar.


27 maí 2013
Flugukastnámskeið sem veiðivörur standa fyrir dagana 8 og 9 júní

23 maí 2013
Fengum senda mynd af veiðimanni úr Hörgá en hann fékk þennan flotta sjóbirting á svæði 2, nánar tiltekið við Hörgárbrýrnar. Fiskurinn mældist 67 sm og var 3 kg að þyngd.


17 maí 2013
Jæja þá eru Svarfaðardalsá og Hofsá komnar í almenna sölu.

15 maí 2013
Hið margfræga Fnjóskàrkvöld verður haldið à Lindu steikhús (salur uppi) mànudaginn 20.maí kl 20. Erlendur Steinar fjallar um stöðu màla í Fnjóskà varðandi ræktun,nýliðun,veiðina og væntingar í veiði. Hann mun einnig sýna myndir af helstu veiðistöðum í ànni. Vonumst til að sjà sem flesta.

15 maí 2013
Í tilefni af 10 ára afmæli SVAK verður 10. bekkingum í öllum grunnskólum Akureyrar boðið uppá frítt fluguveiðinámskeið í júnímánuði en eitt af markmiðum félagsins er einmitt að efla áhuga barna og unglinga á stangveiði. Nánari upplýsingar má finna í auglýsingu hér fyrir ofan.

02 maí 2013
Stangaveiðifélag Akureyrar er 10.ára um þessar mundir en það var stofnað á hótel KEA í maímánuði 2003 að viðstöddu fjölmenni en meðfylgjandi mynd er einmitt frá þeim fundi.

Af þessu tilefni langar stjórn SVAK að blása til afmælisfagnaðar 1.júní n.k í þeirri von að þá verði allur snjór á bak og burt og gráðustokkurinn kominn vel í plús.

Endilega takið daginn frá og fagnið með okkur.

Dagskrána má sjá hér:

28 apr. 2013

Fnjóskárkveldi sem vera átti mánudaginn 29.apríl hefur verið frestað. Látum í okkur heyra þegar ný dagsetning er komin á þetta vinsæla kvöld, en næsti mánudagur er líklegur.

Já og auðvitað óskum við stangveiðimönnum gleðilegs sumars þótt fátt minni á það þessa dagana og þökkum ykkur samveruna með okkur í vetur í vetrarstarfinu. Dagskráin hjá okkur er þó hvergi nærri tæmd. Undirbúningur að 10.ára afmæli SVAK sem er í næsta mánuði er í fullum gangi og auglýsum við hana fljótlega.


27 apr. 2013
Farið var í könnunarleiðangur í Hörgá þann 27.apríl 2013 til að sjá hvernig hún kæmi undan vetri. Eins og flestir vita mun Hörgáin opna 1.maí á þessu ári en hefur vanalega opnað í lok maí mánaðar eða í kringum 20 maí. Það eru því ekki nema örfáir dagar þangað til veiðiþyrstir einstaklingar geta farið að reyna við fiskinn í Hörgá.

24 apr. 2013
Nú eru Hörgá, Hraun og Syðra-Fjall í Laxá í Aðaldal komin í almenna sölu inná vefnum okkar.

24 apr. 2013
Aðalfundur SVAK fór fram í gær í Zontahúsinu. Formaður stjórnar fór yfir skýrslu sl árs og rifjaði upp stofnun félagsins í máli og myndum í tilefni af 10 ára afmæli félagsins. Þá fór gjaldkeri yfir ársreikninga félagsins. Sitjandi stjórn var kosin áfram. Samþykkt var einróma að halda árgjaldi félagsins óbreyttu áfram. Þökkum þeim sem mættu.

23 apr. 2013
Fjarðará í Hvalvatnsfirði var kynnt í Amaróhúsinu í gærkveldi í vetrarstarfi stangveiðifélaganna SVAK,Flúða og Flugunnar.

17 apr. 2013
Þá er komið að því að kynna Fjarðará í Hvalvatnsfirði fyrir stangveiðimönnum en hún verður kynnt á mánudaginn kemur 22.apríl kl 20 í Amaróhúsinu í samstarfi við Veiðivörur.is.17 apr. 2013
Aðalfundur Stangaveiðifélags Akureyrar verður haldinn þriðjudaginn 23.apríl kl 20 í Zontahúsinu Aðalstræti 54 A.

14 apr. 2013
Á morgun mánudagskvöld 15.apríl ætla þeir félagar í Veiðivörur.is að vera með kynningu á veiðiferðum erlendis þar á meðal til Grænlands og Canada og munu m.a sýna myndbönd frá þessum stöðum. Góður aflsláttur er á þessum ferðum núna.11 apr. 2013
Hofsá í Skagafirði er nú komin í forsölu til félagsmanna SVAK. Stjórn SVAK gerði nýlega nýjan leigusamning við veiðifélag Hofsár til 5 ára sem er enduruppsegjanlegur að tveimur árum liðnum en eftir það árlega.


