Ágætu félagar.
Bestu óskir um gleðilega jólahátíð og fengsæld á komandi veiðiári. Þökkum góð samskipti á árinu sem er að líða.
Nú fer hver að verða síðastur að skila inn veiðitölum í rafrænu veiðibókina hjá SVAK
Veiðin heldur áfram að vera góð í Fjarðará í Hvalvatnsfirði og komu 18 fiskar á land þann 22.ágúst.
Veiðin hefur verið jöfn og þétt í allt sumar og má meðal annars nefna að 24 fiskar voru merktir í veiðibók þann 18.ágúst.
Nú er farið að styttast í annan endan á veiðitímabilinu þannig að veiðimenn ættu að skoða dagatalið því ekki er almennilegt veiðisumar nema hafa farið eina ferð í Fjarðará í Hvalvatnsfirði.
Til að sjá veiðibók fyrir Fjarðará smelltu hér http://www.svak.is/veidibok/tolur/veidibok.asp?svaedi=Fjarðará&ar=2012
Til að skoða laus veiðileyfi smelltu hér http://www.svak.is/default.asp?content=sidur&pId=33&svaedi=Fjarðará
Nú þegar besti bleikjuveiðitíminn er að ganga í garð heyra menn meira og meira um fína bleikjuveiði og voru okkur að berast myndir af glæsilegum bleikjum úr Hörgá.
Við viljum koma á framfæri leiðréttingu á seinustu frétt sem við gerðum. Þar var sagt að Ragnar Hólm hefði sett í 25 bleikjur þann 20.júlí síðastliðinn.
Rétt er að aflinn var veiddur á 4 stangir og kemst sú leiðrétting hér með til skila.
Við biðjumst velvirðingar á þessum misskilningi.
kveðja, Stjórn Svak.
Mjög góð bleikju veiði hefur verið á svæðum S.V.A.K það sem af er sumri og hefur Svarfaðardalsá ekki verið nein undantekning frá því.
En veiðimenn sem voru við veiðar í ánni þann 17júlí veiddu ekki einungis vel af bleikju heldur lentu í skemmtilegu atviki sem gefur til kynna hversu urriði getur verið ótrúlega gráðugur ránfiskur.
Nánast allt var orðið uppselt í Ólafsfjarðará en nú var rétt í þessu að detta inn óvænt nokkrir dagar til sölu á vefnum, fyrstur kemur fyrstur fær.
Góð veiði hefur verið í svarfaðardalsá á svæðum 1 og 2 það sem af er sumri.
Má nefna að Finnbogi Jónsson setti í 18 fiska á þeim herrans degi 17 júní.
Fyrir stuttu bárust okkur fregnir af mjög góðri veiði á svæði 2.
Mikið líf á Hrauni og Syðra Fjalli
Veiðimenn sem voru á Hrauni og Syðra Fjalli gerðu heldur betur góða veiði á dögunum.
SVAK bíður nú eins og í fyrra daga í Norðurá í Skagafirði.
Norðurá í Skagafirði er frábær silungsveiðiá þar sem menn gera oft mikla bleikju veiði.
Fyrsti laxinn í Mýrarkvísl er komin á land.
Sem þykir nokkuð snemmt fyrir Mýrarkvísl, en fyrsti laxinn í fyrra kom þó á land á svipuðum tíma eða um 20júní
Nú hafa bæst við fleiri júní og júlí dagar í sölu hjá SVAK
Veiðin hefur gengið vel það sem af er sumri og því gaman að geta boðið uppá fleiri daga á þessu annars glæsilega svæði.
Mjög svo áhugaverðir laxveiðidagar í Mýrarkvísl voru að detta inn í vefsölu.
Um er að ræða eins og hálfs daga holl á besta tíma og á frábærum verðum fyrir félagsmenn SVAK
Skemmtileg nýjung fyrir veiðimenn Svarfaðardalsár.
Matur,gisting eða leiðsögn
Veiði í Svarfaðardalsá.
Okkur var að berast myndir af fallegum fiskum úr Svarfaðardalsá.
Sumarið er tíminn og sumarið virðist vera komið.
Það virðist vera að þeir sem leggji leið sína á Hraun, Syðra Fjall og Engey þessa dagana verði ekki fyrir vonbrigðum. En svæðið virðist vera fullt af fiski.
Hraun, syðra-Fjall og Engey er veiðisvæði sem félagsmönnum svak ætti að vera vel kunnugt.
Veiðifélagar sem kalla sig Mokveiðifélagið skrapp í dalinn í gær, við fengum senda frétt frá einum þeirra félaga Þorsteini Frímanni Guðmundssyni þess efnis að þeir félagar hafi farið í nokkra tíma í gærkveldi á Hraun svæðið og heldur betur lent í skemmtilegri veiði.
Þá er ein af okkar náttúruperlum Fjarðará í Fjörður komin í almenna sölu.
