Fréttasafn

Fréttir Svak frá stofnun félagsins11 des. 2009

Forsala veiðileyfa í Hofsá í Skagafirði fyrir sumarið 2010 er nú hafin og stendur hún til 18.12.  Í forsölunni verður aðeins verður hægt að kaupa daga með gistingu.  Eftir að forsölu lýkur verða eingöngu í boði dagar án gistingar.  
Mjög góð veiði var í Hofsá í sumar og veiddust 442 bleikjur og 2 laxar fiskar á 22 veiðidögum.

Deila

09 des. 2009
Laugardaginn 12. desember kl. 14.00 opnar Guðmundur Ármann myndlistarsýninguna Á VEIÐISLÓÐ í Populus tremula. Þar sýnir Guðmundur vatnslitamyndir málaðar á veiðislóð, fígúratífar myndir af vötnum, ám og fjallasýn. Sýningin er einnig opin sunnudaginn 13. des. kl. 14.00-17.00. Síðustu árin hefur Guðmundur gert það að algjörri reglu að hafa vatnslitina með í veiðiferðir og mála eitthvað þegar stund gefst á milli stríða.

02 des. 2009

Næstkomandi mánudag, 7. desember kl. 20:30, mun hann Lárus Karl Ingason ljósmyndari halda bókakynningu í Lionssalnum, Skipagötu 14. 

Fyrst og fremst mun hann kynna bókina, Silungaflugur í íslenskri náttúru, sem er þriðja og síðasta bókin í bókaflokki sem ætti að vera skildueign hvers stangveiðimanns. Fyrir eru komnar út bækurnar Laxaflugur og Straumflugur. Sex landsþekktir fluguhnýtarar opna flugubox sín og sýna hvaða flugur þeir nota og hvernig þær eru hnýttar. Hér gefur að líta púpur, þurrflugur og votflugur.

   


30 nóv. 2009

Sendiráð Noregs hafa verið sett í viðbragðsstöðu vegna samtaka sem hafa hafið herferð gegn norsku laxeldi. Samtökin Pure Salmon Campaign eru að ferðast um heiminn með myndband sem kallað er Flett ofan af Laxeldi.

 


30 nóv. 2009
Upplýsingum um seiðasleppingar í íslenskar ár hefur ekki verið haldið markvisst saman síðan 1997.

27 nóv. 2009
Í ljósi frétta síðustu daga um niðurskurð til refaveiða gróf undirritaður upp þessa frétt frá því í sumar um minnkaveðiátak í Eyjafirði og á Snæfellsnesi. Eins og lesa má í fréttinni hefur þetta átak skilað tilætluðum árangri. Eyfirðingar og þeir sem stunda veiðar þar meiga því prísa sig sæla að þessu átaki hafi verið hrundið af stað fyrir þremur árum en ekki síðar vegna alls þess niðurskurðar sem áætlaður er. Nú er bara að halda þessum vágesti í skefjum sem ætti að vera hægt án mikils tilkostnaðar eftir þá vinnu sem unnin hefur verið.

27 nóv. 2009
Nú er það orðið ljóst að það verður engöngu leyfilegt að veiða með flugu í Víðidalsá frá og með 2010 en það hefur verið leyfilegt að veiða með maðki til 15 julí sl ár.

26 nóv. 2009
Náttúruverndarráð Noregs telur að villtir laxastofnar í landinu séu í hættu vegna lúsaplágu í eldisstöðvum. Ráðið mælir með stofnun genabanka sem geymi erfðaefni frá 200 villtum laxastofnum.

20 nóv. 2009
Róbert Friðþjófur Sigurðsson, sagnfræðingur,  sögukennari við MA,
lést í gær.

Róbert starfaði fyrir SVAK um tímabil, við þekktum hann best sem skemmtilegan veiðimann sem hafði unun af því að veiða og starfa í kringum áhugamál sitt. 
SVAK vottar aðstandendum Róberts sína dýpstu samúð. 

Hvíl í friði kæri vinur.

BHA

04 nóv. 2009
Afmælisráðstefna Líffræðifélags Íslands og Líffræðistofnunar Háskólans verður haldin næstkomandi föstudag og laugardag, 6. og 7. nóvember. Ráðstefnan verða haldin í húsakynnum Íslenskrar erfðagreiningar, Norræna húsinu og í Öskju, sbr. dagskrá hér.

03 nóv. 2009

Nú þegar haustar að hefst vetrarstarf Stangveiðifélags Akureyrar, SVAK.
Föstudaginn 6. nóvember kl. 20:30 verður haldin haustfagnaður/uppskeruhátið í Lionssalnum, Skipagötu 14.


02 nóv. 2009
Ég var spurður að því um daginn, hvað mér væri minnisstæðast úr veiðinni. Ef ég tek mark á fyrstu minningunum sem upp komu, þá voru það þrír fiskar ... sem ég missti alla! Annað sem er skrýtið er að þetta er ein bleikja, einn urriði og einn lax og alls ekki þeir stærstu sem ég hef misst.

