Fréttasafn

Fréttir Svak frá stofnun félagsins22 des. 2012

Ágætu félagar.

Bestu óskir um gleðilega jólahátíð og fengsæld á komandi veiðiári. Þökkum góð samskipti á árinu sem er að líða.


23 okt. 2012

Nú fer hver að verða síðastur að skila inn veiðitölum í rafrænu veiðibókina hjá SVAK


21 okt. 2012
Laxveiðitímabili ársins 2012 er nú lokið og eru veiðitölur víða daprar. Landssamband Stangveiðifélaga hélt málþing nýlega þar sem menn spáðu í spilin hvað varðar hrunið í laxveiðinni. Á meðal fyrirlesara voru þeir Guðni Guðbergsson og Sigurður Már Einarsson fiskifræðngar hjá Veiðimálastofnun.

10 okt. 2012
Staða stangaveiði á Íslandi

Landssamband Stangaveiðifélaga hefur ákveðið að halda opið málþing um stöðu stangaveiði á Íslandi að Grand Hotel Reykjavík laugardaginn 13. október nk. kl. 14:00 – 17:00.


23 sep. 2012
Nú fer að styttast í að síðustu svæðin í Hörgánni loki en þau eru opin út þennan mánuð. Formaður SVAK hefur tekið ástfóstri við svæði 3 í fyrrnefndri á. Ekki að ástæðulausu.

25 ágú. 2012

Veiðin heldur áfram að vera góð í Fjarðará í Hvalvatnsfirði og komu 18 fiskar á land þann 22.ágúst.

Veiðin hefur verið jöfn og þétt í allt sumar og má meðal annars nefna að 24 fiskar voru merktir í veiðibók þann 18.ágúst.

Nú er farið að styttast í annan endan á veiðitímabilinu þannig að veiðimenn ættu að skoða dagatalið því ekki er almennilegt veiðisumar nema hafa farið eina ferð í Fjarðará í Hvalvatnsfirði.

Til að sjá veiðibók fyrir Fjarðará smelltu hér http://www.svak.is/veidibok/tolur/veidibok.asp?svaedi=Fjarðará&ar=2012

 

Til að skoða laus veiðileyfi smelltu hér http://www.svak.is/default.asp?content=sidur&pId=33&svaedi=Fjarðará


24 ágú. 2012
Skemmtileg grein um Urriðann í Hörgá

23 ágú. 2012
Sæl verið þið. Valdimar heiti ég og mig langar að segja ykkur smá veiðisögu þegar ég fór í Hörgá svæði 2 þann 18.ágúst 2012.

 

20 ágú. 2012
4 stangir eru til sölu í Ólafsfjarðará á miðvikudaginn 22.ágúst. Seljast saman eða í sitt hvoru lagi. Upplýsingar gefur Hinrik í síma 897-7896. Mjög góð veiði hefur verið í Ólafsfjarðará uppá síðkastið.

13 ágú. 2012
Fleiri dagar í Mýrarkvísl eru nú komnir í sölu hjá SVAK. Um er að ræða tímabilið 3-21.september. Góður afsláttur er af þessum leyfum. Að þessu sinni ákváðum við að selja leyfin á öðru formi en verið hefur þ.e.a.s að nú er hægt að kaupa 1 stöng í hálfan dag.Vonum við að það falli í góðan jarðveg. Nánari upplýsingar má finna á söluvef okkar.

12 ágú. 2012
Arnar Gunnarsson stjórnarmeðlimur í SVAK brá sér í Hofsá í Skagafirði fyrir nokkru ásamt sonum sínum og varð ekki fyrir vonbrigðum. Við gefum kappanum orðið;

11 ágú. 2012
Vorum að fá fréttir frá veiðiklónum Matta og félögum sem stöldruðu við í Norðurá í Skagafirði einn fyrripart fyrir nokkrum dögum síðan.

31 júl. 2012
Það má með sanni segja að henni Guðrún Kristófersdóttir hafi tekist að fanga augnablikið þegar hún náði þessari flottu mynd af stökkvandi sjóbleikju á svæði 5a í Hörgá síðastliðinn sunnudag. Nú þegar Ólympíuleikarnir eru í hámarki, spyr maður sig hvað þessi bleikja hefði fengið mörg stig fyrir hæð og stökkstíl.

