Fréttasafn

Fréttir Svak frá stofnun félagsins24 des. 2008


Stjórn Stangaveiðifélags Akureyrar óskar félagsmönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegrar jólahátíðar.
18 des. 2008
Fluguhnýtinganámskeið verður haldið í byrjun næsta árs.

18 des. 2008

     Þá er loksins hægt að birta hina margumræddu vetrardagskrá Stangveiðifélags Akureyrar. Það fer ekki á milli mála að margt skemmtilegt verður í boði bæði verklegt, fræðandi, styrkjandi og andlega þroskandi! 

Vetrardagskrá SVAK:


16 des. 2008
Flugukastnámskeið verða haldin í Íþróttahöllinni vorið 2009.

Byrjendanámskeið
verður haldið laugardagana 8. og 15. mars 2009 kl. 9-11
(2 skipti, samtals 4 tímar).


Framhaldsnámskeið
verður haldið laugardagana 29. mars og 5. apríl 2009 kl. 9-11
(2 skipti, samtals 4 tímar).


Meðal kennara verður hinn frábæri flugukastari Pálmi Gunnarsson.
Stangir fyrir þá sem þurfa.

Nánari upplýsingar veitir Ármann Guðmundsson í síma 894-7552 og 462-7105 eftir kl. 19:00 og í armann@svak.is

Munið Gjafabréfin - tilvalin jólagjöf
Verð: kr. 7.000 en til félagsmanna í SVAK kr. 5.000


16 des. 2008

Hagsmunasamtök í Noregi vara við því að laxalúsafaraldur geti brotist út í villtum laxastofnum þar í landi eftir að lyfjaþolin laxalús greindist í nokkrum laxeldisstöðvum.


11 des. 2008
Ritstjórn SVAK.IS hefur borist bréf frá Agli Ingibergssyni vegna svara Haraldar Eiríkssonar ritstjóra SVFR.IS við opið bréf Egils sem var birt hér á vefnum í gær.

10 des. 2008
Fæ ekki orða bundist.

10 des. 2008
Landssambandi veiðifélaga hefur borist meðfylgjandi texti og tillaga frá aðalfundi Landssambands stangveiðifélaga.


.

09 des. 2008
Nú er búið að taka saman veiðitölur á svæðum SVAK sumarið 2008.

Það virðist sem bleikjan sé í góðu standi við Eyjafjörðinn.....

07 des. 2008

Hvaða veiðimaður kannast ekki við svefnlausar nætur þegar líður að veiðiferð í uppáhaldsána eða í fyrsta gæsaveiðitúr haustsins. Og hver kannast ekki við aflið í félagahópnum sem hittist regluglega til að tala um veiðiferðir sem verið er að undirbúa eða farnar hafa verið, rýna í myndaalbúm með myndum af veiðimönnum,veiðidýrum, umhverfi og aðstæðum.


03 des. 2008

Næstkomandi þriðjudag ætlum við að gera okkur glaðan dag í framsóknarslotinu kl. 20:30, fá okkur létt í gogginn og hlíða á fræðandi efni og skemmtisögur.

Sigurður Pálsson, fluguveiðispekulant mun heiðra okkur með nærveru sinni og kynna nýútgefna bók sína "Straumflugur í íslenskri náttúru". Hann mun taka með sér og bjóða okkur árituð eintök á algjöru Bónusverði, 3000 ískr.

Takið því kvöldið frá og njótum samverunnar!!!

Með jólakveðju,

Fræðslu og skemmtinefnd


29 nóv. 2008
Vorveiðin í Blöndu er nú komin á vefinn. Á vorin er hægt að gera ágætis veiði í silung og er þar um að ræða bleikju, staðbundinn urriða og sjóbirting.

25 nóv. 2008
Nýjasta eintak Sportveiðiblaðsins var að koma á götuna, en meðal efnis í blaðinu eru viðtöl við Gunna og Magga í Laugarársbíó, Ástþór í Straumfjarðará, grein um ferð ritstjóra blaðsins í Breiðdalsá, grein eftir Hjálmar Árnason og maríulaxagrein um veiðiferð í Hvolsá og Staðarhólsá í Dölum, þar sem 6 ungir veiðimenn fengu maríulaxinn, grein eftir Auði Ottesen, sem veiddi maríulaxinn sinn núna í haust og töluvert um skotveiði á Grænlandi og Íslandi.