10 apr. 2013
Á morgun fimmtudaginn 11apríl kl 18:00 munu félagsmenn SVAK geta tryggt sér veiðileyfi í Svarfaðardalsánni fyrir sumarið.

09 apr. 2013

Aðalfundur SVAK verður haldinn þriðjudaginn 23. apríl 2013, kl. 20:00 og verður staðsetning auglýst síðar.
Flestir úr núverandi stjórn gefa kost á sér til áframhaldandi setu að einum undanskildum.


04 apr. 2013
Hofsá í Skagafirði á sér fastan hóp aðdáenda meðal stangveiðimanna. Þar á meðal er Ármann Helgi Guðmundsson en hann ætlar að kynna þessa skemmtilegu á fyrir okkur næsta mánudag 8.apríl. Stangveiðifélag Akureyrar hefur haft þessa á á leigu síðan 2008 og svo verður áfram.

04 apr. 2013

Veiðileyfi fyrir sumarið 2013 í fjarðará


03 apr. 2013
Hörgá er nú komin inná söluvef SVAK. Sú nýbreytni er í ár að svæði 1 og 2 opna 1.maí í stað 20. maí eins og verið hefur undanfarin ár.

03 apr. 2013
Veiðisvæðin Hraun og Syðra-Fjall í Laxá í Aðaldal hafa verið í umboðssölu hjá SVAK í nokkur ár. Nú eru þessi flottu urriðasvæði komin inná á söluvefinn okkar og byrja á því að fara í forsölu til félagsmanna til 20.apríl.

03 apr. 2013
Fjarðará í Ólafsfirði er nú komin í almenna sölu inná söluvef svak.is. Ennþá er hægt að næla sér í daga í þessari vinsælu á.

31 mar. 2013
Um leið og við óskum stangveiðimönnum gleðilegra páska,viljum við minna á að ekkert vetrarstarf verður á annan í páskum. En það eru sjálfsagt einhverjir sem eru að fara að bleyta færin á morgun og óskum við þeim ánægjulegra stunda á bakkanum.

26 mar. 2013

Næstu daga mun veiðileyfasala í Hörgá fara af stað. Sú nýjung verður í ár að áin opnar 1. maí með sjóbirtingsveiði í huga.

Hér er einnig er hægt að skoða veiðitölur frá árinu 2012.


19 mar. 2013
Dr. Stefán Óli Steingrímsson mætti í Amaróhúsið í gærkveldi og fræddi veiðimenn um óðalsatferli og stofnvistfræði ungra laxfiska en hann hefur stúderað þessi fræði um árabil bæði hér á landi og í Kanada. Þegar atferli laxfiska er skoðað spá menn í ýmsa hluti allt frá fæðuöflun til sporðsláttartíðni. Einhverjir vildu meina að þetta hafi verið nördakvöld með meiru.

14 mar. 2013
Við teljum niður fyrir næsta mánudagskvöld en þá mætir enginn annar en Doktor Stefán Óli Steingrímsson á Eyrina og flytur okkur fyrirlestur sem hann kallar; "Óðalsatferli og stofnvistfræði ungra laxfiska". Titillinn segir allt sem segja þarf, það verður enginn svikinn af þessu kvöldi.

12 mar. 2013
Vel var mætt á vetrarstarf stangveiðifélaganna í gær en á fjórða tug veiðimanna hlýddu á pistla kvöldsins. Þóroddur Sveinsson var með áhugaverðan pistil um rafrænar veiðibækur og kosti þeirra. Hann talaði einnig um þá tegundabreytingu sem orðið hefur á veiðinni í Hörgá sl ár með áherslu á urriðann. Á eftir stigu Svarfdælingar í pontu og voru með lifandi og skemmtilegar veiðistaðalýsingar úr Svarfaðardalsá. Þar fór fremstur í flokki Gunnsteinn Þorgilsson frá Sökku en honum til aðstoðar var Gunnar Guðmundsson fluguveiðimaður sem þekkir ána mjög vel.

08 mar. 2013
Þóroddur Sveinsson úr veiðifélagi Hörgár flytur fyrirlestur um breytingar á tegundasamsetningu veiðinnar í Hörgá undafarin ár með áherslu á urriðann. Einnig ætlar hann að ræða þýðingu rafrænna veiðibóka fyrir veiðimenn. Að því loknu mun Gunnsteinn Þorgilsson frá Sökku í Svarfaðardal segja okkur allt sem við viljum vita um Svarfaðardalsána en nú fer að styttast í að hún fari í forsölu á söluvef SVAK. Með honum verður Gunnar Guðmundsson fluguveiðimaður sem er vel kunnugur víða í ánni.

04 mar. 2013
Fyrirhuguðum pistlum um Hörgá og Svarfaðardalsá sem vera áttu í kvöld, 4.mars í Amaróhúsinu hefur verið frestað vegna veðurs. Stefnum á að hafa þá næsta mánudag 11.mars kl 20. Hnýtingakvöldið sem auglýst var þá fellur niður.