30 júl. 2012

Nú þegar besti bleikjuveiðitíminn er að ganga í garð heyra menn meira og meira um fína bleikjuveiði og voru okkur að berast myndir af glæsilegum bleikjum úr Hörgá.


27 júl. 2012

Við viljum koma á framfæri leiðréttingu á seinustu frétt sem við gerðum. Þar var sagt að Ragnar Hólm hefði sett í 25 bleikjur þann 20.júlí síðastliðinn.

Rétt er að aflinn var veiddur á 4 stangir og kemst sú leiðrétting hér með til skila.

Við biðjumst velvirðingar á þessum misskilningi.

kveðja, Stjórn Svak.


25 júl. 2012
Góð veiði hefur verið í Ólafsfjarðará það sem af er veiðitímabilinu og má meðal annars nefna að Ragnar Hólm Ragnarsson og veiðifélagar  hans settu í 25 bleikjur 20.júlí síðastliðinn á 4 stangir.

23 júl. 2012

Mjög góð bleikju veiði hefur verið á svæðum S.V.A.K það sem af er sumri og hefur Svarfaðardalsá ekki verið nein undantekning frá því.

En veiðimenn sem voru við veiðar í ánni þann 17júlí veiddu ekki einungis vel af bleikju heldur lentu í skemmtilegu atviki sem gefur til kynna hversu urriði getur verið ótrúlega gráðugur ránfiskur.


19 júl. 2012
Tveir veiðimenn veiddu 20bleikjur á einum degi í Fjarðará-Hvalvatnsfyrði

17 júl. 2012

Nánast allt var orðið uppselt í Ólafsfjarðará en nú var rétt í þessu að detta inn óvænt nokkrir dagar til sölu á vefnum, fyrstur kemur fyrstur fær.


15 júl. 2012
Bægisárhylur hefur verið að gefa marga fiska síðan byrjað var að veiða á svæði 5a.

12 júl. 2012

Góð veiði hefur verið í svarfaðardalsá á svæðum 1 og 2 það sem af er sumri.

Má nefna að Finnbogi Jónsson setti í 18 fiska á þeim herrans degi 17 júní.

Fyrir stuttu bárust okkur fregnir af mjög góðri veiði á svæði 2.


25 jún. 2012

Mikið líf á Hrauni og Syðra Fjalli

Veiðimenn sem voru á Hrauni og Syðra Fjalli gerðu heldur betur góða veiði á dögunum.


19 jún. 2012

SVAK bíður nú eins og í fyrra daga í Norðurá í Skagafirði.

Norðurá í Skagafirði er frábær silungsveiðiá þar sem menn gera oft mikla bleikju veiði.

 


18 jún. 2012

Fyrsti laxinn í Mýrarkvísl er komin á land.

Sem þykir nokkuð snemmt fyrir Mýrarkvísl, en fyrsti laxinn í fyrra kom þó á land á svipuðum tíma eða um 20júní

 


15 jún. 2012

Nú hafa bæst við fleiri júní og júlí dagar í sölu hjá SVAK

Veiðin hefur gengið vel það sem af er sumri og því gaman að geta boðið uppá fleiri daga á þessu annars glæsilega svæði.


14 jún. 2012

Mjög svo áhugaverðir laxveiðidagar í Mýrarkvísl voru að detta inn í vefsölu.

Um er að ræða eins og hálfs daga holl á besta tíma og á frábærum verðum fyrir félagsmenn SVAK


06 jún. 2012
Veiðiskóli SVAK hefst nú um helgina.  Þetta er 4. árið sem hann er starfræktur og er umfangið nú meira en nokkru sinni.  
Í sumar verða 5 námskeið í boði, sem verða endurtekin nokkrum sinnum eftir þörfum og er þegar búið að teikna upp 25 skipti.  
7 kennarar verða við skólann í sumar,  allt þrautreyndir veiðimenn.