09 okt. 2009
Nú er veiði að verða lokið í flestum ám landins á þessu ári. Eins og lengst af veiðisumrinu er Ytri Rangá á toppnum og verður spennandi að sjá hvort hún fari yfir 11.000 laxa. Veitt er í ánni til 20.október og því ágætis lýkur á að það náist. Norðurlandið var frábært í ár! Þar féllu nokkur met og aðrar ár voru nærri met veiði.

22 sep. 2009
Undirritaður rakst á frekar óskemmtilega frétt á heimasíðu Stangaveiðifélagsins Flúða. Eins og lesa má í þessari frétt er því miður að finna huglausa rudda meðal okkar veiðimanna.

17 sep. 2009
Nýjustu aflatölur yfir 50 aflahæstu árnar á Íslandi má finna hér í töflunni að neðan. Veiði er lokið í nokkrum ám þetta árið á meðan nokkrir dagar og vikur lifa enn í öðrum ám.

10 sep. 2009
VoV hefur heyrt í fleiri en einum veiðimanni nýverið sem gefa lítið fyrir haustveiði á laxi og hafa fráleitt verið að bíða eftir rigningu til að getað endað vertíðina með stæl. Þessir aðilar hafa annað hvort verið að bíða eftir sjóbirtingsánum eða þá að þeir halda til vatna og segja urriðann taka einmitt best á þessum árstíma og þá í rökkurbyrjun og fram í myrkur.

08 sep. 2009
Veiðin í Blöndu hefur verið einstaklega góð þetta sumarið og fara þar saman nokkrir samverkjandi þættir. Fyrir það fyrsta hefur yfirfallið enn ekki brostið á og lítur út fyrir að veiðitímabilið í Blöndunni klárist þetta árið áður en yfirfallið lætur sjá sig. Aðstæður hafa því verið góðar í allt sumar.

08 sep. 2009

Á vef Veiðimálastofnunar er nú að finna umfjölun um endurtekna hrygningu laxa í íslenskum veiðiám. Á nokkrum veiðisvæðum hafa laxar verið áberandi í afla veiðimanna sem eru að koma til hrygningar í annað sinn og eru dæmi um að um 25% aflans séu laxar úr göngu ársins á undan.07 sep. 2009
Hér koma nýjustu aflatölur úr topp 35 laxveiðiám landsins. Sem fyrr er það Ytri Rangá sem situr í toppsætinu með tæplega 7.000 laxa það sem af er sumri.

07 sep. 2009

Það hefur verið ágæt veiði í Fnjóská í sumar, en þó hefur henni verið mjög misskipt og stór hluti komið í þremur til fjórum hrotum. Um mánaðarmótin gerði eina slíka þegar að tveggja daga holl landaði 37 löxum, mest megnis lúsugum smálaxi sem einmitt hefur verið vöntun á þetta sumarið.


07 sep. 2009
Þessir "fallegu" fiskar veiddust á Neðrahorni í Ytri Rangá síðdegis á föstudag. Nokkuð hefur borið á því í ám á sunnanverðu landinu að lax og sjóbirtingur komi á land með ljót hringlaga sár eftir steinsugu.

03 sep. 2009
Þessi hrygna fékk að njóta vafans þó að úr henni blæddi talsvert. Það skilaði árangri, því hún komst lifandi í kistu og lifir enn. Báðar myndirnar tók veiðimaðurinn sjálfur, Guðmundur Atli Ásgeirsson.

31 ágú. 2009
Sigurjón Þ.Sigurjónsson landaði laxi í Korpu um daginn sem segja má að hafi verið of stór fyrir ána og því réttast að veiða hann og fjarlægja úr ánni! Laxinn var 90 cm hængur og vóg 7,2 kg eða hart nær 14,5 pund. Það er mesta furða hvað Korpa hefur gefið af laxi í þurrkunum.

Mynd: Sigurjón með hænginn stóra, en veiðifélaginn sér um smálaxanna og birtinginn.

28 ágú. 2009
Eins og sjá má í töflunni hér að neðan þá heldur Ytri Rangá efsta sætinu yfir aflahæstu ár landsins það sem af er sumri. Það er ekki að sjá að nein á komi til með að ógna Ytri Rangá í baráttunni um fyrsta sætið þetta árið.

24 ágú. 2009
Veiðitala úr Laxá í Aðaldal þann 19.ágúst sl , eða síðast liðið miðvikudagskvöld var 717 laxar þannig að talan er ugglaust nálægt 800 núna. Þetta er annað en menn áttu að venjast frá Laxá fyrr á árum, en það er eitt og annað sem þarf að taka með í reikninginn.

21 ágú. 2009
Þá eru nýjustu aflatölur komnar í hús. Eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan þá eru Rangárnar að vakna til lífsins þó svo að báðar árnar eigi töluvert langt í land með að ná aflatölum síðasta árs. Ytri Rangá trónir sem fyrr á toppnum með rúmlega 4500 veidda laxa. Miðfjarðará hefur nú þegar toppað síðasta ár og er komin í annað sætið yfir aflahæstu árnar það sem af er sumri.

