Fréttasafn

Fréttir Svak frá stofnun félagsins28 des. 2011

Hofsá - Á næstu dögum opnar vefsalan í Hofsá. ATH - Ekki verður um forúthlutun að ræða, heldur fara dagarnir beint í sölu. Fyrstu vikuna geta aðeins félagsmenn keypt leyfi, en eftir það opnar fyrir aðra.
Fyrirkomulagi við sölu hefur breytt, ekki verður hægt að kaupa stakar stangir heldur eru stangirnar 3 seldar saman. Á móti kemur að verð á leyfum hefur verið lækkað nokkuð.  Leyfin eru seld án veiðihúss, en hægt er að kaupa gistingu í veiðihúsinu í vefsölunni. ATH - Verðið á gistingunni hækkar um 100% fljótlega eftir áramót.


21 des. 2011
Fjórða tölublað Veiðislóðar, tímarits um allrar handa sportveiði og tengd efni, er komið út. Blaðið hefur komið út mánaðarlega síðan í vor og er frítt tímarit sem aðeins er gefið út á Internetinu.

29 nóv. 2011

Stórlaxar er viðtalsbók þar sem sjö landsþekktir einstaklingar segja veiðisögur og ræða um lífið á árbakkanum.  Margir þeirra eru þekktir fyrir allt annað en laxveiði og kemur það mörgum vafalaust á óvart að stangveiði sé þeirra aðaláhugamál utan vinnu. Aðrir lifa og hrærast í stangveiði.
Stórlaxarnir eru:24 nóv. 2011
Fjöldi manns sótti fyrirlestur dr. Margaret J. Filardo, forstöðumanns Fish Passage Center í Oregon-fylki í Bandaríkjunum, um lífsskilyrði laxastofna í virkjuðum ám. Fyrirlesturinn fór fram í Háskólabíói 3.11.2011.

24 nóv. 2011

Fyrstu leyfin vegna veiðisumarsins 2012 eru nú komin í vefsöluna.  Þar er um að ræða daga í Mýrarkvisl.  SVAK er með þá í umboðssölu frá Salmon Tails.  Sjá leyfi í boði hér.


21 nóv. 2011

Tilboð í efri hluta Flókadalsár í Fljótum voru opnuð á laugardaginn.  SVAK var þar með lægsta tilboðið en Stangveiðifélag Siglufjarðar með það hæsta.
Siglfirðingar buðu 1.410 þ, næsthæstur var Þórarinn Halldórsson með 1.320 þ og þá Flúðir með 1.085.000, því næst 3 einstaklingar með 1.000 þ - 1.050 þ, SVAK rak svo lestina með 900 þ.


10 nóv. 2011
Í dag, fimmtudaginn 10. nóvember, kl. 17-18.15 stendur umhverfisráðuneytið fyrir almennum kynningarfundi á Akureyri um hvítbók sem nefnd um endurskoðun náttúruverndarlaga skilaði af sér í haust og felur í sér heildarúttekt á lagaumhverfi náttúruverndar á Íslandi. Hvíbókin verður grunnur að væntanlegri endurskoðun náttúruverndarlaga sem unnið verður að á komandi mánuðum.

08 nóv. 2011

Fimmta tölublað vef-tímaritsins Veiðislóð, www.veidislod.is er komið út. Eitt blað eftir af tilraun þeirra félaga á www.votnogveidi.is og verður fróðlegt að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér með framhald á þessu tímariti.

Veiðislóð að þessu sinni er fjölbreytt að efni eins og fyrri blöð, en meira kveður af skotveiði en í fyrri blöðum, sem vonlegt er þar sem stangaveiðitíminn er á enda og tími skotveiðimanna í algleymingi. Mikið er þó af stangaveiðiefni. Meðal efnis er viðtal við formann Skotvís um ESB vá skotveiðimanna og enn fremur viðtal við hressar veiðikonur á Valdastöðum í Kjós þars em allt sem hreyfist snýst um laxveiðar. Margt annað efni mætti nefna, en lesendur best hvattir til að skoða sjálfir á www.veidislod.is


08 okt. 2011
Nú hafa 62 bleikjur verið færðar til bókar úr Hofsá í Lýtingsstaðahreppi og tveir laxar - en laxarnir eru fleiri því við fengum senda mynd af einum sem ekki hefur verið skráður og sá reyndist vera hvorki meira né minna en 85 sm.

01 okt. 2011

Síðasti veiðidagurinn í Hörgá var 29. september og Guðmundur Ármann ákvað að freista gæfunnar seinnipartinn á svæði 4a. Hann veiddi í um þrjár klukkustundir og setti í 10-12 fiska en landaði þremur, einum sjóbirtingi og tveimur bleikjum.