23 nóv. 2008
Hvernig litu veiðigræjurnar út þegar farið var af stað síðasta vor?

Ert þú kannski ein(n) af þeim sem henda dótinu inn í skáp á haustin og hugsar "þetta reddast" eða hugsar bara ekkert um það?

 


23 nóv. 2008
Á föstudaginn birtust í Flugufréttum harðorð viðbrögð formanns SVAK við ályktun Landsamband veiðifélaga.  Fréttin úr Flugufréttum er svohljóðandi:

20 nóv. 2008
Stjórn Landssambands veiðifélaga varar við að reynt sé að gera laxveiðiferðir í viðskiptaerindum tortryggilegar og koma jafnframt óorði á fyrirtæki sem bjóða viðskiptavinum sínum til laxveiða.

16 nóv. 2008
Aukaaðalfundur SVAK
Fundarboð

Aukaaðalfundur Stangaveiðifélags Akureyrar verður haldinn þriðjudaginn 18. nóvember 2008 í Framsóknarhúsinu (ZION), Hólabraut 13, kl. 20:30

Fundarefni:
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
2. Kosning um tillögu stjórnar um niðurfellingu inntökugjalds
3. Umræður um framtíð félagsins
4. Önnur mál

Allir skuldlausir félagsmenn hafa atkvæðisrétt og rétt til setu á aukaaðalfundi.

06 nóv. 2008
Þótt kreppan sé mál málanna þessa daganna er hugur í SVAK mönnum.
Á morgun föstudaginn 7.11 verður opið hús í ZION húsinu (Framsóknarhúsið) og félagsmönnum boðið uppá sushi að hætti stjórnar SVAK!   Húsið opnar klukkan 20:00 og verður bjór seldur á kostnaðarverði. Eru félagsmenn hvattir til að mæta með góða skapið og veiðisögur. Einnig eru félagar hvattir til að senda veiðimyndir til stjórnar en ætlunin er að sýna safn veiðimynda á skjávarpa meðan skemmtun stendur yfir, þeir sem vilja deila með okkur veiðimyndum vinsamlegast sendið þær á thorarinn@svak.is

02 nóv. 2008

Sveitahótelið í Sveinbjarnargerði verður með veglegt villibráðarhlaðborð 15. nóvember n.k.


31 okt. 2008
Nú vantar SVAK fúsar hendur til starfa..
Okkur vantar fólk í fræðslu- og skemmtinefnd, árnefndir Hofsár og Ólafsfjarðarár.
sendið okkur póst á svak@svak.is sláið á þráðinn í 841-1588

31 okt. 2008

Þessa dagana liggur stjórn SVAK undir feldi og mótar vetrarstarfið.  Nokkrir þættir þess eru þegar orðnir ljósir;  þriðjudagskvöld verða SVAK-kvöld og mun þorri starfsins fara fram i Framsóknarhúsinu. I haust verða haldin opin hús en námskeiðahald, fyrirlestrar, fræðslukvöld og árkynningar fara svo af stað eftir áramót.


 

 


29 okt. 2008

Við viljum minna veiðimenn á að skila inn veiðiskýrslum á vefinn.
Enn eiga nokkrir eftir að skila....
Frestur til að skila hefur verið framlengdur til 2. nóvember og er tölum skilað hér


20 okt. 2008
Töluvert er um að menn hafi farið og kastað fyrir Lax í vikunni og höfum við verið að fá senda pósta frá mönnum sem hafa verið að veiða í vikunni.

20 okt. 2008
Málþing um stöðu og þróun stangveiði
Haldið 25. október á Grandhótel Reykjavík
klukkan 16-18

13 okt. 2008
Í ljósi neikvæðra frétta að undaförnu hefur Lax-á í samstarfi við veiðifélag Ytri Rangár ákveðið að bjóða öllum sem vilja fara að veiða í veiði vikuna 13-20 okt í Heiði/Bjallalæk og Urriðasvæði Ytri rangár.