19 ágú. 2009
Frá Vötn og veiði:
...."Eins og vant er í þurrkasumrum þá hafa vatnamót bergvatnsáa Borgarfjarðar við Hvítá verið mjög gjöful enda liggur þá fiskur lengur í skilunum og er tökuglaður. Þetta á einkum við um Svarthöfða, Strauma og Brennu, auk þess sem Skuggi á það til að gefa góð skot. Staðurinn er þó lakari en hinir þrír fyrrnefndu.

19 ágú. 2009
Við heyrðum það nýverið að sjóbirtingsveiði á Hólmasvæðinu svokallaða í Skaftá hefði verið með lakasta móti á besta tímanum þar í seinni hluta júlí og fram í ágúst. Bara örfáir fiskar skráðir í bók og aðeins einn stórfiskur, 13 punda stykki.

18 ágú. 2009

Það hefur verið fínasta veiði í Þistilfjarðaránum í sumar og göngur bæði smálaxa og stærri laxa góðar. Að stefnir í fínar lokatölur á þessum slóðum. Að sögn Lárusar Gunnsteinssonar hjá Lax ehf sem hefur með báðar árnar að gera voru nýverið komnir 330 laxar á land úr Hafralónsá og úr Svalbarðsá voru komnir 253 laxar.


17 ágú. 2009
Venju samkvæmt er mikið af sannkölluðum stórlöxum á Nesveiðum í Aðaldal. Á dögunum fékkst tæplega 22 punda lax í Kirkjuhólmakvísl auk þess sem að mjög stór hluti veiðinnar er sextán til nítján pund en þó hefur borið á stöku smálaxi síðustu vikuna.

17 ágú. 2009
Sumarið hefur verið stórkostlegt í Laxá á Ásum og minnir veiðin óneitanlega á gömlu góða dagana þegar áin var upp á sitt besta. Á laugardaginn var áin að skríða í 850 fiska og samkvæmt veiðibókinni hafa allir dagar síðustu vikuna gefið vel yfir 20 laxa á stangirnar tvær.

17 ágú. 2009
Það er skammt stórra höggva á milli í Breiðdalsá þessa dagana. Í gær veiddist 97 cm hængur sem var áætlaður á milli 9-10kg líkt og kvarðinn segir til um miðað við lengd laxa og það var ekki fyrr en í dag sem hann var tekinn úr klakkistu og viktaður nákvæmlega.

10 ágú. 2009
Undirritaður varði Fiskideginum Mikla í Brunná í Öxarfirði með fjölskyldu og vinum í blíðu veðri og áin brosti sínu breiðasta. Þetta er í fyrsta skipti sem við komum þangað til veiða og var því eftirvæntingin mikil að skoða þetta veiðisvæði. Ekki olli áin vonbrigðum.

08 ágú. 2009
Þeim veiðimönnum fer fjölgandi sem sleppa stangveiddum fisk. Árið 1996 var um 2,3% laxveiðinnar sleppt aftur, en árið 2003 var þetta hlutfall komið upp í 15,7% að meðaltali, samkvæmt upplýsingum frá Veiðimálastofnun en þetta hlutfall er mjög breytilegt í ánum. Það er mikilvægt að það sé gert rétt á öllum stigum. Hér að neðan eru leiðbeiningar um hvernig er hægt að bera sig að.

08 ágú. 2009
Nú er loksins farið að gæta smá rigningar hér suðurvestanlands og því spennandi að sjá hvað gerist í ánum þar sem aðstæður undanfarið hafa verið afar erfiðar vegna þurrkanna og vatnsleysis.

08 ágú. 2009
Enn er fljúgandi sigling á Blöndunni og er hún í öðru sæti á lista angling.is yfir aflahæstu ár landsins.

08 ágú. 2009
Það fer ýmsum sögum af ástandi sjóbleikjustofna víðs vegar um landið og megin skoðunin er sú að þeim hafi hrakað. Veiðitölur víðast hvar styðja það, en þó eru undantekningar. Við vorum t.d. með fína frétt frá Norðufjarðará nýverið og nú síðast var okkur að berast mögnuð lýsing á sjóbleikju í Vatnsdalsá í Húnaþingi.

06 ágú. 2009
Ég var eitthvað að vandræðast um verslunarmannahelgina hvert ætti að fara þar sem ég lenti í tvíbókun í Grafará og fékk ekki nema einn dag frá hádegi á sunnudag til hádegis á mánudag. Hofsá í Skagafirði hafði mér ekki dottið í hug fyrr en mér var bent á að þetta væri eitthvað sem vert væri að skoða svo ég ákvað að kíkja við á sunnudagsmorguninn áður en ég færi í Grafará.

06 ágú. 2009
Ytri Rangá tók toppsætið af Norðurá í síðustu viku yfir aflahæstu ár landsins það sem af er sumri. Þessa vikuna missir Norðurá annað sætið til Blöndu. Það er augljóst mál að þurkar á vesturlandi síðustu vikur hafa haft sín áhrif á ár eins og Norðurá og Langá o.fl. ár á þessum slóðum.