Á breiðunni fyrir neðan brúna yfir í Hörgárdalinn missti hann þrjár bleikjur en landaði birtingnum og einni bleikju. Við grjótgarða þar nokkru neðar var talsvert líf en enginn fiskur náðist á land. Loks reyndi hann breiðu miðsvæðis og þar var mikið af fiski en aðeins einn náðist á land.


28 sep. 2011
Fjórða tölublað Veiðislóðar, tímarits um allrar handa sportveiði og tengd efni, er komið út. Blaðið hefur komið út mánaðarlega síðan í vor og er frítt tímarit sem aðeins er gefið út á Internetinu. Í blaðinu að þessu sinni kennir margra grasa sem fyrr og með þessu tölublaði kemur skotveiði í fyrsta sinn sterk inn í myndina. Stangaveiði er þó föst fyrir, enda er tímabili stangaveiðinnar ekki lokið enn, örfáar laxveiðiár ennþá opnar og sjóbirtingsveiðitíminn að fara í hönd af krafti.

07 sep. 2011

Fengum skeyti frá veiðimanni úr Hörgá:
"Góðan daginn.
Ég dreif tengdapabba (Jóhannes Sigurjónsson) með mér á 3ja svæði Hörgár í morgun en sá gamli fyltti 72. árin í gær. Veðurguðirnir voru ekkert að hlífa okkur og jusu á okkur góðum slatta af rigningu, kári blés að norðri og hitagráðustokkurinn fyllti einar fjórar gráður.


07 sep. 2011
Við birtum hér veiðitölur vikunnar. í 6. sinn í sumar.   Hörgá og Svarfaðardalsá eru eru varla hálfdrættingar miðað við sama tíma í fyrra, en Eyjafjarðará og Fnjóská eru á svipuðu róli og fyrir ári síðan.  Síðustu daga höfum við frétt af þokkalegum bleikjuskotum víða og birtingurinn virðist vera farinn að ganga.

30 ágú. 2011
Blaðamaður hélt til veiða í Runukvísl og Hofsá í Vesturdal í Skagafirði 18. og 19. ágúst og væri synd að segja að bjartsýnin hafi ráðið för. Aðeins einn fiskur hafði þá verið bókaður af svæðinu á heimasíðu SVAK og sá hafði veiðst í Runufossi en þangað er um klukkustundar gangur - svæðið stóð hins vegar vel undir væntingum.

25 ágú. 2011
Við fengum sendar myndir af meintri geimveru - sem reyndist vera munnholsmynd af fiski, hvar tálknlús hafði hreiðrar um sig...  látum hér fylgja örlitla fræðimannalýsingu á fyrirbærinu.

20 ágú. 2011

Nú verður sagt frá því þegar magisterinn var vélaður af þeim bræðrum prestinum og málafærslumanninum langleiðina fram að Klaustrum í Vesturdal. Ferðin var skipulögð af prestinum, undir því yfirskyni að rannsaka fiskigengd í Hofsá og Runukvísl.


17 ágú. 2011
Varla hefur farið fram hjá neinum að sjóbleikjan á mjög erfitt uppdráttar þessi árin og kenna menn um hruni á sandsílastofninum ásamt með öðru. Nú hefur Fiskistofa sett nýjar reglur sem miða að því að vernda sjóbleikjuna á ákveðnum svæðum við landið. Ónetanlega vekur nokkra athygli að nýjar reglur til verndunar ná ekki til Eyjafjarðarsvæðisins sem hefur þó verið eitt helsta vígi sjóbleikjunnar.

14 ágú. 2011

Það virðist vera nóg af laxi í Mýrarkvísl um þessar mundir.


14 ágú. 2011

Bleikjan er farin að láta sjá sig í Fjarðará í Hvalvatnsfirði.  En þar eins og annarsstaðar hefur hún verið seint á ferðinni í ár.


11 ágú. 2011
Rólegt hefur verið yfir sjóbleikjuveiðinni í Norðurá í Skagafirði fram að þessu en í gær veiddust þar 20 bleikjur á tvær stangir sem segir okkur einfaldlega að veislan er að hefjast. Kunnugir segja að þetta komi heim og saman við spádóma um að sjóbleikjugöngur verði óvenju seint á ferðinni þetta sumarið vegna mikilla kulda í vor.

07 ágú. 2011
Þótt rólegt hafi verið í bleikjunni það sem af er sumri hefur urriðaveiðin austur í Laxá staðið fyrir sínu.  Svæðið á Hrauni er þar ekki undanskilið og hafa menn á köflum verið þar í miklum ævintýrum.  Urriðinn er vel haldinn og nóg virðist vera af honum og ekki skemmir fyrir að einn og einn lax veiðist. 