06 okt. 2008
Verslunin Veiðimaðurinn í Hafnarstræti er nú á síðustu metrunum, útsalan sem þar hefur staðið yfir að undanförnu lýkur um helgina og þar með lýkur 70 ára sögu veiðivöruverslunar á þessum stað.

02 okt. 2008
Nú er árstími klakveiða í laxveiðiám landsins þar sem vænar hrygnur og boldungs hængar eru veiddir í net og öðlast hlutverk kynbótagripa í fiskeldisstöðvunum. Netaveiðar að undanförnu hafa ekki gengið vel af þeim sökum að árnar eru vatnsmiklar og erfitt að fanga fiskinn.

30 sep. 2008
„Stofnaður hefur verið áhugahópur um friðlýsingu Skjálfandafljóts.
Það er markmið hópsins að vinna að friðlýsingu alls vatnasviðs Skjálfandafljóts,
stuðla að friðun og varðveislu landslags þess, náttúrufars og menningarminja
ásamt því að það verði notað til útivistar, ferðaþjónustu og hefðbundinna nytja."

30 sep. 2008
Síðasti dagurinn í Fitjá skilaði enn einum stórlaxinum á land. Fiskurinn reyndist 101 cm hængur og notaðist veiðimaður við mjög fíngerðar græjur, einhendu og 10 punda taum!

29 sep. 2008

Við viljum minna veiðimenn á að skila inn veiðiskýrslum á vefinn. 
Við viljum minna veiðimenn á að skila inn veiðiskýrslum á vefinn.
Hægt er að skila skýrslum til 15. október og er það gert hér.

Skil í sumar hafa því miður ekki verið nægjanlega góð,  það er mjög slæmt því veiðitölur er ein meginforsenda stýringar á veiðiálagi.

SVAK - hefur nokkuð einfalda reglu í þessu máli -
Brot á veiðireglum varðar útilokun frá öllum svæðum SVAK í 3 ár.
Að skila inn veiðitölum fellur þar undir. 

Bestu kveðjur - stjórn SVAK


29 sep. 2008
Við heyrðum í fólki sem var að ljúka veiðum í Tungufljóti á hádegi í dag. Veiðin var fremur róleg og skilyrði lengst af erfið. Hollið landaði þó nokkrum fiskum og sumir þeirra voru rígvænir. Í veiðibók hefur verið færður 21 punda dreki.

25 sep. 2008

Okkur var sögð skemmtileg veiðisaga í veiðihúsinu í Grímsá í fyrrakvöld. Þar voru menn að kasta milli sín veiðisögum og þá kom þessi hérna fljúgandi, en hún er mjög sniðug.

 


23 sep. 2008
Veiði hefur gengið vel í Eldvatnsbotnum í haust samkvæmt upplýsingum frá árnefnd. Hafa nú þegar um 100 fiskar verið skráðir til bókar allt að þrettán pundum.

22 sep. 2008
Það var um miðjan ágúst að ég vaknaði á miðvikudegi með veiðisting í maganum. Ég var að fara í tveggja daga túr upp í Stóru Laxá svæði 4. Þetta var í annað skipti um sumarið sem ég fór á svæðið.

19 sep. 2008
Síðla sumars hefur örlað á Sæsteinsugubiti á laxi í ám Vestanlands. Hingað til hefur bit sugunnar að mestu einskorðast við Suðurland, og þá helst á sjóbirtingi í ám kringum Vík og Kirkjubæjarklaustur.

17 sep. 2008
Skruppum tveir í Hofsá 14.september sem reyndist hin mest skemmtun.
Vöknuðum í fína veiðihúsinu kl 7 græjuðum okkur til og keyrðum svo upp með ánni þangað sem hægt er að keyra.

17 sep. 2008
Menn spá ævinlega og spekúlera í sleppingum á löxum, tilganginn með því, árangurinn og endurveiði osfrv. Hér eru nokkur nýleg sýnishorn af því hvað gerst getur. Og kennir margra grasa.

12 sep. 2008

Óopinber lokatala af urriðasvæðinu í Laxá í Mývatnssveit er 3.129 stykki að sögn Jóns Eyfjörð Friðrikssonar sem rýndi í veiðibækurnar í gærkvöldi. Veiðin fór bærilega af stað í vor sem leið, en uppúr miðju sumri dalaði veiðin og var talað um niðursveiflu.