05 ágú. 2009
Af ánum á Vestfjörðunum hefur Laugardalsáin skarað nokkuð fram úr þetta sumarið.  Á sunnudaginn voru komnir 306 laxar á land úr Laugardalsá sem er að sjálfsögðu frábær veiði á ekki nema þrjár stangir.

04 ágú. 2009
Ytri Rangá datt heldur betur í gírinn um helgina og er dagleg veiði því orðin á svipuðum nótum og síðasta sumar. Undanfarnir daga hafa verið að gefa um 150 laxa á dag.

04 ágú. 2009
Snæfoksstaðir í Hvítá er eitt af þeim svæðum í ánni þar sem stangaveiði er stunduð, en yfirleitt er Hvítá bendluð við netaveiði og það á frekar neikvæðan máta eins og dæmin hafa sannað. En Snæfoksstaðasvæðið hefur gefið mörgum góðan afla eins og dæminm sanna...

03 ágú. 2009
Jæja það var heldur betur stuð hjá okkur í gær. Reyndar var mjög rólegt hjá okkur til að byrja með en við urðum þó varir við fisk á flestum neðstu stöðunum en fiskurinn var ansi smár. Það var svo 12:30 sem við hittum á það en það var á veiðistað 6. þá lönduðum við sex í beit og fórum ansi sáttir í pásuna. Þetta voru fínir fiskar, legnir og nýgengnir í bland. Okkur fannst þó einkennandi í gær að stærri fiskurinn var leginn en þeir minni voru alveg silfraðir.

31 júl. 2009
Holl sem lauk veiðum í Straumfjarðará um miðja vikuna sagi farir sínar ekki sléttar. Nóg var af laxi og stöðugt að koma nýr fiskur inn. Og hann tók mjög vel, menn settu viðstöðulaust í laxa, en nánast misstu þá jafn harðan!

30 júl. 2009
Nú er Ytri Rangá komin framúr Norðurá hvað varðar aflahæstu árnar það sem af er sumri. Það þarf stórslys til að Ytri Rangá tapi toppsætinu þetta sumarið að mati undirritaðs.

30 júl. 2009
Það er farið að bera á fyrstu ferðum sjóbirtings austur í Skaftafellsýslu. Venjulega ganga stórir hrygningarfiskar fyrstir í júlí og ágústmánuði en geldfiskurinn síðar. Fyrstu sjóbirtingarnir eru til að mynda komnir á land úr Eldvatnsbotnum í Meðallandi.

30 júl. 2009
Þótt talsvert sé af smálaxi neðan við Æðarfossa í Laxá í Aðaldal þá bólar lítið á honum ofar í ánni og á Nesveiðunum eru menn að sjá ævintýralega meðalþyngd. Bubbi Morthens og fylgdarlið er þar núna að safna efni í sjónvarpsmynd, DVD-disk og bók, hvorki meira né minna.

Bubbi með glæsilega tveggja ára hrygnu. Mynd Einar Falur.

29 júl. 2009
Jöklusvæðið kemur sífellt á óvart og nú var það Kaldá sem rennur neðarlega í Jöklu rétt við nýja Veiðihúsið Hálsakot sem gaf óvænta veiði núna í vikunni.

29 júl. 2009
Prýðisveiði hefur verið í Hítará það sem af er sumri og í morgun veiddist þar þessi mikli hængur sem myndin sýnir. Hann veiddist reyndar ekki á aðalsvæðinu heldur í Grjótá á svæðinu Hítará 2.

28 júl. 2009
Eiríkur Indriði #737 sendi okkur eftirfarandi nótu um Veiðivatnaferð: "Félagar #695 og #696 voru við veiðar í Veiðivötnum um síðustu helgi í opnuninni, eins og undanfarin 8 ár.

27 júl. 2009
Það hefur verið líflegt á Iðu og í Stóru Laxá að undanförnu og er það í stíl við góðar göngur neðar í kerfinu að undanförnu. Nýlega voru ríflega 40 laxar í bókinni á Iðu og þá eru líklega helmingi fleiri komnir á land í raun. Þar hafa menn talið sig vera að sjá endurkomu „platlaxa“ í sumar, en platlaxarnir voru sérstakt fyrirbæri fyrr á árum en hafa ekki sést á svæðinu lengi.

27 júl. 2009
Veiðimaður í Víðdalsá setti í og landaði 106 cm. hæng í Galtanesfljóti í Víðidalsánni núna í morgun.

26 júl. 2009
Enn eru nýjar aflatölur komnar á skjáinn. Þar má sjá lista yfir 25 aflahæstu ár landsins, að kvöldi 22. júlí. Til viðbótar þeim upplýsingum hefur Landssamband Veiðifélaga nú tekið að sér að sjá um svipaða síðu á textavarpi sjónvarpsins, en umsjónarmenn þess hafa engar slíkar tölur birt í sumar. Þær má nú sjá á síðu 322.


20 júl. 2009
Veiði er að glæðast í Laxá í Aðaldal og samkvæmt nýjustu fréttum þá eru stóru, stóru laxarnir ekki aðeins að veiðast á Nes svæðunum heldur á svæðum Laxárfélagsins líka. Hilmar Hansson hjá www.veidiflugur.is var á ferðinni í vikunni og sendi okkur myndir og línu.