05 ágú. 2011

Brunná í Öxarfirði er búin að vera upp á sitt besta undanfarið. Þar eru komnir rúmlega 300 fiskar á land, mestmegnis væn bleikja, og góðar göngur hafa verið í ána síðustu vikurnar. Stærsta bleikjan sem veiðist hefur fram að þessu var 74 cm en hana fékk Aron Hjalti Björnsson á Ölmu Rún.


03 ágú. 2011
Fluguveiðiskólinn hefst aftur þriðjudaginn 9. ágúst.  Enn eru nokkur pláss laus.  Dagskránna má sjá hér og upplýsingar um skráningu.

03 ágú. 2011
Silungatölur vikunnar birtast óreglulega þessa dagana - en birtast þó!  Við rýnum aðeins í þær síðar í vikunni en hér má skoða töfluna með tölunum:

03 ágú. 2011

Vorum að fá nokkur leyfi í Mýrarkvísl í endursölu frá Salmontails (www.salmontails.com) og eru þau komin inn á veiðileyfasölu SVAK.


28 júl. 2011
Ágæt bleikjuveiði hefur verið í Litlá í sumar í bland við urriðann. Eru þær margar vænar og algeng stærð  45 til 50 sm. Einnig hafa ágætir urriðar komið á land og veiddist um daginn 71 sm urriði sem áætlaður var um 11 pund.

27 júl. 2011
Nú er komin almennlegur kraftur í göngurnar í Mýrarkvísl og er lax í flestum hyljum á svæði 1-2 og nokkrir hrikalegir hafa sloppið.  Voru víst ægileg átök við þessa dreka sem sluppu en þeir höfðu betur að þessu sinni. Góð urriðaveiði var í vor í Mýrarkvísl og laxinn virðist vera farinn að ganga á fullum krafti.

26 júl. 2011
Eftirfarandi frétt birtist á ruv.is í dag:
Bleikjuveiðin er sein af stað en ekki útlit fyrir að hún verði langt frá meðalárum. Bleikjan straujar upp í árnar um helgina og þá verður mokveiði, spáir formaður Stangaveiðifélags Akureyrar.

25 júl. 2011

Í ljósi þess að Hofsá getur verið vatnsmikil og skoluð hefur verið ákveðið að bjóða uppá 2fyrir1 í Hofsá til loka veiðitímans.  Þannig geta menn sem t.d. lenda í ánni óveiðandi fengið annað tækifæri.  Tilboðið gildir fyrir daga keypta er í vefsölu eða í forsölu og má velja jafnmarga virka daga.   ATH - aðeins er hægt að fá virka daga í kaupbæti.  Hafið samband við svak@svak.is til að virkja þetta tilboð.


24 júl. 2011
Fremur rólegt hefur í sjóbleikjunni á Eyjafjarðarsvæðinu það sem af er júlí.  Kalt vor hefur seinkað leysingum og árnar verið mjög vatnsmiklar nú í júlí.   Engin ástæða er þó til að örvænta því þótt bleikjan hafi verið fyrr á ferðinni síðustu árin verður það að teljast fremur undantekning en regla - á árunum í kringum 2000 var bleikjan yfirleitt ekki á ferðinni fyrr en eftir 20. júlí. 

24 júl. 2011

Nú höldum við áfram með fluguveiðiskóla SVAK.  Hluti dagskrárinnar fyrir ágúst og september liggur nú fyrir - þennan hluta köllum við "Lærðu á ánna".  Fleiri svæðum verður bætt við á næstunni og auglýsum við hérmeð eftir leiðbeinendum á þau.

Dagskránna má sjá á tenglinum Fluguveiðiskóli hér til vinstri.


24 júl. 2011
Við minnum á tenglasíðuna okkar hér til vinstri; þar er að finna tengla á veðurspá, flóðatöflu og vatnshæðarmæla. Við vekjum líka athygli á veiðitölusíðunni, en þar er að finna upplýsingar um veiðitölur á svæðum SVAK úr rafrænni veiðibók okkar.  Svo er sérstök ástæða til að benda spjallsíðuna en þar eru t.d. ýmsir veiðitengdir hlutir auglýstir til sölu....

17 júl. 2011

Sjóbleikjan er byrjuð að veiðast á efri svæðunum í Hörgá. Fengum þessi skilaboð fá veiðimanni sem var á veiðum á svæði 3.