Mynd: Jón Eyfjörð sleppir einum ekkert svakalega stórum í Laxá fyrr í sumar.

 


12 sep. 2008
Það er nánast orðið daglegt brauð að greina frá stórlaxaveiði af veiðisvæði Ness- og Árness í Aðaldal.

11 sep. 2008
Nokkrir góðkunningjar okkar í Kastklúbbnum lögðu leið sína í Víðidalsá fyrir skömmu.

09 sep. 2008

Göngur sjóbleikju í Hofsá í Vesturdal hafa verið að aukast síðustu vikur og er nú farið að veiðast ennþá meira í Runukvísl og ef að líkum lætur munu bestu staðirnir í Hofsánni sjálfri detta inn þegar kólnar. Ekki er lengur um það að ræða að bleikjan finnist bara upp undir fossi í Runukvísl og virðist hún hafa dreift sér víðar eftir því sem göngurnar hafa orðið kröftugari.


09 sep. 2008
Bubbi Morthens er ekki búinn að leggja frá sér pennann þó að ekki komi út framhald á smásögum hans um komandi jól. Hann er eigi að síður með veiðibók í smíðum sem kemur út á næsta ári. Bókin fjallar um Nesveiðar Laxár í Aðaldal.

08 sep. 2008
Á síðu Lax-ár, www.lax-a.is veltir Árni Bald fyrir sér úthlutunarreglum, forgangi og tilgangi SVFR, gefum honum orðið:

"Ég las auglýsingu frá SVFR í Viðskiftablaðinu í síðustu viku , þar sem SVFR auglýsir veiðileyfi til for úthlutunar til utan félagsmanna ,

05 sep. 2008
Óvenju mikið virðist vera af stórlaxi á þeim slóðum sem þeirra er helst að vænta. Á svæðunum kringum Árnes í Aðaldal hafa veiðst sautján laxar tíu kíló og stærri það sem af er sumri, flestir þeirra upp á síðkastið.

03 sep. 2008
Elliðaárnar hafa verið frábærar í sumar og er um að ræða mestu veiði frá árinu 1989.

01 sep. 2008
Frá því var sagt í frétt Veiðimálastofnunar 13. ág. sl. að óvenju smávaxnir laxar hefðu veiðst í ám á NA-landi. Þeir vega ekki nema 800-1200 g, nú eru komnar niðurstöður úr rannsóknum af hreistri laxanna. 

01 sep. 2008
Eftir því sem við komumst næst hafa tveir stórir laxar fengist úr Fnjóská það sem af er tímabilinu.

29 ágú. 2008
Vikuskammturinn frá Þorsteini á Skálpastöðum er kominn í hús og hann gefur að vanda fínar vísbendingar um það hvernig staðar er og jafnvel við hverju má búast á næstunni í einhverjum tilfellum.

28 ágú. 2008
Fimmtíu þúsund laxar eru komnir á land það sem af er sumri og slær það öll fyrri met. Orri Vigfússon formaður Verndarsjóðs villtra laxa segist reikna með að þeir laxarnir verði sextíu og fimm þúsund alls. Orri segir marga þætti ráða úrslitum um meiri veiði, meðal annars, hafbeit og sleppistefnu sem gerir það að verkum að sami laxinn er jafnvel veiddur þrisvar sinnum.
                                    
                                                                                                                                                                                       

28 ágú. 2008
Þeir eru duglegir að senda okkur fréttaskot og myndir, leigutakarnir og leiðsögumennirnir í Húseyjarkvísl í Skagafirði og bara gaman að því, enda veiða men þá oft stóra þar. Nú kom t.d. 101 cm hængur og sjóbirtingur sem hefur ugglaust verið einhver 14-16 pund.

25 ágú. 2008
Í veftímaritinu Flugufréttum 22. ágúst er greint frá skemmtilegri veiðiferð í Hofsá í Skagafirði sem SVAK er með á leigu. Bleikjan er svo sannarlega mætt á staðinn en hefur bunkað sig á fáum stöðum ofarlega í Runukvísl og þarf talsvert að hafa fyrir henni. Nú þegar kólnar má hins vegar búast við að veiðin glæðist í Hofsá sjálfri þar sem eru að sögn margir afar fallegir veiðistaðir.