 

20 júl. 2009
Veiði hefur verið með miklum ólíkindum í Veiðivötnum í allat sumar. Fjórar fyrstu veiðivkurnar þar skiluðu allar metveiði. Sl föstudag voru skráðir 19.287 silungar úr vötnunum, þar af 12.787 urriðar og 6.500 bleikjur. Stærsti fiskurinn var urriðabelgur upp á 14,4 pund!

18 júl. 2009
Fréttum af veiðimönnum sem voru við veiðar á svæði 3 í Svarfaðardalsánni í gær 17.júlí. Áin er orðin nokkuð hrein núna eftir hlýindi þar sem hún hefur verið nánast óveiðanleg vegna mikilla leysinga. Stangirnar tvær sem eru leyfðar á svæðinu voru með 9 landaða fiska með mjög lítilli ástundun.

16 júl. 2009
Þann 15 júlí opnuðu árnefndarmenn frá SVAK og Flugunni Ólafsfjarðaránna. Bleikjan var í tökustuði á morgunvaktinni en heldur tregari seinnipartinn.
Komu um 30 fiskar á land þennan fyrsta dag á 4 stangir . Voru menn sammála um að þetta lofaði góðu fyrir veiðisumarið sem í hönd fer í Ólafsfjarðará.

15 júl. 2009
Það eru rólegheit í Hörðudalsá í Dölum, einn úr VoV hópnum var að ljúka þar veiðum á laugardaginn og sagði lítið af fiski gengið í ána. Auk þess voru skilyrði erfið, sól og mjög heitt í veðri.

14 júl. 2009
Það var greinilegt að Þröstur hafði orðið fyrir einhverju áfalli þegar við leituðum frétta hjá honum s.l. föstudagskvöld. Af einhverjum ástæðum vildi hann helst ekki segja okkur hvað hafði komið fyrir en gaf sig svo með því skilyrði að saga birtist með í heilu lagi.

14 júl. 2009
Margir hafa áhuga á sjóbleikjunni og hvernig henni vegnar og reiðir af. VoV var við opnun Skálmardalsár á Barðaströnd í lok vikunnar og það veiddust nokkrir fiskar þrátt fyrir hitabylgju. Þó var ekki svakalega mikið af fiski í opnuninni líkt og í fyrra.

14 júl. 2009
Gangurinn er ágætur í Ytri Rangá en í gærkvöldi voru komnir 300 laxar á land í Ytri Rangá en auk þess hefur 35 til viðbótar verið landað á Vesturbakka Hólsár.

08 júl. 2009
Menn hafa orðið varir við laxa í Hrútu en ekki náð neinum á land ennþá í gærmorgun, en einnig hefur verið óskemmtilegt að stunda veiðar þar vegna stífrar norðanáttar inn fjörðinn. Er þó aðeins tímaspursmál hvenær sá fyrst kemur þar á land.

03 júl. 2009
Loks lukkaðist „öldungunum“ að landa löxum í dag í Breiðdalnum, settu í þrjá laxa og lönduðu tveimur.

02 júl. 2009
Enginn lax var dreginn á land úr Breiðdalsá í dag, en þeir voru þarna samt. Þeir stukku og þeir tóku, en sluppu. Þetta var kannski ekki dæmigert opnunarholl, því meðalaldurinn í hópnum var um nírætt og sum svæðin þurfti að veiða með aðfluttum bátum þar sem kapparnir gátu ekki vaðið út í hyljina.

01 júl. 2009
Á vefnum Vötn og veiði er greint frá því að Hólmavaðssvæðið í Laxá í Aðaldal færist næsta sumar frá Laxárfélaginu til Nes-Árnes-grúppunnar.  SVAK hefur auk þess traustar heimildir fyrir því að veiðisvæði fyrir landi Ytrafjalls sé einnig með í þessum pakka.   Því eru 3-4 stangir að færast frá Laxárfélaginu til flugstjórans og félaga hans í Nes- og Árnesgrúppunni.

01 júl. 2009
Búið var að landa fimm löxum eftir tvær fyrstu klukkustundir vertíðarinnar í Gljúfurá í Borgarfirði, en veiði í henna hófst í morgun, fimm dögum sienna en venjulega. Lax er um alla ána og fékkst m.a. lúsugur lax í fossgilinu efst í ánni.

30 jún. 2009
Magnús Árni Skúlason, einn forsvarsmanna In defence hópsins var á meðal þeirra sem voru við veiðar í Laugardalsánni síðustu tvo daga.  Gerðu þeir fína veiði í veiðióveðrinu um helgina en aðstæður voru erfiðar, sól, hiti og lítill vindur. Þrátt fyrir það áttu þeir félagar góða daga, lönduðu tveimur fallegum löxum og á annað hundrað silunga. Uppistaða aflansa var smár urriði 1-1,5 pund en sá stærsti vóg 5 pund.

