Fréttasafn

Fréttir Svak frá stofnun félagsins29 des. 2010
Nú stendur yfir skoðanakönnun meðal félagsmanna SVAK.  Könnuninn var send út með tölvupósti á netföng félagsmanna.  Ef þú ert félagsmaður og hefur ekki fengið könnunina senda, hafðu þá samband við svak@svak.is og við uppfærum netfangið þitt á póstlista félagsins.

21 des. 2010
Veiðikortið er nú komið í sölu hjá SVAK  og býðst félagsmönnum að kaupa kortið á góðu verði.  Veiðikortið  Kortið hefur verið mjög vinsæl jóla- og tækifærisgjöf undanfarin ár, enda frábært að geta veitt í 35 vötnum vítt og breitt um landið fyrir aðeins kr. 6.000.-
Félagsmönnum hjá Stangaveiðifélagi Akureyrar býðst að kaupa kortið á enn betra verði eða aðeins kr. 5.000.-

06 des. 2010

Forsala veiðileyfa í Hofsá í Skagafirði fyrir sumarið 2011 er nú hafin og stendur hún til 22.12.  Í forsölunni verður aðeins verður hægt að kaupa daga með gistingu.  Eftir að forsölu lýkur verða eingöngu í boði dagar án gistingar.   


06 des. 2010
Handhöfum KEA-kortsins býðst nú að ganga í Stangveiðifélag Akureyra (SVAK) fyrir aðeins kr. 5.000.  Innifalið er inntökugjald og árgjald fyrir árið 2011.  Venjulegt verð er 9.500.  Tilboðið gildir til 31. desember 2010.

06 des. 2010
Á ruv.is er að finna áhugaverða umfjöllun um rannsóknir á hnignun bleikjustofna og áhrifa innrásar flundrunnar.
sjá hér og einnig í þættinum Landinn hér

02 des. 2010

Út er komin bókin "Á allra færi", sem er handhæg og auðlesin bók um stangveiði. Hún er fyrir alla fjölskylduna og er ætlað að efla áhuga hennar á veiði og útiveru.  Bókin er samvinnuverkefni hjónanna Auðar I. Ottesen og Páls Jökuls Péturssonar og Gunnars Bender. Útgefandi er Sumarhúsið og garðurinn.


20 nóv. 2010

Nú styttist í að Veiðikortið 2011 verði tilbúið, en gert er ráð fyrir því að það verði komið í sölu um næstu mánaðarmót þannig að það verður klárlega í mörgum jólapökkum um næstu jól.
Veiðikortið hefur náð samkomulagi um nokkur ný veiðisvæði og má þar nefna:


18 nóv. 2010
Málþing um nýjustu þekkingu á erfðum íslenskra laxfiska með hliðsjón af veiðinýtingu og umgengni við auðlindina verður haldið föstudaginn 26. nóvember 2010

01 nóv. 2010
Laugardaginn 6.nóvember heldur Landssamband Stangaveiðifélaga uppá stórafmæli sitt með fræðandi og áhugaverðri ráðstefnu um seiðasleppingar í ár og vötn.

01 nóv. 2010
Landssamband Stangaveiðifélaga var stofnað þann 29. október 1950, á Hótel Borg í Reykjavík. „Tildrög stofnunar þessa sambands voru þau að Stangaveiðifélag Akranes ritaði stjórn Stangaveiðifélags Reykjavíkur bréf fyrri hluta ársins 1948 og benti á nauðsyn þess að félög stangaveiðimanna stofnuðu með sér slík landssamtök.“,

31 okt. 2010
Nú eru síðustu forvöð að skrá í veiðibókina á vefnum, hún lokar mánudaginn, 1. nóvember kl. 12:00.
Ágætis skil hafa verið í rafrænu bókina en þó eru enn nokkrir sem eiga eftir að skila.  ATH - það þarf einnig að skila núllskýrslu. 