Nú þegar er búið að skipuleggja:
-Unglinganámskeið
-Veiðinámskeið fyrir byrjendu
-Flugukast fyrir byrjendur einhenda
-Tvíhendunámskeið
-Lærðu á ánna - boðið uppá veiði í ám með vönum veiðimönnum

06 jún. 2012

Skemmtileg nýjung fyrir veiðimenn Svarfaðardalsár.

Matur,gisting eða leiðsögn

 


05 jún. 2012

Veiði í Svarfaðardalsá.

Okkur var að berast myndir af fallegum fiskum úr Svarfaðardalsá.


01 jún. 2012

Sumarið er tíminn og sumarið virðist vera komið.

Það virðist vera að þeir sem leggji leið sína á Hraun, Syðra Fjall og Engey þessa dagana verði ekki fyrir vonbrigðum. En svæðið virðist vera fullt af fiski.


25 maí 2012

Hraun, syðra-Fjall og Engey er veiðisvæði sem félagsmönnum svak ætti að vera vel kunnugt.

Veiðifélagar sem kalla sig Mokveiðifélagið skrapp í dalinn í gær, við fengum senda frétt frá einum þeirra félaga Þorsteini Frímanni Guðmundssyni þess efnis að þeir félagar hafi farið í nokkra tíma í gærkveldi á Hraun svæðið og heldur betur lent í skemmtilegri veiði.

 


23 maí 2012
Sumarið er ekki alveg komið í Aðaldalinn, en væntanlega er það rétt handan við hornið. Við skruppum 4 saman og opnuðum Hraunssvæðiði í Laxá sunnudaginn 20. maí. Ákváðum að vera bara seinni vaktina, enda næturhiti réttu um frostmark en spáð ágætum hita eftir hádegi.


18 maí 2012
Lifandi Leiðsögn um Fjarðará í Hvalvatnsfyrði

17 maí 2012

Þá er ein af okkar náttúruperlum Fjarðará í Fjörður komin í almenna sölu.

 


17 maí 2012

I nokkur ár hafa veiðimenn á Eyjafjarðarsvæðinu gælt við hugmyndina um að lengja veiðitímabilið á svæðinu.


14 maí 2012

SVAk býður upp á glæsilegt 8 daga veiðikort á Hrauni,Syðra Fjalli og Engey.


09 maí 2012

Svak býður félagsmönnum uppá flotta laxveiðidaga í Mýrakvísl í júlí


06 maí 2012
Síðasti viðburður vetrarstarfsins verður mánudaginn 7.mai kl. 20:30 á Lindu-steikhús að Hvannavöllum 14.
ATH breyttan tíma... 20:30
Þar ætlum við að hittast og spjalla um Fnjóská. Við skoðum myndir, stúderum veiðistaði, rýnum í veiðitölur og skiptumst á reynslusögum.
Á síðasta ári var fullt hús (60 manns) á Fnjóskárkynningunni og þótti hún takast afar vel, því brugðum við á það ráð að vera nú stærra í húsnæði.

Sjáumst sem flest á þessu síðasta viðburði vetrarstarfsins.

30 apr. 2012
Það styttist í að veiði hefjist í Hörgánni,  leyfin eru nú komin í vefsölu en fyrst um sinn geta aðeins SVAK-félagar og landeigendur keypt leyfin.  Fljótlega verður opnað fyrir aðra.  Laus leyfi má sjá hér .  Upplýsingar um ánna eru hér.   þar er einnig að finna leiðsagnarmyndbönd um Hörgá en þau vöktu mikla lukku síðasta sumar.  Leyfin er á verðbilinu 2.500 - 5.000 kr dagurinn.  Algeng ársveiði í Hörgá er vel yfir 1.000 fiskar. 

30 apr. 2012

Ákveðið hefur verið að Fnjóskárkynningin fari fram n.k. mánudag, 7. maí.  kl. 20:00 á Lindu-steikhús.
Þaulreyndir Fnjóskárfræðingar fjalla um flesta veiðistaðina.  Nefndir hafa verið til sögunnar Bessi Skírnis, Guðmundur Gunnars, Ingvar Karl, Friðgeir Valdimars, Jónas í Veiðivörur og Olgeir Haralds, en það kemur í ljós á mánudaginn.   Á síðasta ári var fullt hús (60 manns) á Fnjóskárkynningunni og þótti hún takast afar vel, því brugðum við á það ráð að vera nú stærra í húsnæði.