"Var í Hörgá í morgun á svæði 3 og náði fyrstu göngbleikjunni þetta sumarið
(sjá mynd). Hún var nýgengin og ríflega 5 pund. Tók Pheasant tail á
Þelamerkurbreiðunni. Áin er mjög vatnsmikil ennþá en vel veiðanleg.
Greinilega eru göngur eitthvað seinna á ferðinni en í fyrra. Þá veiddust
fyrstu göngubleikjurnar á svæði 3 11. júlí og 2. júlí á svæði 5a
(Bægisárhylur). En semsagt nú byrjar ballið!"

 


11 júl. 2011
Á föstudaginn sl. veiddist fyrsti lax sumarsins á Hrauni, 103 cm lúsugur hængur. Þetta var þykkur og fallegur lax eins og myndin sýnir en hann veiddist við Engey sem er neðst á svæðinu. Laxinn gæti því hugsanlega vegið 23 til 24 pund en honum var auðvitað sleppt. Hraun og hin svæðin neðan virkjunar voru mikil stórlaxasvæði hér í den en á því varð breyting upp úr 1980.

08 júl. 2011

Fyrsti lax sumarsins úr Mýrarkvísl veiddist fyrir um viku og tveir aðrir veiddust í gær. Tóku þeir í gilinu og reyndust báðir vera um 7 pund.

Veiðimennirnir sem náðu þeim sáu líka tvo aðra risavaxna laxa, bláa og að því er virtist nýgengna, á ekta góðum stað þar sem mjög auðvelt var að kasta flugunni fyrir þá. Var það reynt lengi vel án þess að nokkuð gerðist og að lokum var ormurinn látinn renna til þeirra.


07 júl. 2011

Tvö afar vel heppnuð unglinganámskeið eru nú að baki - þar sem níu virkilega áhugasamir upprennandi veiðimenn fengu tilsögn hjá eldri og reyndari veiðimönnum. Skoða má myndir af námskeiðunum með þvi að smella á "lesa meira" hér fyrir neðan.


07 júl. 2011
Þeir félagarnir á www.votnogveidi.is hafa nú sent frá sér 2.tölublað af nýja fría veftímaritinu Veiðislóð. Þar kennir margra grasa eins og í fyrsta tölublaði og verður spennandi að sjá hvernig þessari tilraun þeirra félaga reiðir af, en þetta er annað blaðið af sex á jafn mörgum mánuðum sem þeir hafa einsett sér að koma út, áður en ákvörðun verður tekin um framhaldið.

05 júl. 2011

Vorum að fá nokkur leyfi í endursölu:
Mýrarkvísl næstunni, Vörðuholt fylgir - fín urriðaveiði hefur verið í kvíslinni undanfarið og fyrsti laxinn er kominn á land - sjá hér
Brunná - eins dags holl á besta tíma í ágúst - prýðileg veiði hefur verið í Brunnánni í sumar - bleikja og urriði


26 jún. 2011
Það var glatt á hjalla þegar SVAK hélt sitt árlega kastnámskeið síðasta mánudag og þriðjudag. Var góð mæting enda engir viðvaningar á ferð sem kenndu áhugasömum veiðimönnum handtökin.

21 jún. 2011
Nú þegar nálgast opnun á Norðurá í Skagafirði höfum við breytt sölufyrirkomulagi í þá veru að nú verður hægt að kaupa stakar stangir út allan veiðitímann, auk þessu hefur veiðihúsið verið tekið útúr sölukerfinu. Það verður þó einnig hægt að panta gistingu í veiðihúsinu með því að hafa samband við Matthías í síma 6601642.   Við minnum einnig á að það verður haldin opinn árkynning í Norðurá í Skagafirði í júlí.

19 jún. 2011
Nokkkuð ítarleg umfjöllun var um veiðiskóla SVAK í þættinum "Að Norðan" á sjónvarpstöðinni N4 nú um helgina.  Þátturinn er endurtekinn reglulega alla helgina - einnig má sjá hann á n4.is eða með því að fara inní þessa frétt.  Í þættinum má sjá lagleg myndskeið af fallegum veiðistað í Glerá.
En líkt kom fram á forsíðu Vikudags hefur SVAK óskað eftir viðræðum við Akureyrarbæ um Glerá.  

19 jún. 2011
Við þökkum frábærar viðtökur sem veiðiskólinn fær.  Nú eru um 30 manns skráðir á námskeiðin sem hefjast sunnudaginn 20. júní og enn er fólk að skrá sig.    Við vekjum athygli á að flugukastnámskeiðin fara fram við Leirutjörnina hjá Minjasafninu. 

10 jún. 2011
Við fengum smáskeyti frá Gumma og Daníel sem skruppu í Hörgánna í vikunni:
"Ég og Danél skruppum sunnudagsmorgun á svæði 1 í Hörgá, mjög gott veður framan af en um hádegi var farið að versna veðrið svo við hættum þá.
Við fengum 8 fiska, þar af 3 sjóbirtinga. Fiskurinn var nokkuð vænn, stærsti sjóbirtingurinn 2,1kg, svo stærsta bleikjan var 1,9 kg."