26 jún. 2009
Víðidalsáin opnaði nokkuð líflega en á fyrstu vaktinni komu fjórir laxar á land. Reyndust þetta allt saman vera boltafiskar en sá minnsti var um 6 kg. 
Talsvert mikill fiskur er í ánni miðað við árstíma en laxar sáust á öllum svæðum og voru menn að reisa þá víða. Klukkan níu í morgun heyrðum við í veiðimanni sem var búinn að bæta við einum laxi til viðbótar svo í þessum töluðu eru komnir fimm laxar á land í það minnsta og önnur vaktin varla hafin.

24 jún. 2009
Laugardalsáin hefur opnað ágætlega en opnunarhollið fékk fjóra laxa og næsta holl á eftir tók einn lax og voru því komnir 5 laxar á land í gær. 
Einnig hefur nokkuð veiðst af silung á fyrstu dögum tímabilsins, bæði urriða og bleikju.

21 jún. 2009

Ég var ásamt Steingrími Friðrikssyni með tvo veiðimenn frá Skotlandi í Minnivallarlæk dagana 9-11. júní. Þetta er heillandi veiðisvæði og ekki amalegt að reyna við þá stóru sem þar sveima. Maður þarf að setja í annan gír, skipta út "stóru" púpunum, st. 10 & 12, sem maður er svo vanur að nota fyrir st. 14 & 16. En Minnivallarlækur er vettvangur og paradís þurrfluguveiðimannsins og því fengum við sannarlega að kynnast. Það var sérstaklega John, annar Skotinn, sem lýsti því yfir að annað agn kæmi ekki til greina að nota.


19 jún. 2009
Sindri Már sendi okkur nokkrar myndir úr ferð þeirra félaga á silungasvæði Víðidalsár. Gerðu þeir fína veiði en 25 fiskar komu á land og var nóg af fiski.

18 jún. 2009
Með batnandi tíðarfari hefur veiðin verið góð í Minnivallalæk undanfarið og stórir fiskar farnir að veiðast eins og lækurinn er frægur fyrir. Meðal annars kom eftirfarandi póstur til mín nýlega frá Steinari Kristjánssyni uppstoppara sem var að veiða þarna nýlega:

16 jún. 2009
Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis telur æskilegt að hefja hreinsun regnvatnslagna frá eldri hverfum Mosfellsbæjar en þær liggja nú út í Varmá. Fiskur drapst í ánni sl. föstudagskvöld vegna efna sem þannig bárust út í ána.

10 jún. 2009
Fyrir nokkru kom út bókin "Flugukast - Norræna aðferðin", eftir hinn heimsþekkta veiðimann Henrik Mortensen.  Bókin hefur fengið frábæra dóma hjá lesendum og er óhætt að mæla með henni fyrir alla fluguveiðimenn, jafn byrjendur sem lengra komna.  SVAK-félögum býðst nú þessu frábæra bók á tilboði, hafið samband til að fá nánari upplýsingar.

08 jún. 2009
Laxveiði hófst í Blöndu á föstudaginn og gekk veiðin ágætlega en á hádegi í gær voru komnir fjórir laxar á land. Fyrsta vaktin gaf einn lax og var það Þórarinn Sigþórsson, tannlæknir, sem veiddi fiskinn.

07 jún. 2009
Flugur.is stóð fyrir stórskemmtilegri könnun síðustu vikurnar þar sem veiðimenn völdu 10 uppáhaldsflugurnar sínar.  Niðurstöðurnar voru teknar saman í Íslandsboxið 2009 og kynntar á Rás 2 í morgun.  Alræmdar silungaflugur og hornsteinn allra fluguboxa voru jafnar í fyrsta og öðru sæti, Black Ghost og Peacock.  Í næstu 4 sætum komu svo misklassískar laxaflugur; Rauður francis, Sun Ray Shadow, Blue Charm og Snælda (þýsk).  Listann í heild og nánari umjöllun er svo að finna á flugur.is

07 jún. 2009
Í Bændablaðinu er að finna eftirfarandi grein þar sem fjallað er um betri horfur í Eyjafjarðará:
"Ágúst Ásgrímsson í Kálfagerði og formaður Veiðifélags Eyjafjarðarár segir að ástæða sé til bjartsýni á veiði í ánni á komandi sumri.  Á síðastliðnu ári veiddust um 1000 fiskar í Eyjafjarðará, sem er mun meira en var árið 2007 þegar um 700 fiskar veiddust. Þá er seiðabúskapur á uppleið á svæðum 1 og 2, en hann hrundi gersamlega í kjölfar flóðanna sem urðu í desember 2006, þegar Djúpadalsvirkjun gaf sig.

06 jún. 2009
Frábær, léttur og næringarríkur réttur sem auðvelt er að gera.
Klausturbleikjan er alveg einstaklega gott íslenskt hráefni sem er í miklu eftirlæti hjá mér.
Njótið vel!