30 apr. 2012

Svarfaðardalsá er nú komin í vefsöluna.  Fyrst um sinn geta aðeins félagsmenn keypt, en um miðjan mai er opnað fyrir aðra.  Svarfaðardalsá er góður kostur, að meðaltali veiðast þar um 1.000 fiska á ári og stærstu fiskarnir oft 8-10 pund.  Leyfin eru mjög ódýr eða 2.400-4.000 dagurinn fyrir félagsmenn. 
Lausa daga má skoða hér og hér má lesa nánar um ánna, meðal annars veiðigreiningu.


29 apr. 2012

-Fnjóskárkynningin sem vera átti mánudaginn 30. apríl fellur niður-
 Nýr tími auglýstur síðar
Frestunin er vegna fjölda áskorana - en einhver voða mikilvægur sparkboltaleikur útí heimi verður sýndur í sjónvarpi á sama tíma og tókst ekki að fá honum frestað.
Sennilega verður Fnjóskárkynningin 7. maí - en það verður auglýst síðar


26 apr. 2012

Þann 3. maí næstkomandi verður kvöld helgað veiðisvæðunum í Laxárdal og Mývatnssveit haldið á Akureyri.


24 apr. 2012

Erlendur Steinar Friðriksson fráfarandi formaður SVAK var flottur í þættinum Að norðan á N4 í dag.


22 apr. 2012
Vetrarstarf SVAK, Flugunnar og Flúða heldur nú áfram. Á morgun 23/4 spáum við í bleikjustofninn í Eyjafirðinum, skoðum veiðitölur, veltum fyrir okkur hvort stofnar séu að minnka og hvort og hvernig við því þurfi að bregðast. Pollurinn og veiðar á honum gæti líka komið til umræðu.

20 apr. 2012

Aðalfundur SVAK var haldin s.l. þriðjudagskvöld.  Miklar breytingar urðu á skipan stjórnar og komu 5 nýjir inn í  7 manna stjórn.  Nýr formaður var kjörinn, Guðrún Una Jónsdóttir og er hún 3. formaður félagins.  Aðrir nýjir í stjórn eru Sævar Örn Hafsteinsson, Jón Sveinbjörn Vígfússon, Arnar Þór Gunnarsson, Valdimar Heiðar Valsson.  Áfram verða í stjórn: Jón Bragi og Halldór Ingvason.


15 apr. 2012

Aðalfundur SVAK verður haldinn þriðjudaginn 17. apríl 2011, kl. 20:00 á kaffi Amor efri hæð.


10 apr. 2012
JOAKIM´S ehf verður með kynningu og sölu á fluguveiðivörum á Akureyri laugardaginn 14.apríl á Oddvitanum Strandgötu 53 frá kl.13 til 17:00.
Mörg góð tilboð í gangi á flugustöngum bæði einhendum og tvíhendum, hjólum, línum, taumaefni,
sökkendum, vöðlum, hjólatöskum, háfum, veiðivestum, fluguboxum, krókum, kúlum, keilum og
fleiru.

02 apr. 2012

Aðalfundur SVAK verður haldinn þriðjudaginn 17. apríl 2011, kl. 20:00. 
Nokkrar  breytingar verða á stjórn félagsins því aðeins tveir úr fyrri stjórn gefur kost á sér til áframhaldandi setu.

Auglýst er eftir framboðum (eða tillögum) til stjórnar (4), varastjórnar (1) og formanns stjórnar. Framboðum skal skila til stjórnar 7 dögum fyrir aðalfund (10. apríl).


01 apr. 2012

Mörgum þykir handónýtt að kasta flugunni beint af augum út á endalaust yfirbörð stöðuvatna.
Hvar liggur fiskurinn? Hvernig er hægt að finna fisk í risastóru stöðuvatni?
Ragnar Hólm segir frá reynslu sinni af vatnaveiði:
Hvaða flugur er best að nota við hvaða skilyrði? 
Hvar er líklegt að fiskurinn haldi sig? 
Hvernig "les" maður stöðuvatn?