25 ágú. 2008
Ágætis veiði hefur verið á Iðu í sumar og allnokkur prýðileg skot. Þar, líkt og í Stóru Laxá, hefur aflinn þó nær eingöngu samanstaðið af smálaxi sem stingur nokkuð í stúf við stórlaxagengd víða annars staðar.

23 ágú. 2008
Veiðitölurnar úr Rangánum eru alveg hreint með ólíkindum þetta árið en síðasta vika í Ytri Rangá gaf rúmlega 1300 laxa og er hún nú komin vel yfir 6000 laxa og stefnir í að annað kvöld verði hún komin upp fyrir heildarveiði síðasta sumars.

20 ágú. 2008
Fórum tveir veiðifélagar í Brunná 17-18.ágúst. Vorum mættir á bakkann um 17:00 og byrjuðum að veiða svæðið við Lindarfoss

20 ágú. 2008
Enn eru stórlaxar mál málanna og hver af öðrum veiðist. Síðustu fréttir eru þó af hefðbundnum stórlaxaslóðum, eða úr Laxá í Aðaldal og Vatnsdalsá. Sama daginn í Vatnsdalsá veiddust t.d. 96, 97, 97 og 101 cm laxar í Hnausastreng. Þá hafa menn séð laxa í Laxá sem eru svo stórir að talað er um að sleppa öllum spekúleringum um vigt. Kannski veiðast þeir í haust og verða þá vigtaðir í háfum leiðsögumanna.

19 ágú. 2008
Við hefðbundnar rannsóknir Veiðimálastofnunar á lax- og sjóbirtingsafla úr netaveiði í Þjórsá 6. júlí s.l., kom fram merkilegur fiskur. Í aflanum fannst 58,2 cm og 2,4 kg sjóbirtingshængur sem bar útvarpsmerki í kviðnum.

18 ágú. 2008
Það hefur verið flottur gangur í Hvannadalsánni síðustu daga og heyrðum við frá veiðimönnum sem voru þar á föstudaginn og gerðu frábæra veiði.

15 ágú. 2008
Það er víst óhætt að segja að Öxarfjörðurinn hafi skartað sínu allra fegursta dagana 11 -14 ágúst en þá dvöldu nokkrir veiðifélagar við veiðar í Brunná.

14 ágú. 2008
Laxveiðivertíðin 2008 er ríflega hálfnuð og eins og allir vita þá er yfirleitt yfrið nóg af laxi í ánum og sums staðar eru laxafjöldinn með hreinum ólíkindum og minnir á trompár eins og 1988 og 2005.

12 ágú. 2008
Góð bleikjuveiði hefur verið í Hörgá síðustu daga og til að mynda veiddist þessi fallega 6 punda bleikja á fiskidaginn mikla og var það við hæfi.

11 ágú. 2008
Það er ekkert lát á fréttum af sugubitnum sjóbirtingum og nýjustu fregnirnar eru ekki frá Vestur Skaftafellssýslu heldur úr Rangárþingi. Birtingar sem veiðast að sumarlagi eru oftar en ekki með opin og blæðandi sár, en þegar haustar eru sárin oftast gróin.

08 ágú. 2008
Flestir væru ánægðir með þessa dagsveiði og þar að auki ekki þurft að greiða jafnvirði sólarlandarferðar fyrir alla fjöldskylduna(og hún mætti vera stór..) fyrir veiðiferðina.

08 ágú. 2008
Það voru ekki margir SVAK félagar sem nýttu sér hollið í Vatnsdalsánni núna í vikunni en þeir sem fóru veiddu ágætlega, mikið veiddist af fallegum birting en hann virðist sækja mikið á kostnað bleikjunnar.

07 ágú. 2008
Fyrrum stjórnarmaður í SVAK sendi okkur þessa hugleiðingu um samband lengdar og þyngdar laxa í framhaldi af fréttum af óvenjuvænum löxum sem koma á land og/eða er var sleppt"

07 ágú. 2008
Það hefur verið góður gangur á neðri hluta Jöklu sl. viku eða á veiðisvæði sem kallað er "Jökla I og Fögruhlíðará".