06 jún. 2009
„Bleikjan er að hverfa og verður horfin eftir nokkur ár. Þetta er skelfilegt," segir einhver helsti stangveiðifrömuður landsins – Gunnar Bender ritstjóri Sportveiðiblaðsins.
Sportveiðiblaðið var að koma út, stútfullt af athyglisverðu efni fyrir sportveiðimenn. Gunnar ritar inngangsorð og þar segir hann sjálfa bleikjuna í hættu. Hann fullyrðir að hún verði horfin með öllu eftir nokkur ár. Og vert er að gefa því gaum sem Gunnar hefur um þetta að segja en hann hefur nú verið forfallinn stangveiðimaður í 33 ár og hefur ritstýrt Sportveiðiblaðinu í 28 ár.

04 jún. 2009
Við fengum smápistil um urriðarveiðar í Laxá í Aðaldal sendan frá Jóni Eyfjörð;
Veiðin hófst um 20. maí og veitt er á Laxamýri, Núpum, Jarlsstöðum/Hjarðarhaga, Hólmavaði, Ytra-Fjalli, Hagabæum og neðsta hluta Hrauns.28 maí 2009
Tilkynning frá stjórn veiðifélags Eyjafjarðarár:
"Stjórn veiðifélags Eyjafjarðarár vill koma á framfæri, að samkvæmt 15 gr. laga nr. 61 2006 um lax- og silungsveiði eru veiðar á göngusilungi í sjó bannaðar. Við bendum jafnframt á að tjörn austan Eyjafjarðarbrúar tilheyrir ósasvæði Eyjafjarðarár og er veiði þar óheimil. Við viljum hvetja fólk að virða þessi lög. Veiðimenn í Eyjafjarðará hafa mátt sæta miklum takmörkunum á afla. Árið 2008 bar mönnum að sleppa öllum veiddum bleikjum aftur í ánna og 2009 mega menn hirða eina bleikju á hverri vakt. Það er því sárt að sjá að bleikjur séu veiddar og drepnar á Pollinum og á ósasvæði Eyjafjarðarár þegar stofninn hefur átt mjög undir högg að sækja undanfarin ár og verið er að leita allra leiða til að byggja hann upp aftur.

25 maí 2009

Gaman er að rýna í gömul veiðitímarit. Þar er margt fróðlegt að finna um veiðiaðferðir og veiðarfæri sem okkur eru kunn, en að mörgu leiti framandi.
Í sjóbleikjuveiði þurfti góða veiðistöng, sem var að lengd 9-9½ fet eða jafnvel 10 fet, með samsvarandi línu og hjóli. Síðan þurfti flugutaum eða flugukast (Fly Cast) eins og veiðimenn voru oft vanir að kalla það. Sverleikinn á flugutaumnum sem almennt var notaður nefndist 0x og 1x, sem var sverara girni og notað í straumvatni. Í straumlausu vatni var notaður taumur sem var 2x og 3x.


23 maí 2009
Fjölskylduhátíð SVAK er í dag kl. 14:00 og 16:00 vestan við Leirutjörnina í Innbænum. Allir eru velkomnir.  Boðið verður uppá veitingar. Kynnt verður meðferð afla – Einar kokkur á RUB23 sýnir réttu handbrögðin. Einhverjir bregða sér á veiðar á tjörninni og á staðnum verða leiðbeinendur um fluguköst og fleira.  Einnig verða að staðnum hnýtarar með græjurnar sínar og fara yfir hvernig veiðimenn nota hnýtingarsettið í veiðitúrnum.

22 maí 2009
Nú er sumarið komið og veiðin að fara af stað, SVAK óskar eftir veiðisögum.
Það skiptir engu máli hvort um stóran fisk sé að ræða eða mikið magn,
allar sögur eru vel þegnar og um að gera að hafa myndir með.

20 maí 2009
Í gær var undirritaður samningur um sölu veiðileyfa í Hörgá og Öxnadalsá á milli SVAK og veiðifélags Hörgár og Öxnadalsár.  SVAK mun sjá um sölu á leyfum í Hörgá og Öxnadalsá næstu 10 árin.

18 maí 2009

Flestir stangveiðimenn verða fyrir, að þeirra mati, þeirri leiðilegu lífsreynslu að tína afætur af önglinum í laxveiði. Þeir sveifla þeim oft á land með ólundarsvip eða rífa þær af í offorsi og skömm, sem verður ósjaldan þeirra dauðdagi. En það eru fáir veiðimenn sem gera sér grein fyrir að þarna eru á ferðinni kynþroska hængseiði sem meira býr í en virðist og hafa mikið gildi fyrir laxastofna.


18 maí 2009
Stangaveiðifélagið heldur fjölskylduhátíð laugardaginn 23. maí n.k. milli 14:00 og 16:00 vestan við Leirutjörnina í Innbænum.
Allir eru velkomnir.

Boðið verður upp á :

Veitingar.
Meðferð afla – Einar kokkur á RUB23 sýnir réttu handbrögðin.
Veiðar á tjörninni, leiðbeinendur á staðnum.
Hnýtingarsýnikennsla – hvernig notar þú hnýtingarsettið í veiðitúrnum.

13 maí 2009
Á vef Veiðikortsins er að finna frásögn af svakalegum urriða sem veiddist í Þingvallavatni í gær.