10 jún. 2011
Veiðiskóli SVAK hefst sunnudaginn 19. júní - eitthvað í boði fyrir alla fjölskylduna.
Fimm gerðir af námskeiðum:
  1. Unglinganámskeið - 20/6-22/6 og 27/6-29/6
  2. Tvíhendunámskeið/Spey - Sunnudaginn 19. júní, kl 16-18  
  3. Lagaðu köstin, fyrir lengra komna - Sunnudaginn 19. júní, kl 20-22   
  4. Flugukast fyrir byrjendur, einhenda - Mánudaginn 20. júní, kl 20-22
  5. Lærðu á ánna - boðið uppá veiði í ánum í firðinum með vönum veiðimönnu
Skráning er á veidiskoli@svak.is  (nafn og símanúmer - staðfesting verður send)
nánari upplýsingar eru veittar í síma 841-1588

09 jún. 2011
Ágæt veiði hefur verið í Litlá undanfarið þrátt fyrir frekar kalt veður og ekki bestu skilyrði. Fiskur vel haldin og nokkuð góð stærð á fiskinum. Stærsti fiskurinn í vor sem undirritaður hefur heyrt af er ca 80 sm urriði sem Sveinn Þór hnýtingarmeistari landaði. En það eru alltaf stærstu fiskarnir sem sleppa eins og eftirfarandi frásögn ber með sér.

03 jún. 2011
Laugardaginn 4. júní verður árlegur Vorfagnaður SVAK. Hann verður með breyttu sniði þetta árið þar sem við munum sameinast hátíðahöldum sjómanna uppá Hömrum, Einn á Báti. Boðið verður uppá "Íslandsmeistaramót" í fluguköstum auk þess sem sjómenn keppa innbyrðis um sjómannatitilinn. Ellingsen og Veiðivörur verða á staðnum með kynningu á sínum veiðivörum. Vonandi mæta sem flestir því allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi á hátíðinni. HI 

27 maí 2011

Veiðileyfi í Fjarðará í Hvalvatnsfirði verða til sölu í vefsölu SVAK í sumar.  Flúðir er með ánna á leigu en hefur félögunum samist svo að SVAK fari með söluna.  Leyfin þegar eru komin í sölu


27 maí 2011

Nú er unnið að gerð leiðsagnar á formi myndbanda um öll veiðisvæðin sem eru í vefsölu SVAK.  Verða fengnir veiðimenn sem þekkja svæðin vel til að tala inn þau. Á vaðið ríður Þóroddur Sveinsson og fer hann yfir öll 7 svæði Hörgár í jafnmörgum myndböndum.  Myndböndin verða sett inn á síður svæðanna jafnóðum og þau eru tilbúin.


20 maí 2011

SVAK hefur tekið að sér sölu á veiðileyfum í efri hluta Norðurár í skagafirði. Um er að ræða bleikjuveiði í júlí, ágúst og september. Mikil veiði var í Norðurá í fyrra sumar og til að mynda veiddust vel á annan tug bleikja þegar fluguveiðiskóli svak var haldin þar, uppistaðan er c.a. 1-2 pd fiskur en oft veiðast stærri fiskar inn á milli og þá sérstaklega í júlí á meðan stórbleikjan er að ganga. Laus leyfi má sjá hér.


16 maí 2011
SVAK hefur tekið að sér sölu á veiðileyfum í Mýrarkvísl á silungsveiðitímanum. Um er að ræða urriðaveiði í júní. Algengt er að fá 5-10 fiska á stöngina á þessum tíma í Kvíslinni, uppistaðan er c.a. 1-2 pd fiskur en oft veiðast fiskar allt að 5-6 pundum. Laus leyfi má sjá hér.

11 maí 2011

Svarfaðarádalsá er komin í vefsöluna.  til 17. mai geta aðeins SVAK-féagar keypt leyfi.  Eftir það verður opnað fyrir almenna sölu.  Upplýsingasíða Svarfaðardalsár hefur verið uppfærð m.a. með veiðitölum eftir svæðum og dögum frá árinu 2010.


11 maí 2011
Stangaveiðifélag Siglufirðinga í samvinnu við Vesturröst mun standa fyrir kastnámskeið í fluguveiði sem verður haldið í Íþróttamiðstöðinni í Siglufirði laugardaginn 21. maí kl. 13:30 og aftur á sunnudeginum 22. maí kl. 10:00, tveir tímar í senn.