03 mar. 2013
Hér er yfirlit yfir dagskrána sem eftir lifir í vetrarstarfi veiðifélaganna SVAK, Flúða og Flugunnar.

03 mar. 2013
Kastdagur verður haldinn 3.mars í íþróttahúsinu á Svalbarðseyri í samstarfi við Veiðivörur.is. Enginn annar en Pálmi Gunnarsson verður á svæðinu sem leiðbeinandi. Allir velkomnir.

27 feb. 2013
Mánudaginn 4.mars mun Þóroddur Sveinsson halda fyrirlestur um breytingar á tegundasamsetningu veiðinnar í Hörgá undafarin ár með áherslur á urriðann. Einnig ætlar hann að ræða þýðingu rafrænna veiðibóka fyrir veiðimenn.

21 feb. 2013
Hnýtingarnámskeiðið á laxaflugum sem fara átti fram 25. febrúar fellur niður. Í staðinn ætlum við að halda opið hús fyrir fluguhnýtara til að koma með græjurnar sýnar og hnýta flugur í góðum félagskap. 

18 feb. 2013
Glæsilegur fyrirlestur og fræðslu kvöldi hjá Erlendi Steinari á vetrarkvöldi Svak,Flúða og Flugunar.

14 feb. 2013
Ágætu félagsmenn ! Við höldum nú áfram að stytta okkur stundir fram að veiðitímanum með vetrarstarfi stangveiðifélaganna SVAK, Flúða og Flugunnar. Að þessu sinni ætlar Erlendur Steinar Friðriksson fyrrverandi formaður SVAK og bleikjuspekulant með meiru að segja okkur allt sem við viljum vita um þann ástsæla fisk bleikjuna.

10 feb. 2013
Hnýtinganámskeið SVAK og verslunarinnar Veiðivörur.is heldur nú áfram en á morgun mánudag 11/2 mun Valdimar Friðgeirsson halda áfram kennslu á hnýtingum silungaflugna með áherslu á straumflugur. 8 manns mættu á síðasta námskeið sem haldið var fyrir tveimur vikum. Þriðja námskeiðið verður haldið 25.febrúar n.k en þá verða teknar fyrir laxaflugur. Hægt er að athuga með laus pláss á þessi hnýtinganámskeið hjá Veiðivörum.is. Námskeiðin eru haldin í Amaróhúsinu og hefjast kl 20.

06 feb. 2013
Vetrarstarf stangveiðifélaganna SVAK, Flúða og Flugunnar hélt áfram s.l mánudag. Ragnar Hólm leiddi menn í allan sannleikann um hvernig krækja eigi í sjóbleikju í Ólafsfjarðaránni en SVAK og Flugan eru leigutakar að ánni. Ánni er skipt í tvö svæði og er veitt á tvær stangir á hvoru svæði. Aðeins eru seldir heilir dagar og eru svæðaskipti á vaktaskiptum. Forsala í Ólafsfjarðará hófst s.l mánudagsmorgun en almenn sala í ána hefst 1.apríl.

02 feb. 2013
Okkur langaði bara að minna ykkur á vetrarstarfið n.k mánudag 4/2 en þá kynnir Ragnar Hólm Ragnarsson Ólafsfjarðará og Flugumenn Hölkná í Þistilfirði.

30 jan. 2013
Forsalan í Ólafsfjarðará hefst á mánudagsmorgun 4.febrúar 2013 með eftirfarandi úthlutunarreglum:

28 jan. 2013

Í kvöld fór fram fluguhnýtingarnámskeið þar sem einblínt er á silungsflugur. Námskeiðið er haldið af Svak og Veiðivörur. Námskeiðið er í tveimur hlutum og voru púpurnar teknar fyrir í völd, en í seinni hluta námskeiðsins mun vera farið í streamera.


27 jan. 2013
Vetrarstarf SVAK, Flúða og Flugunnar heldur nú áfram. Að þessu sinni verður boðið uppá hnýtinganámskeið fyrir byrjendur. Námskeiðið fer fram í Veiðivörum.is í Amaróhúsinu og hefst kl 20.

25 jan. 2013
Guðni Guðbergsson fiskifræðingur hjá Veiðimálastofnun hélt fyrirlestur á vegum SVAK, Flúða og Flugunnar s.l mánudag en það var fyrsti dagskrárliður í vetrarstarfi félaganna.

15 jan. 2013

Þá er loksins komið að því!! 

Vinsælu og skemmtilegu vetrarkvöld Svak hefjast 21janúar.

Boðið verður uppá skemmtilega og fjölbreytta dagskrá þessi fjölmörgu kvöld vetrarins eins og vanalega, og mun aðalgestur fyrsta kvöldsins vera engin annar en Guðni Guðbergsson hjá veiðimálastofnun.

Guðni ætlar að fara yfir helstu niðustöður veiðisumarsins 2012 og jafnvel að "spá" aðeins í komandi veiðisumar.

 

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.