07 okt. 2010
Stangveiðimenn sunnan heiða blása til mikillar veislu þann 22. október.

28 sep. 2010
Ég setti saman mjúku 9” Shimano stöngina mína, #6 en mjúk eins og þristur. Ég fékk góðfúslegt leyfi til að kasta á ánna frá kl.6, vitandi það yrði orðið dimmt fyrir 8.

27 ágú. 2010
Ánægður veiðimaður sendi okkur línu um Svarfaðadardalsá.
"Var að koma úr Svarfaðardalsá svæði 5 þar sem ég fékk 6 punda lax. Fiskurinn fékkst í litlum streng neðan við bæinn Sandá á svæði 5.

20 ágú. 2010
Ágætis veiði hefur í Hofsá þrátt fyrir mikinn jökullit frá ármótum við Fossá, Runukvíslin er eftir sem áður blátær og nokkuð af fiski þar.  Við höfum oft óskað eftir því því veiðimenn að þeir sendi okkur smápistil og myndir frá ferðum sínum.  Þessi sendi okkur línu um notalega dvöl í Hofsánni.

16 ágú. 2010
Fluguveiðiskóli SVAK bætir við námskeiðum í ágúst og þar á meðal laxveiði með leiðsögn.   Námskeiðið fer fram í Mýrarkvísl í Reykjahverfi. Einstakt tækifæri til að kynnast þessari einstöku laxveiðiá.

10 ágú. 2010
Gaman getur verið að glugga í veiðibókina sem er aðgengileg hér til hliðar.  Við viljum hvetja menn til að skrá jafnóðum, svo veiðibókin veiti sem bestar upplýsingar um stöðu mála hverju sinni.  Þar sem ekki er dálkur í veiðibókinni fyrir númer svæðisins bendum við veiðimönnum í Svarfaðardalsá á að ská númer svæðisins í dálkinn "númer veiðistaðar".

10 ágú. 2010
Ekki er vatnsleysinu fyrir að fara hér í Eyjafirði - nóg vatn er og verður í öllum ám og jafnvel á köflum of mikið.  Ágætt  er að hafa í huga að árnar hér geta verið jökulskotnar, þannig að í sól og miklum hitum vaxa sumar þeirra mikið og skolast.  Kvöldvaktirnar í Hörgá og Svarfaðardalsá hafa t.d. verið nánast óveiðandi í mestu hitunum.   Morgnarnir hafa hinsvegar verið fínir.

06 ágú. 2010
svak.is fékk fyrirspurnir í kvölfar fréttar um Ólafsfjarðará;
Sú fyrri sneri að nafni árinnar sem sannarlega heitir Fjarðará - SVAK hefur hinsvegar valið að nota Ólafsfjarðará til aðgreiningar frá allmörgum öðrum Fjarðarám.

04 ágú. 2010
Í gær stóð Fluguveiðiskóli SVAK fyrir barna og unglinga námskeiði sem fór fram við Brúnastaðará í Fljótum.  6 drengir frá níu til þrettán ára mættu til leiks.  Strákarnir settu í 36 bleikjur og lönduðu 21, það er ekki hægt að segja annað en að námskeiðið hafi verið gríðalega vel heppnað í alla staði.

26 júl. 2010
Feiknaveiði hefur verið í Ólafsfjarðará um helgina, fengust t.d. 130 bleikjur á sunnudeginum á 4 stangir.  Bleikjan virðist mun vænni en síðustu ár og var talsvert af aflanum 40-45 cm fiskar.  Afar kraftmiklar göngur eru nú í ánna og virðist fiskur vera á öllum veiðistöðum.

23 júl. 2010
Fluguveiðiskóli SVAK fór af stað í byrjun júlí og fékk frábærar undirtektir.  Nú hefur verið bætt við nokkrum námskeiðum og árkynningum í ágúst.

15 júl. 2010
Nú stendur yfir rannsókn á bleikjustofnum í Eyjafirði.  Mikið af bleikju hefur verið merkt og er áriðandi að veiðimenn komi því skila ef þeir fá merkta fiska...