08 maí 2011
Af óviðráðanlegum orsökum fellur niður áður auglýst veiðisvæðaspjall um Hörgá og Svarfaðardalsá, sem vera átti mánudaginn 9.05.2011 kl. 20:00
Þess í stað verða útbúin stutt myndskeið með kynningu á hverju svæði í báðum ánum.
Veiðileyfasala í Svarfaðardalsá og Hörgá fer af stað í vikunni - fyrstu vikuna geta aðeins félagsmenn SVAK og landeigendur keypt leyfi

05 maí 2011

Veiðin í apríl í Litluá hefur verið hreint frábær - 500 fiskar hafa veiðst og sóknin verið fremur lítil.  Til að byrja með var veiðin mest á efri svæðunum, en þegar leíð á mánuðinn hefur veiðin glæðst á neðri svæðunum.


05 maí 2011

Síðasta SVAK-kvöld vorsins verður  á Hólabrautinni næsta mánudag (9.5.2011 kl. 20:00).  Þá verður farið spjallað um Hörgá og Svarfaðardalsá.  Góðir gestir mæta og leiða spjallið.


05 maí 2011
Stjórn Veiðifélags Eyjafjafjarðarár boðar til fundar um málefni Pollsins að Hólabrautinni (SVAK-húsið), í kvöld  5. maí kl.20.00.

30 apr. 2011
Guðni Guðbergsson verður á SVAK-kvöldi, mánudaginn 2. mai kl. 20:00 á Hólabrautinni.
Hann verður með fjölbreytt erindi um þróun, stöðu og horfur veiðimála

27 apr. 2011
Aðalfundur SVAK var haldinn mánudaginn 26. apríl 2010 í Framsóknarhúsinu að Hólabraut, kl. 20:00.  Fundarstjóri var kosinn Guðmundur Ármann og fundarritari Steinar Rafn Beck. Formaður félagsins Erlendur Steinar fór yfir skýrslu stjórnar og í framhaldi af því fór bókari félagsins Jón Bragi yfir reikninga félagsins sem voru samþykktir einróma.

25 apr. 2011
Pollurinn á Akureyri er samkvæmt mati hluti af Eyjafjarðará. Þetta þýðir að veiðifélag árinnar þarf að gera nýtingaráætlun um Pollinn og jafnvel takmarka veiðiálag. Ekkert eftirlit er með veiðum þar og engin skráning á afla.

25 apr. 2011

Venju samkvæmt fór undirritaður ásamt félögum í vorveiðina í Litluá í Kelduhverfi. Veitt var í þrjá daga frá sumardeginum fyrsta til páskadags og áin tekin frá s.k. Röri efst á svæði 6 og niður í Ós á svæði 1. Fékkst fiskur á báðum þessum stöðum og 60 til viðbótar þar á milli.


22 apr. 2011
Algengur misskilningur er að daglegur veiðitími sé lögbundinn og aðeins megi veiða á stöng í 12 tíma á tímabilinu 07:00-22:00.   Svo er þó ekki - því í lögum um lax- og silungsveiði segir aðeins að friða beri lax- og silung fyrir veiði í 84 stundir á viku.  Það eru að meðaltali 12. klst á sólarhring.

20 apr. 2011
Forsala veiðleyfa í Eyjafjarðará er nú hafin, Verð og fyrirkomulag er með sama móti og í fyrra. Umsóknareyðublað er hér

20 apr. 2011

Klaus Frimor, Óskar Páll Sveinsson og Hilmar Hansson bjóða upp á flugukastnámskeið dagana 21. og 22. maí fyrir veiðimenn á Eyjafjarðarsvæðinu og nágrenni.


20 apr. 2011

Aðalfundur SVAK verður haldinn þriðjudaginn 26. apríl 2011 að Hólabrautinni, kl. 20:00.


17 apr. 2011

Árni Ísaksson, forstöðumaður lax- og silungsveiðisviðs Fiskistofu, verður með erindi á SVAK-kvöldi að Hólabrautinni mánudaginn, 18. apríl kl. 20:00
Þar fjallar Árni um veiðimál fyrir botni Eyjafjarðar og þætti sem lúta að nýtingarstjórnun í og við ósa Eyjafjarðarár.


17 apr. 2011
SVAK-félagar athugið - nú er búið að uppfæra félagatal vefsölunnar og geta aðeins skuldlausir félagar keypt með SVAK-afslætti. Félagatal vefsölunnar verður uppfært aftur um næstu mánaðarmót og hvetjum við menn til greiða fyrir þann tíma.
ATH - að þegar slegin er kennitala kemur afsláttarverðið fram.  Ef menn eru í skuld kemur enginn afsláttur. 