06 ágú. 2008
Um 250 laxar hafa verið skráðir til bókar í Fnjóská í sumar. Er það nokkru betra en undanfarin ár þegar að veiði á þessum tímapunkti hefur verið þetta 130-140 laxar.

06 ágú. 2008
Hinn ungi veiðimaður sem landaði 17 punda laxinum úr Vatnsdalsá var gerður að heiðursfélaga hjá SVAK enda strák ekki fisjað saman. Er ekki á hverjum degi sem laxar af þessari stærðargráðu hlaupa á færið hjá manni og þurfa margir að bíða ansi mörg ár eftir svona fiski.

05 ágú. 2008
Tvær stangir lausar í dag, þriðjudag 5.8 kl. 16:00-22:00
áhugasamir hafi samband við Tómas í síma 8401415.

05 ágú. 2008
Hvað gerir ein demba? Hvað þá stór demba, eins og hitabeltislægðan Berta sletti yfir okkur á dögunum. Menn tala um að það hækki í ánum og aukinn hressleiki í rennsli gerir göngum og veiði gott.

02 ágú. 2008
Nokkrir veiðifélagar, Sigurður Kristjánsson, Valgeir Skagfjörð, Árni Júlíusson, Gestur Matthíasson, Magnús Sveinsson, Viktor Gestsson og fleiri voru að koma úr Mýrarkvísl, sem tók afar vel á móti þeim. “Höfðum fréttir af því fyrirfram að áin væri fisklaus, en góðan daginn!!!! Annað kom á daginn,” sögðu þeir félagar.

Mynd: Vænni hrygnu úr Mýrarkvísl sleppt á ný.

01 ágú. 2008
Tók í ljósaskiptunum nema hvað. Niður við einn allra flottasta árós sem fyrirfinnst á landinu.

31 júl. 2008

Fyrir réttri viku birtist í Vikudegi viðtal við Erlend Steinar, formann SVAK, þar sem hann fer hörðum orðum um malarnám og alla almenna umgengni yfirvalda um Eyjafjarðará. Nú berast fregnir af því að umhverfisnefnd Akureyrarbæjar vilji ræða efnistökuna við sveitarstjóra Eyjafjarðarsveitar.


30 júl. 2008

Veiðitöludálkurinn hér til vinstri hefur nú verið uppfærður.

-JGB-


27 júl. 2008

Í heitri umræðunni um laxasumarið mikla gleymast stundum nánustu ættingjar Atlantshafslaxins. Þessi norðlenski brúni urriði sem hér fær að sigla sinn sjó eftir lengdarmælingu er þeirrar gerðar sem ástríðufulla urriðaveiðimenn dreymir dag og nótt um að fanga - einu sinni á ævi.


27 júl. 2008
Laxá í Aðaldal er miklu betri í sumar heldur en í fyrra. Munar þar miklu og er vissulega útlit fyrir því að áin skili miklu, miklu betri veiði en í fyrra.

24 júl. 2008
Einmitt þegar við erum farnir hér á VoV að velta fyrir okkur hvort að allar .þessar metveiðitölur séu ekki bráðum að verða að hálfgerðum ekkifréttum þá rata inn nýjar sem eru með jafnvel meiri ólíkindum en þær síðustu. Einhvern tíman hefði 132 laxa holl í Norðurá þótt toppveiði á topptíma. En í GÆRDAG EINUM SAMAN veiddust í ánni 132 laxar og verður fróðlegt að heyra hvað umrætt holl veiðir marga á endanum.

23 júl. 2008
Það er rífandi veiði í Víðidalsá líkt og annars staðar og áin hefur nú bæst í hóp þeirra mörgu sem hafa gefið 20punda-plús laxa, en “Binni í Vinnslustöðinni” veiddi m.a. þennan 98 cm drjóla sem allir hljóta sjá af þykktinni að er að lágmarki 10 kg, eða 20 pund. Og þetta er lax númer tvö af þeirri stærðargráðu síðustu daga.


21 júl. 2008
Erlendur Steinar í viðtali við RúV.

21 júl. 2008
Við greindum frá enn einum stórlaxinum á þessu sumri í gærmorgun og veiddist sá í Eystri Rangá á laugardaginn. Höfðum við eftir vef Lax-ár að um 106 cm ríflega 21 punds lax væri að ræða.