I nokkur ár hafa veiðimenn á Eyjafjarðarsvæðinu gælt við hugmyndina um að lengja veiðitímabilið á svæðinu.
SVAk býður upp á glæsilegt 8 daga veiðikort á Hrauni,Syðra Fjalli og Engey.
Svak býður félagsmönnum uppá flotta laxveiðidaga í Mýrakvísl í júlí
Ákveðið hefur verið að Fnjóskárkynningin fari fram n.k. mánudag, 7. maí. kl. 20:00 á Lindu-steikhús.
Þaulreyndir Fnjóskárfræðingar fjalla um flesta veiðistaðina. Nefndir hafa verið til sögunnar Bessi Skírnis, Guðmundur Gunnars, Ingvar Karl, Friðgeir Valdimars, Jónas í Veiðivörur og Olgeir Haralds, en það kemur í ljós á mánudaginn. Á síðasta ári var fullt hús (60 manns) á Fnjóskárkynningunni og þótti hún takast afar vel, því brugðum við á það ráð að vera nú stærra í húsnæði.
Svarfaðardalsá er nú komin í vefsöluna. Fyrst um sinn geta aðeins félagsmenn keypt, en um miðjan mai er opnað fyrir aðra. Svarfaðardalsá er góður kostur, að meðaltali veiðast þar um 1.000 fiska á ári og stærstu fiskarnir oft 8-10 pund. Leyfin eru mjög ódýr eða 2.400-4.000 dagurinn fyrir félagsmenn.
Lausa daga má skoða hér og hér má lesa nánar um ánna, meðal annars veiðigreiningu.
-Fnjóskárkynningin sem vera átti mánudaginn 30. apríl fellur niður-
Nýr tími auglýstur síðar
Frestunin er vegna fjölda áskorana - en einhver voða mikilvægur sparkboltaleikur útí heimi verður sýndur í sjónvarpi á sama tíma og tókst ekki að fá honum frestað.
Sennilega verður Fnjóskárkynningin 7. maí - en það verður auglýst síðar
Þann 3. maí næstkomandi verður kvöld helgað veiðisvæðunum í Laxárdal og Mývatnssveit haldið á Akureyri.
Erlendur Steinar Friðriksson fráfarandi formaður SVAK var flottur í þættinum Að norðan á N4 í dag.
Aðalfundur SVAK var haldin s.l. þriðjudagskvöld. Miklar breytingar urðu á skipan stjórnar og komu 5 nýjir inn í 7 manna stjórn. Nýr formaður var kjörinn, Guðrún Una Jónsdóttir og er hún 3. formaður félagins. Aðrir nýjir í stjórn eru Sævar Örn Hafsteinsson, Jón Sveinbjörn Vígfússon, Arnar Þór Gunnarsson, Valdimar Heiðar Valsson. Áfram verða í stjórn: Jón Bragi og Halldór Ingvason.
Aðalfundur SVAK verður haldinn þriðjudaginn 17. apríl 2011, kl. 20:00 á kaffi Amor efri hæð.
Aðalfundur SVAK verður haldinn þriðjudaginn 17. apríl 2011, kl. 20:00.
Nokkrar breytingar verða á stjórn félagsins því aðeins tveir úr fyrri stjórn gefur kost á sér til áframhaldandi setu.
Auglýst er eftir framboðum (eða tillögum) til stjórnar (4), varastjórnar (1) og formanns stjórnar. Framboðum skal skila til stjórnar 7 dögum fyrir aðalfund (10. apríl).
Mörgum þykir handónýtt að kasta flugunni beint af augum út á endalaust yfirbörð stöðuvatna.
Hvar liggur fiskurinn? Hvernig er hægt að finna fisk í risastóru stöðuvatni?
Ragnar Hólm segir frá reynslu sinni af vatnaveiði:
Hvaða flugur er best að nota við hvaða skilyrði?
Hvar er líklegt að fiskurinn haldi sig?
Hvernig "les" maður stöðuvatn?
Mánudagur 02.04 kl. 20:00 í Amaróhúsinu.
Við minnum á tilboð veiðikortsins til svakfélaga-sjá hér
Á að veiða og sleppa eða á að sleppa því að sleppa? Þórólfur Antonsson tók saman langtímagögn úr 3 Vopnfirskum ám til að leita orsaka mismunandi veiði í þeim. Meðal ályktana sem hann dregur af þeirri samantekt er að mögulega sé til ákveðinn kjörfjöldi af hrygningarfiski og því geti verið til óþurftar að sleppa fiski í góðum árum. Hann mætir á vetrarstarf veiðimanna og flytur erindi þar...