17 apr. 2011
Nú eru komnir í vefsöluna vordagar í Brunná auk nokkurra vordaga í Laxá í Aðaldal. 
Hofsá, Hörgá og Svarfaðardalsá koma svo í sölu fljótlega. 
ATH að þar verður forsala og munu aðeins skuldlausir SVAK-félagar geta keypt leyfi fyrstu vikuna.

12 apr. 2011
AThyglisverð frétt um örlaxa birtist á vef veiðimálastofnunar í dag:  Þar kemur meðal annars fram að örlaxar geta verið búnir að vera eitt ár í sjó og að lax sem hefur verið tvö ár í sjó getur verið í smálaxastærð.  Sjá hér.

08 apr. 2011
Mega smábátar veiða bleikju á Pollinum?  
Má veiða í ræsinu við Varðgjánna? 
Hver má veiða í net í firðinum? 
Má hver sem er sleppa seiðum í ár og læki? 
Afhverju þarf að gera nýtingaráætlun? 
Hvað mega og eiga veiðiverðir gera?

08 apr. 2011
Verða kynntar í máli og myndum mánudaginn, 11. apríl kl. 20:00 að Hólabrautinni.
Pálmi Gunnarsson og Þórarinn Blöndal sjá um Litluá, um Brunná sjá Guðmundur Karl og Pálmi Gunnarsson. 
Allir áhugamenn um veiði velkomnir. 

05 apr. 2011

Aðalfundur SVAK verður haldinn þriðjudaginn 26. apríl 2011 að Hólabrautinni, kl. 20:00. Ljóst er að miklar breytingar verða á stjórn félagsins því aðeins einn úr fyrri stjórn gefur kost á sér til áframhaldandi setu. 

Auglýst er eftir framboðum (eða tillögum) til stjórnar (3), varastjórnar (2) og formanns stjórnar. Framboðum skal skila til stjórnar 14 dögum fyrir aðalfund (12. apríl).

Hafið endilega samband við svak@svak.is ef þið hafið áhuga, eða vitið um líklega stjórnarmenn.


03 apr. 2011
Mánudaginn 4. apríl kl 20:00 verður SVAK-kvöld.   Þar ætlum við að gera upp síðasta ár í Svarfaðardalsá og Hörgá,  fara yfir veiðitölur og spá og spjalla.  Að því loknu koma góðir gestir frá Joakims og kynna vörurnar sínar.  Vafalítið verða þeir með einstök tilboð í gangi...

01 apr. 2011
Rúmlega 80 fiskar komu á land í opnununni í Litlá í gær.  Voru það fiskar frá 40 cm og upp í 70 cm.  Mest var af fiski á efstu stöðunum en reitingur var um alla á.   

27 mar. 2011

Mánudaginn 28. mars fáum við góðan gest í heimsókn sem ætlar að fræða okkur um StórLaxa, StórLaxagen ofl..


18 mar. 2011
Nokkrar tilfæringar hafa orðið á dagskránni sem eftir lifir vetrar.  Áður vegna veðurs frestuð kynning á vorveiðinni í Laxá verður t.d. næsta mánudag.  Dr. Jónas verður svo þar á eftir.   Öll dagskráin er hér neðar:

14 mar. 2011

Vegna óveður og ófærðar fellur áður auglýst kynning á vorveiði í Laxá niður...

 


14 mar. 2011

Veiðileyfin á Hrauni eru nú komin í vefsöluna.  Þrátt fyrir að það hafi ekki verið sérstaklega auglýst hefur lausum dögum fækkað hratt. 
ATH - fullt verð er 9.900 en SVAK verð er 7.920


14 mar. 2011
um veiðimál á ÍNN hjá Ingva Hrafni,  víða komið við og meðal annars rætt um verð veiðileyfa sem Bjarni telur að lækki vart í bráð.  

14 mar. 2011

Vatnasvæði Hvítár - Búsvæði, veiðinýting - sjálfbærni til framtíðar.
Málþing á vegum Snorrastofu og Veiðimálastofnunar.
Laugardaginn 19. mars 2011 kl. 13-17 í Hátíðarsal Snorrastofu, Héraðsskólahúsinu Reykholti


12 mar. 2011
Kynning á vorveiði möguleikum í Laxá verður mánudaginn 21.03. kl. 20:00 á Hólabrautinni.  Þeir Jón Eyfjörð Friðriksson og Sigurjón Magnússon koma og kynna svæðin sem um ræðir.  

11 mar. 2011
Í frétt á vef Vötn og veiði frá 6. mars er fjallað um verð á leyfum til silungsveiða. Fréttin er í sjálfu sér ágæt og væri áhugavert að sjá nánari úttekt á verðsprengjunni sem orðið hefur undanfarin 15 ár í silungsveiðinni.