20 júl. 2008

Þessi mynd sem sýnir "Ljótalón" á svæði IV í Eyjafjarðará átti að fylgja með fréttinni hér að neðan en sakir vankunnáttu undirritaðs birtist hún ekki á réttum stað en nú er bætt úr því.

-JGB-


20 júl. 2008

Ágæt bleikjuveiði hefur verið á efri svæðum Eyjafjarðarár að undanförnu.  Nóg af bleikju virðist vera á svæðum III og IV en lítið hefur verið veitt á svæðum I og II og má þar eflaust kenna um maðk og spónveiðibanni sem sett var á fyrir þetta sumar.  Hætt er við að margir fastakúnnar sem stunduðu maðk og spónveiðar í Eyjafjarðará hafi ákveðið að leita á önnur mið frekar en að laga sig að breyttum reglum og berast því litlar eða engar fréttir af þessum svæðum í dag.  Svæði I og II henta vel til allra veiðiaðferða en það má segja að auðveldara sé að leita að fiski með "buffinu og brotajárninu" þar sem áin er mjög víðfem og á tíðum djúp á þessum slóðum.  

 20 júl. 2008
Í dag er 20.júlí og við á VoV forum allt í einu að velta fyrir okkur hversu marga 20plús laxa búið væri að landa á þessu óvenjulega stórlaxasumri. Það var einfaldlega erfitt að rifja þá alla upp án þess að fara í fréttasafnið, en okkur telst til að um tuttugu laxa sé að ræða úr alls tíu ám.

18 júl. 2008
Þverá í Fljótshlíð er dottin í gang. Á mánudag voru 10 laxar komnir á land flestir vænir stórlaxar, þar af var einn 18 pundari.

18 júl. 2008
Við feðgar vorum við veiðar þann 16. júlí í Ólafsfjarðará. Skemmst er
frá að segja að mikill fiskur var um alla á, allt upp til efstu
strengja.

17 júl. 2008

Það fara ekki margir í skóna hanns Friðgeirs Bjarnar Valdemarssonar þegar kemur að veiðiskap en drengurinn er með þeim veiðnari í bransanum.  Friðgeir eða Fiddi eins og hann er gjarnan nefndur var við veiðar í Fnjóská á dögunum og óhætt að segja að hann hafi sett vel í fisk.  Á svæði IV fékk hann 4 laxa, 3 smálaxa og eina 13 punda hrygnu sem fór í klak. Morguninn eftir var kappinn kominn aftur á bakkann við Fnjóská og í þetta skiptið á svæði III. 


17 júl. 2008
Bubbi Morthens var að koma af Nesveiðunum í Laxá í Aðaldal, en þar hefur hann dvalið í anda, vakinn og sofinn, síðan að hann missti þar risalax í fyrrasumar, lax sem minnti á þá fiska sem voru algengir í ánni fyrrum, en eru ekki nú. Hann setti kannski ekki í annan slíkan að þessu sinni, en kom samt heim í Kjósina uppveðraður, enda eru boltalaxar þar í hverjum hyl þessa daganna.

16 júl. 2008

Góðar fréttir berast nú úr Eyjafjarðará af svæðum II III og IV og sér í lagi tveimur síðast nefndu.  Veiðimenn sem voru að störfum þar fyrir 3 og 4 dögum síðan lönduðu yfir 40 bleikjum á þessum svæðum eða 20 á III og 21 á svæði IV.  Þeir skráðu þessar bleikjur á bilinu 1 - 2 1/2 kíló sem er afbragðsgóð meðalvigt.

 


16 júl. 2008
Sunnudaginn 13 júlí fóru árnefndamenn SVAK og Flugunnar til Ólafsfjarðar í þeim tilgangi að merkja veiðistaði og veiðimörk í Fjarðará og athuga hvort bleikjan væri komin í ánna

15 júl. 2008

Þórarinn Sigþórsson setur met í Rússlandi

Þórarinn Sigþórsson tannlæknir, setti í þann STÓRA í Rússlandi þann 30 júni s.l. Sá STÓRI var viktaður af leiðsögumanni 44 pund og er að sögn leiðsögumanna við ánna til 11 ára sá stærsti sem veiðst hefur þar á flugu.