Mánudagur 02.04 kl. 20:00 í Amaróhúsinu.
Við minnum á tilboð veiðikortsins til svakfélaga-sjá hér


29 mar. 2012
Búið er að draga út vinningshafa úr hópi veiðimanna sem skráðu afla sinn í rafræna veiðibók Hörgár s.l ár hér á síðunni. Þeir heppnu eru: Jón Haukur Sverrisson, Ármann Helgi Guðmundsson og Atli Rúnarsson og fær hver þeirra einn frían veiðidag í Hörgá.


25 mar. 2012

Á að veiða og sleppa eða á að sleppa því að sleppa?  Þórólfur Antonsson tók saman langtímagögn úr 3 Vopnfirskum ám til að leita orsaka mismunandi veiði í þeim.   Meðal ályktana sem hann dregur af þeirri samantekt er að mögulega sé til ákveðinn kjörfjöldi af hrygningarfiski og því geti verið til óþurftar að sleppa fiski í góðum árum.   Hann mætir á vetrarstarf veiðimanna og flytur erindi þar...


15 mar. 2012

Virkjanahugmyndir í neðri hluta Þjórsár eru víða til umræðu.  Sem hluti af rammaáætlun á borði ríkistjórnar og alþingis, sem hluti af framkvæmdaáætlun Landsvirkjunar.  Fyrirliggur að virkjunin mun verða einum stærsta villta laxastofni á Íslandi mikil ógn. (Sjá hér)  Orri Vigfússon og NASF hafa látið sig málið varða, meðal annars með greinaskrifumráðstefnuhaldi, (upptaka) og nýstárlegum hugmyndum um nýtingu Þjórsár.    Orri hefur tekið saman nokkra athyglisverða púnkta um áhrif virkjana á laxastofnana og um matsferli áhrifanna. 


14 mar. 2012
Við minnum enn og aftur að RISE-hátiðina. Hún var jú fyrirhuguð um síðustu helgi en vegna vályndra veðra frestaðist hún um viku. Önnur tilraun verður því gerð næsta sunnudag (18.3 kl. 20:00) á Sportvitanum. Miðar eru til sölu hér á svak og í veidivorur.is. Sjá viðtal á N4 með því að smella á meira.

12 mar. 2012
"Meginstefna Veiðimálastofnunar varðandi fiskrækt með seiðasleppingum er að þær skuli ekki gerðar án rökstuddrar þarfagreiningar og mati á ávinningi og áhættu. Þar skal velferð fiskstofnanna til framtíðar höfð að leiðarljósi. Við mat á fiskræktaráætlunum skal vísa til varúðarreglu þegar óvissa ríkir og þá á náttúran að njóti vafans."

11 mar. 2012

Ágætu veiðimenn  -  Ekki gleyma:

  • Vetrarstarfi veiðimanna mánudaginn 12.3. kl. 20:00 í Amaróhúsinu. Sjá nánar hér
    Þar verður Kristinn Ólafur Kristinsson með athyglisvert erindi um rannsókn í Laxá. Sjá nánar hér
  • Rise-hátiðinn sunnudagskvöldið 18.3 - (var frestað um viku vegna veðurs)  sjá nánar hér

 


05 mar. 2012
Í kvöld hélt Hermann Bárðarson kynningu á Hrauni og Syðra-Fjalli í Laxá í Aðaldal í Amaróhúsinu. Um 20 manns mættu á kynninguna sem var afar áhugaverð. Þarna gefst félagsmönnum í SVAK tækifæri að komast í flotta urriðaveiði fyrir tæpar 8000 kr á dag sem hlýtur að teljast ódýrt á svo flottu veiðisvæði á þessum síðustu og verstu tímum.

03 mar. 2012
Vetrarstarf SVAK,Flúða og Flugunnar heldur áfram í samstarfi við Veiðivörur.is í Amarohúsinu.