12 júl. 2010
Við höfum lítið frétt úr Hörgánni það sem af er sumri, bleikjan er þó mætt þar einsog eftirfarandi frásögn mikils Hörgárkappa gefur til kynna:

02 júl. 2010
Sæl,
Ég skrapp á svæði tvö í Svarfaðardalsá í gær og byrjaði neðst þar sem holtsá rennur í ána. Ég hef gert það gott þar áður og veiddi meðal annars fjögurra punda urriða sem tók silfraðan tóby spún sem dreginn var á fleygiferð í gegnum hylinn.

24 jún. 2010
VEIÐIDAGUR fjölskyldunnar verður haldinn næstkomandi sunnudag, 27. júní. Þá gefst landsmönnum kostur á að veiða án endurgjalds í fjölmörgum vötnum víðsvegar um landið. Í ár fagnar Landssamband Stangaveiðifélaga 60 ára afmæli og hefur staðið fyrir Veiðidegi Fjölskyldunnar í á þriðja áratug ásamt veiðiréttareigendum.

23 jún. 2010
Við félagarnir skelltum okkur á hálfan dag í Fnjóská. Fyrsta svæðið varð fyrir valinu í von um að krækja í lax.

23 jún. 2010
Fluguveiðiskóli Svak stendur fyrir tveggja kvölda námskeiði, miðvikudaginn, 30. júní og fimmtudaginn 1. júlí. Þáttökugjald er 12.900,-

 


16 jún. 2010
Aðalfundur SVAK var haldinn mánudaginn 31. maí 2010 í Lionssalnum Skipagötu 14, kl. 20:30
Fundarstjóri var kosinn Björn Guðmundsson og fundarritari Steinar Rafn Beck.

09 jún. 2010
Fækkun stórlaxa er sannarleg og mikið áhyggjuefni.   Hér má hlusta á formann SVAK í útvarpsviðtali vegna þessa.    Forstjóri veiðimálastofnunar sendi svo í dag út ákall frá veiðimálastofnun til veiðimanna.

03 jún. 2010

Ég skrapp í Svarfaðardalsánna frá 17-22 1.júní á svæði 1. Veðrið hefði geta verið betra það var norðan fræsingur og hitinn var kominn niður í 4°C. Bleikjan var samt mætt á svæðið og ég landaði tveimur 1.5 og 2p og missti 3-4.


24 maí 2010
Aðalfundur SVAK verður haldinn mánudaginn 31. maí 2010 í Lionssalnum Skipagötu 14, kl. 20:30

23 maí 2010
Laugardaginn 29. maí 2010 mun Stangveiðifélag Akureyrar (SVAK) standa fyrir vorfagnaði og veiðivörukynningu.

27 apr. 2010

Opnað hefur verið fyrir vefsöluna á svak.is
Í boði til að byrja með eru veiðileyfi á 3 svæðum: Hofsá, Ólafsfjarðará og Svarfaðadalsá.
Eingöngu verður hægt að greiða með Kreditkorti.
Tölvur með aðgangi að vefsölunni verða fljótlega settar upp á Akureyri og aðgengilegum stað á Dalvík - nánar auglýst síðar.

Kv.

SRB


25 apr. 2010
Mánudaginn 26. apríl kl. 20.30 er opið hús í Lionssalnum í Skipagötu. Tökum fyrir á mjög svo óformlegum nótum Ólafsfjarðará, Hörgá og Svarfaðardalsá, hvernig var veiðin þar í fyrra og hvaða væntingar hafa menn fyrir komandi sumar. Allir velkomnir og að sjálfsögðu heitt á könnunni og eitthvað með í fastara formi. ÁHG

25 mar. 2010
Fræðslu og skemmtinefnd vill þakka þeim sem þátt tóku í frábærri dorgveiðikeppni á dögunum kærlega fyrir skemmtilega samveru.  En núna er að detta inn á atburðakvöldin okkar þriðja og síðasta þemakvöldið okkar þennan veturinn og er um að ræða þurrflugukvöld
Eins og hingað til þá munum við hnýta fagrar þurrflugur og vörpum þeim á tjaldið og svo fræðsla og umræður í framhaldi af því.
Að sjálfsögðu viljum við sjá sem flesta en þessi herlegheit verða núna næstkomandi mánudag í Lionssalnum í Skipagötunni kl 20.30.  Að sjálfsögðu verður heitt á könnunni.