06 mar. 2011
Af sérstökum ástæðum þurfum við breyta dagskrá SVAK-kvöldanna.  Mánudaginn 7.3. verður Ingvar Karl með kynningu á Hrauni í Laxá, sem SVAK verður með í sölu.  Dr. Jónas sem ætlaði að vera 7.3. með umfjöllun um stórlax/smálax færist þess í stað til 21.3.

06 mar. 2011
Veiðileyfi á Hrauni í Laxá verða í vefsölu SVAK í sumar. Dagarnir koma fljótlega í sölu.  Svæðið er ákaflega skemmtileg 3 stanga urriðaperla með nokkurri laxavon.  

03 mar. 2011
Forsölu í Ólafsfjarðará er nú lokið og seldust allir dagar.  Áin er því uppseld,  eitthvað verður þó um að menn skili inn dögum og verða þeir þá settir í vefsöluna eða úthlutað beint til þeirra sem eru á biðlista.  Upplýsingar um úthlutunina verða sendar í tölvupósti á næstu dögum.

28 feb. 2011
Það var ágætismæting á SVAK-kvöldinu.  Ragnar Hólm og Ármann Guðmundsson vörpuðu ljósi á leyndardóma Ólafsfjarðarár og Hofsár.  Glærurnar þeirra má skoða hér neðar...

25 feb. 2011
Norska Náttúruvísindastofnunin (NINA) sendi í nóvember frá sér skýrslu um afkomu laxaseiða í ferskvatni við hækkandi hitastig í náttúrunni. Niðurstöðurnar sýna að áhrifin eru margvísleg og alls ekki öll neikvæð.

22 feb. 2011
Það styttist í fræðaþing landbúnaðarins, þar eru meðal annars kynnt rannsóknarverkefni á vegum veiðimálastofnunar. Fræðaþingið fer fram 10-11. mars nk. í Bændahöllinni.

21 feb. 2011
..heitir grein í marshefti breska veiðitímarits TROUT&SALMON eftir hinn geðþekka og fjölhæfa veiðimann Óskar Páll Sveinsson.   Textinn er nokkuð hnitmiðuð samantekt á því sem þeir veiðimenn, er hyggja á veiðiferð til Íslands, þurfa að vita. 

21 feb. 2011
Forsala er nú hafin í Ólafsfjarðará, fer hún fram rafrænt og ættu félagar að hafa fengið sendan tölvupóst um helgina.  Þeir sem ekki hafa slíkan póst geta sent póst á svak@svak.is og fá þá gögnin send.
Við vekjum athygli á að leyfin hækka ekki á milli ára.

21 feb. 2011
Klaus Frimor, Óskar Páll Sveinsson og Hilmar Hansson bjóða upp á flugukastnámskeið dagana 28. og 29. maí fyrir veiðimenn á Eyjafjarðarsvæðinu og nágrenni.
Farið verður í tvíhenduköst, yfirhandarköstin, Spey og veltiköst sem og einhenduköst.

21 feb. 2011
Landssamband veiðifélaga fór þess fór þess á leit við Lagastofnun Háskóla Íslands með beiðni, dags. 3. desember 2010, að hún gæfi lögfræðilegt álit á tilteknum atriðum er varða heimildir veiðifélaga að lögum.
Greinargerðin er fróðleg yfirlestrar. Sjá nánar hér

18 feb. 2011
Nú hnýtum við púpur næsta mánudagskvöld og fáum góða gesti í heimsókn. Heitt á könnunni einsog vanalega og allir velkomnir.

12 feb. 2011

Hvernig ber maður sig að við dorgveiðar?  Hvert er hægt að fara?  Hvaða búnaður er heppilegur?
SVAK fær reynda dorgveiðimenn til að fara útskýra þessi atriði og fleiri á næsta SVAK-kvöldi, mánudaginn 14.02 kl. 20:00 á Hólabrautinni.


06 feb. 2011
Reyndir veiðimenn fjalla um hvar, hvernig og hvenær þeir veiði í Fnjóská.   Sýndar verða myndir af flestum veiðistöðum og spáð í göngustaði, veiðistaði, hrygningarstaði, stórfiskastaði og jafnvel leynistaði.....!

30 jan. 2011
Mánudaginn 31.01 kl. 20:30 eru hnýtingar og verður þemað túbur - Kristján Ævar sýnir okkur öll nýjustu trixin.

23 jan. 2011
Mánudaginn 24. janúar, kl. 20:30 hefst vetrarstarf SVAK á sýningu myndarinnar "Home for salmon" sem er ein glæsilegasta veiðimynd allra tíma.

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.