28 feb. 2012

Við viljum minna á að miðasalan er hafin á RISE Fluguveiði kvikmyndahátíðina. Sýningin á Akureyri fer fram þann 11. mars næstkomandi á Sportvitanum Strandgötu og hefst kl. 20:00.  


26 feb. 2012
Mánudagskvöldið 27/2 kl 20 standa SVAK, Flugan og Flúðir fyrir kynningu á Hofsá í Skagafirði og Ólafsfjarðará. Ármann H Guðmundsson og Arnar Þór Gunnarsson sjá um kynninguna á Hofsá og Guðmundur Ármann Sigurjónsson mun kynna Ólafsfjarðarána. Erum í Amaróhúsinu í samstarfi við verslunina Veiðivörur.is. Allir velkomnir, kostar ekki krónu og alltaf heitt á könnunni.

21 feb. 2012

Nýliðun bleikjuseiða í Eyjafjarðará er á uppleið og heildarþéttleiki flestra árganga bleikjuseiða í seiðamælingum haustið 2011 mældist meiri en áður hefur komið fram. Líklegt er að aukinn seiðaþéttleika megi rekja til aukinnar hrygningar í kjölfar veiðitakmarkana.


19 feb. 2012
Þóroddur Sveinsson og Gunnlaugur Sigurðsson (eða einhver á hans vegum) þekktir veiðirefir úr Hörgá og Svarfaðardalsá kíkja í heimsókn og leiða okkur í allan sannleikann um þessar veiðiperlur. Erum í Amaróhúsinu fyrir utan Veiðivörur.is . Allir velkomnir-kostar ekkert og alltaf heitt á könnunni.

18 feb. 2012

Kominn er út bæklingur um á að giska 40 veiðivötn á Skagaheiði. Sagt er stuttlega frá hverju vatni, hvernig silunga er að finna í þeim, aðgengi að þeim og hvar veiðileyfi fást. Myndir eru birtar af vötnunum og í bæklingnum er einnig að finna gott kort af svæðinu. Bæklinginn unnu Sigurður Sigurðarson og Róbert F. Gunnarsson og er útgáfan styrkt af Ferðamálastofu.


16 feb. 2012

Fyrirhugað er að halda námskeið í fluguhnýtingum ef næg þáttaka fæst. Námskeiðið er haldið á þremur kvöldum, mánudags- til miðvikudagskvöld frá 19:30 - 22:30 eða eftir samkomulagi. Námskeiðið kostar 12.000 en félagsmenn í SVAK greiða 10.000.


13 feb. 2012
Í kvöld, mánudaginn 13. febrúar kl. 20:00 í Amaróhúsinu:
Kafara-Bíó..
Erlendur Guðmundsson kafar undir yfirborðið og sýnir okkur myndir og myndbönd af fiskum.

10 feb. 2012
Einn liðurinn í Éljagangi er dorgveiðiferð á Ljósavatn,  laugardaginn 11. febrúar 9.00 til 15.00
Akstur frá Akureyri að Ljósavatni er um 30 mín. Í Ljósavatni veiðast bæði vænir urriðar og ljúffeng bleikja. Ferðin kostar 5.000 kr. pr. mann og er það með akstri til og frá vatni.  Lágmarksfjöldi er átta manns í einu.
Möguleiki á að útvega dorgveiðistangir – takmarkað magn.

08 feb. 2012

fer fram þann 11. mars n.k.á Sportvitanum Strandgötu og hefst kl. 20:00. Húsið opnar kl. 19.30 í síðasta lagi og hægt verður að kaupa sér þær veitingar sem til sölu eru á staðnum. Hægt er að reikna með að sýningin taki um það bil 2 klukkustundir með hléum.


Miðasala fer fram á heimasíðu Stangveiðifélags Akureyrar svak.is og er miðaverð kr. 1.700,-
ATH - vefsalan opnar mánudaginn 13. febrúar - Miðana sjálfa þarf svo að sækja í veidivorur.is í Amarohúsinu. 


08 feb. 2012

Það var ánægjulegt að sjá hversu margir mættu til að hlýða á Þröst Elliðason sl mánudagskvöld.  Ríflega 30 manns mættu og fylgdust með erindi Þrastar um Jöklu og sögu ræktunarstarfs hans í mörgum ám. 