ÁHG

08 mar. 2010

Já, nú er komið að því!
Laugardaginn 20. mars n.k. mun Stangveiðifélag Akureyrar standa fyrir dorgveiðikeppni á Vestmannsvatni. Hefst hún kl. 11:00 og stendur til 15:00. Verðlaunaafhending fer fram milli 15:00 og 16:00, en verðlaun verða veitt fyrir stærsta og minnsta fiskinn og einnig fyrir flesta veidda fiska.


04 mar. 2010
Næstkomandi mánudagskvöld ætlum við að taka létta kynningu á Hofsánni okkar. Farið verður yfir árangur síðasta sumars og tekið létt spjall um ána yfir kaffi og meðlæti. Herlegheitin verða á sama stað og tíma og venjulega þ.e. Lionssalnum við Skipagötu kl.20.30. Allir hjartanlega velkomnir. ÁHG

04 mar. 2010
Forsala veiðleyfa í Eyjafjarðará er nú hafin, Verð og fyrirkomulag er með sama móti og í fyrra.
Umsóknareyðublað er hér

24 feb. 2010
Mánudaginn 1. mars, kl. 20:30, mun Stangveiðifélag Akureyrar (SVAK) standa fyrir fluguhnýtingar- og kynningarkvöldi í Lionssalnum, Skipagötu 14. Þetta er annað þemakvöldið af þremur og mun það snúast um straumflugur og veiðar með þeim.

18 feb. 2010
Fræðaþing landbúnaðarins 2010 er haldið dagana 18. - 19. febrúar.  Fræðaþingið er samvinnuverkefni níu stofnana sem tengjast landbúnaði með einum eða öðrum hætt.  Þingið skiptist í nokkrar málstofur og er ein þeirra veiðitengd...

17 feb. 2010
Forsala veiðileyfa í Ólafsfjarðará fyrir sumarið 2010 stendur til 25.02.2010
Niðurstöður forsölu verða kynntar umsækjendum 27.02.  Greiða verður leyfin fyrir 5. mars, eftir það fara ógreiddar pantanir í vefsölu.

10 feb. 2010
Næstkomandi mánudagskvöld (15. feb) kl. 20.30 í Lionssalnum Skipagötu 14 ætla spekúlantarnir í fræðslu og skemmtinefnd að róa á nýjar slóðir en samt gamlar. Fáum valinkunna menn í heimsókn til að kynna aðrar veiðiaðferðir, má þar nefna maðkveiði og veiði með stálbeitu einnig mun einn reyndasti ísdorgveiðimaður landsins ausa yfir oss úr viskubrunni sínum.

26 jan. 2010
Mánudaginn 1. febrúar, kl. 20:30, mun Stangveiðifélag Akureyrar (SVAK) standa fyrir fluguhnýtingarkvöldi í Lionssalnum, Skipagötu 14. Þetta er fyrsta þema-kvöldið af þremur og mun það snúast um púpur og púpuveiðar.

14 jan. 2010
Allt sem þig hefur langað að vita um fluguveiði en aldrei þorað að spyrja ?

Við hjá SVAK höfum orðið vör við að fólk heldur að þar sé samankomin hópur af fulllærðum stangveiðisérfræðingum sem er alrangt. Í félaginu er hópur fólks sem er mislangt komin á þróunarstiginu í veiðinni, sumir eru byrjendur og aðrir mjög langt gengnir.

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.