08 maí 2009
Við heyrðum nýverið eina þá fáránlegustu sönnu veiðisögu sem við höfum lengi heyrt. Svona á ekki að geta átt sér stað, en gerði það engu að síður. Tíðindamaður okkar er okkur hjá VoV að góðu kunnur, enda er hann einn okkar, Jón Eyfjörð tæknistjóri VoV. Hann rifjaði atburðinn upp á dögunum og það var ekki hægt annað en að skrásetja hann.

07 maí 2009
Vegna árasa á spjallið okkar þurfum við núna að fara yfir alla sem sækja um aðgang að því og samþykkja þá handvirkt.

Þetta veldur því að þeir sem sækja um gætu þurft að bíða í 1-3 daga eftir því að notandaaðgangur þeirra sé
samþykktur.

01 maí 2009
Ársfundur Veiðimálastofnunar 2009
Verður haldinn föstudaginn 8. maí í Bíósal, Hótel Loftleiðum
Mörg fróðleg erindi verða flutt, s.s. veiðihorfur 2009 og vistfræði lax í sjó...

28 apr. 2009
Þá er það síðasta hnýtingarkvöld "vetrarins" og ætti enginn að láta þetta tækifæri til að hnýta flugur í góðum félagsskap, framhjá sér fara.
Verðum við á okkar vanalega stað og tíma í "framsóknarhúsinu".
Við minnum á að dagskrá vetrarins er ekki alveg lokið, enn eigum við eftir "slúttið" sem verður haldið af myndarbrag 23.maí og flugukastsnámskeið sem haldið verður úti einhverja helgi í maí þegar veðrið er gott.

BG

20 apr. 2009
Farið verður þriðja sinni í skipulagða hópferð til veiða í vötnum í landi bæjarins Ketu á Skaga sumarið 2009. Að þessu sinni höfum við til umráða kofann á heiðinni frá fimmtudeginum 2. júlí til sunnudagsins 5. júlí. Þeir sem farið hafa með áður njóta forgangs um pláss í húsinu og lítur út fyrir að 5 kojur séu nú þegar bókaðar. Það þýðir að 2-3 rúmstæði eru laus.

16 apr. 2009
Frá veiðifélagi Eyjafjarðarár...

16 apr. 2009

Brunná tók vel á móti fyrstu veiðimönnum vorsins þar.  13 bleikjur og 2 birtingar á þremur tímum er ekki amalegt.   Einn af aðdáendum Brunnár sendi okkur pistil og myndir frá fyrstu veiðiferð vorsins.
Þess má geta að eitthvað er til að lausum dögum í Brunná á næstunni. 


14 apr. 2009
Hnýtingarkvöldi sem átti að vera í kvöld 14.04.09 hefur verið frestað.

BG

01 apr. 2009

Högni Harðarson fiskeldis- og veiðimálaspekulant flutti á dögunum erindi um ástandið í Eyjafjarðará og þær rannsóknir sem hafa og munu fara þar fram.   Erindið vakti athygli og miklar umræður spunnust í kjölfarið.  Nú er hægt að hlusta á erindið í glugganum hér neðar.


29 mar. 2009
Eins og margir vita þá er Hörgáin okkar kæra svo miklu meira en bara Bægisárhylurinn, víst hefur margur veiðimaðurinn átt þar frábærar stundir en gríðarlega er hún dyntótt og alls ekki á vísan að róa eins og eðlilegt er.  Þóroddur nokkur Sveinsson ætlar að gefa okkur af tíma sínum og halda snarpa kynningu á ánni þriðjudagskvöldið 31. mars klukkan 20:30 í framsóknarhúsinu, þar á eftir grípum við í kaffi, meðlæti og fluguhnýtingargræjur og eigum góða stund í spjalli um komandi veiðisumar.

(ahg)

28 mar. 2009

SVAK hefur ákveðið að stíga stórt stökk í flugukastkennslunni og verður framhaldsnámsskeiðið fært út í guðsgræna nátttúruna og eitthvað fram á vorið.
Við ætlum að vera með tvö skipti, í kyrru vatni og svo í straumi. Námskeiðstíminn verður ákveðin með stuttum fyrirvara með tilliti til veðurs.
Er hægt að hugsa sér eitthvað betra en að handfjatla flugustöngina á fallegu vorkvöldi?
Fylgist með á heimasíðu SVAK þar sem við munum auglýsa þessi kastkvöld.

(ahg)

25 mar. 2009
Opnað hefur verið fyrir vefsöluna á svak.is
Í boði til að byrja með eru veiðileyfi á 4 svæðum: Brunná, Hofsá, Ólafsfjarðará og Svarfaðadalsá. 
Eingöngu verður hægt að greiða með Kreditkorti.  
Tölvur með aðgangi að vefsölunni verða fljótlega settar upp í veiðiverslun á Akureyri og aðgengilegum stað á Dalvík.

23 mar. 200914 mar. 2009


05 mar. 2009

25 feb. 2009


10 feb. 2009


04 feb. 2009


26 jan. 2009


12 jan. 2009

12 jan. 2009

11 jan. 2009


08 jan. 2009
06 jan. 2009

01 jan. 2009

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.