 Við minnum á að næsta mánudag ætlar Erlendur Guðmundsson kafari að vera með myndasýningu (og myndbanda) úr köfunarferðum sínum í veiðiár víða um land.  Hann var með mjög erftirminnilega kynningu fyrir um 3 árum og er sjálfsagt kominn með mikið af nýju efni.


06 feb. 2012

Nú er allra síðasta tækifæri til að ná gistingu í Hofsá á lága verðinu.  Síðar í vikunni tvöfaldast gistingin í verði.  Við tókum saman veiðina í Hofsá eftir dögum og settum á mynd sem má skoða með því að fara í meira hér neðar - kannski hjálpar það mönnum að velja veiðidag.  Það ber að hafa í huga þegar þessi mynd er skoðuð að ástundun árinnar er með minnsta móti.   T.d. hefur 24. ágúst ekki selst í þessi 4 ár sem SVAK hefur haft ánna:)
Lítið er orðið eftir af dögum í Ólafsfjarðará, opnað verður fyrir kaup utanfélagsmanna í vikulokin.  Þar sem félagsmenn hafa haft rúman tíma til að kaupa daga hefur nú verið aflétt hömlum sem voru á fjölda keyptra daga á mann. 


05 feb. 2012

Þröstur Elliðason fjallar um ræktunarstarfið í Rangánum, Breiðdalnum og Jöklu.  Hann segir einnig frá Jöklu sem veiðiá.     
Vetrarstarf veiðimanna, mánudagskvöld 6. febrúar kl. 20:00 í Amarohúsinu.
 Allir velkomnir – kostar ekkert – heitt á könnunni


02 feb. 2012

Veiðikortið 2012 er komið út. Kortið hefur notið aukinna vinælda undanfarin ár enda frábært að geta veitt í 37 vötnum vítt og breitt um landið fyrir aðeins kr. 6.000.- 
Félagsmönnum í SVAK býðst að kaupa kortið á enn betra verði eða aðeins kr. 4.800.


31 jan. 2012
S.l. sunnudag var haldið dorgveiðimót á vegum veidivorur.is austur á á Kringluvatni.
Gott veður var, 7 gráðu hiti og hægur andvari en þrátt hlýindin var ísinn um 40-50 cm þykkur.  Jafnan er miðað við að hann þurfi að vera um 30 cm til að vera mannheldur.

26 jan. 2012
Forsalan í Ólafsfjarðará hefst snemma á föstudagsmorgun - 27.01.2012 með eftirfarandi úthlutunarreglum:
Aðeins skuldlausir SVAK-félagar geta keypt leyfi.
Fyrstu vikuna er hverjum félagsmanni aðeins heimilt að kaupa einn veiðidag en stangafjöldi er ekki skilyrtur (1-4 stangir)

21 jan. 2012
Vetrarstarfið hefst nk. mánudag kl. 20:00.  Nokkrar breytingar verða á starfinu í vetur, því SVAK, Flugan og Flúðir standa saman að verkefninu í vetur.  Við köllum það vetrarstarf veiðimanna.  Við flytjum okkur í Amarohúsið þar samstarfsaðili okkar verður veiðibúðin veidivorur.is, sem bjóða uppá aðstöðuna. Dagskráin er birt hér með fyrirvara um breytingar. 

21 jan. 2012

Tilboð á gistingu í Hofsá hefur verið framlengt til mánaðarmóta,  sjá nánar í frétt hér neðar.
Ólafsfjarðará fer í sölu nú í vikubyrjun. 


21 jan. 2012
Nýja veiðivöruverslunin á Akureyri, veidivorur.is stendur fyrir öflugu námskeiðahaldi á næstu mánuðum.  Fluguhnýtingar, Flugukast og Dorgveiði - smellið á "lesa meira" til skoða auglýsinguna frá þeim. 
Verslunin er staðsett í Amarohúsinu og verða fluguhnýtingarnámskeiðin haldin þar. Kastnámskeiðið verður fram á Hrafnagili. 

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.