Virkjanahugmyndir í neðri hluta Þjórsár eru víða til umræðu. Sem hluti af rammaáætlun á borði ríkistjórnar og alþingis, sem hluti af framkvæmdaáætlun Landsvirkjunar. Fyrirliggur að virkjunin mun verða einum stærsta villta laxastofni á Íslandi mikil ógn. (Sjá hér) Orri Vigfússon og NASF hafa látið sig málið varða, meðal annars með greinaskrifum, ráðstefnuhaldi, (upptaka) og nýstárlegum hugmyndum um nýtingu Þjórsár. Orri hefur tekið saman nokkra athyglisverða púnkta um áhrif virkjana á laxastofnana og um matsferli áhrifanna.
Við viljum minna á að miðasalan er hafin á RISE Fluguveiði kvikmyndahátíðina. Sýningin á Akureyri fer fram þann 11. mars næstkomandi á Sportvitanum Strandgötu og hefst kl. 20:00.
Nýliðun bleikjuseiða í Eyjafjarðará er á uppleið og heildarþéttleiki flestra árganga bleikjuseiða í seiðamælingum haustið 2011 mældist meiri en áður hefur komið fram. Líklegt er að aukinn seiðaþéttleika megi rekja til aukinnar hrygningar í kjölfar veiðitakmarkana.
Kominn er út bæklingur um á að giska 40 veiðivötn á Skagaheiði. Sagt er stuttlega frá hverju vatni, hvernig silunga er að finna í þeim, aðgengi að þeim og hvar veiðileyfi fást. Myndir eru birtar af vötnunum og í bæklingnum er einnig að finna gott kort af svæðinu. Bæklinginn unnu Sigurður Sigurðarson og Róbert F. Gunnarsson og er útgáfan styrkt af Ferðamálastofu.
Fyrirhugað er að halda námskeið í fluguhnýtingum ef næg þáttaka fæst. Námskeiðið er haldið á þremur kvöldum, mánudags- til miðvikudagskvöld frá 19:30 - 22:30 eða eftir samkomulagi. Námskeiðið kostar 12.000 en félagsmenn í SVAK greiða 10.000.
fer fram þann 11. mars n.k.á Sportvitanum Strandgötu og hefst kl. 20:00. Húsið opnar kl. 19.30 í síðasta lagi og hægt verður að kaupa sér þær veitingar sem til sölu eru á staðnum. Hægt er að reikna með að sýningin taki um það bil 2 klukkustundir með hléum.
Miðasala fer fram á heimasíðu Stangveiðifélags Akureyrar svak.is og er miðaverð kr. 1.700,-
ATH - vefsalan opnar mánudaginn 13. febrúar - Miðana sjálfa þarf svo að sækja í veidivorur.is í Amarohúsinu.
Það var ánægjulegt að sjá hversu margir mættu til að hlýða á Þröst Elliðason sl mánudagskvöld. Ríflega 30 manns mættu og fylgdust með erindi Þrastar um Jöklu og sögu ræktunarstarfs hans í mörgum ám.
Við minnum á að næsta mánudag ætlar Erlendur Guðmundsson kafari að vera með myndasýningu (og myndbanda) úr köfunarferðum sínum í veiðiár víða um land. Hann var með mjög erftirminnilega kynningu fyrir um 3 árum og er sjálfsagt kominn með mikið af nýju efni.
Nú er allra síðasta tækifæri til að ná gistingu í Hofsá á lága verðinu. Síðar í vikunni tvöfaldast gistingin í verði. Við tókum saman veiðina í Hofsá eftir dögum og settum á mynd sem má skoða með því að fara í meira hér neðar - kannski hjálpar það mönnum að velja veiðidag. Það ber að hafa í huga þegar þessi mynd er skoðuð að ástundun árinnar er með minnsta móti. T.d. hefur 24. ágúst ekki selst í þessi 4 ár sem SVAK hefur haft ánna:)
Lítið er orðið eftir af dögum í Ólafsfjarðará, opnað verður fyrir kaup utanfélagsmanna í vikulokin. Þar sem félagsmenn hafa haft rúman tíma til að kaupa daga hefur nú verið aflétt hömlum sem voru á fjölda keyptra daga á mann.
Þröstur Elliðason fjallar um ræktunarstarfið í Rangánum, Breiðdalnum og Jöklu. Hann segir einnig frá Jöklu sem veiðiá.
Vetrarstarf veiðimanna, mánudagskvöld 6. febrúar kl. 20:00 í Amarohúsinu.
Allir velkomnir – kostar ekkert – heitt á könnunni
Veiðikortið 2012 er komið út. Kortið hefur notið aukinna vinælda undanfarin ár enda frábært að geta veitt í 37 vötnum vítt og breitt um landið fyrir aðeins kr. 6.000.-
Félagsmönnum í SVAK býðst að kaupa kortið á enn betra verði eða aðeins kr. 4.800.
Tilboð á gistingu í Hofsá hefur verið framlengt til mánaðarmóta, sjá nánar í frétt hér neðar.
Ólafsfjarðará fer í sölu nú í vikubyrjun.