14 júl. 2008
Mjög fín veiði var í óveðrinu í Rangánum í rokinu um helgina og voru dæmi um að menn hreinlega mokuðu inn löxunum.

13 júl. 2008

Hin árlega "hópferð" á Skagaheiði var farin um helgina og þótti mjög vel lukkuð þótt hópurinn væri heldur smár. Fjórir SVAK-félagar mættu á heiðina hjá Ketu og undu hag sínum vel þar í tvo sólarhringa eða svo. Þeir fengu alls kyns veður, ágæta veiði og eru allir staðráðnir í að fara aftur að ári.


11 júl. 2008

Veiði virðist á ágætu róli á Norðurlandinu um þessar mundir. Tíðindamaður SVAK fór á stúfana eftir veiðifréttum nú í morgun og varð ýmsu vísari.  Hörður kokkur í veiðiheimilinu Hofi í Mývatnssveit tjáði undirrituðum að um 1800 urriðar hefðu verið færðir til bókar í Mývatnssveitinni og sá stærsti sem kominn væri á land er 4,5 kílóa drellir úr "Elliheimilinu" í Geirastaðaskurði.


11 júl. 2008
Stórlaxarnir veiðast í Breiðdalsá ennþá, þann 8. júlí veiddi enskur veiðimaður John Wreyford hrygnu sem var 95 cm löng og 50cm að ummáli.

10 júl. 2008
Holl sem lauk veiðum á aðalsvæði Norðurár í hádeginu fékk 194 laxa! Ef þeir laxar sem veiddust á "Fjallinu" eru taldir með þá fór áin yfir 200 laxa veiði á þremur sólarhringum.

09 júl. 2008
Enn einn tuttugu-plús laxinn er kominn á land, en hjá Lax-á fengust þær upplýsingar að 21 punda hængur hefði veiðst í Blöndu í morgun.

07 júl. 2008
Að loknum frábærum opnunardegi í Breiðdalsá 1. júlí fór áin í stórflóð vegna mikilla rigninga. Þann 4. júlí var áin farin að sjatna og þar sem lítið var bókað fóru 2-3 heimamenn í ánna og þar á meðal séra Gunnlaugur Stefánsson á Heydölum.

06 júl. 2008
Um næstu helgi verður farin hin árlega hópferð SVAK á Skagaheiðina. Við ætlum að veiða fyrir landi Ketu og eigum pantað húsið við Skálavatn frá og með fimmtudagskvöldi. Þar eru rúm fyrir átta manns en einnig er hægt að tjalda þar í næsta nágrenni. Vegna forfalla eru nokkur pláss laus í húsinu. Veitt verður í vötnunum þarna í kring; Selvatni, Skálavatni, Kelduvötnum og Urðarselstjörn.

04 júl. 2008

Nokkrir SVAK félagar voru við veiðar í Fljótaá í Skagafirði í gær. Gist var kvöldið áður í afar vel útbúnu og einstaklega hlýlegu veiðhúsi og eins og vill verða í góðum hópi var kjaftað framundir morgun, endurraðað í nokkur flugubox og sagðar veiðsögur, misgáfulegar.


04 júl. 2008
Veiði fór vel af stað í Dölunum þrátt fyrir vatnsþurrð. Sextán laxar veiddust í opnun á Fáskrúð en veiði hófst nú um mánaðarmótin.

02 júl. 2008

Fyrsta vaktin í morgun byrjaði frábærlega í laxveiðinni í Breiðdalsá. Náðust 7 laxar á land og þrír aðrir sem fóru af, svo samtals var sett í 10 laxa þennan morgun.


02 júl. 2008

01 júl. 2008
27 jún. 2008

27 jún. 2008

27 jún. 2008

27 jún. 2008
25 jún. 2008

24 jún. 2008


20 jún. 2008

19 jún. 200813 jún. 200806 jún. 2008

05 jún. 2008

04 jún. 200802 jún. 2008

02 jún. 2008


30 maí 2008

29 maí 2008

29 maí 200826 maí 2008

26 maí 2008
22 maí 2008

22 maí 2008
19 maí 2008
07 maí 2008
02 maí 2008


22 apr. 2008

14 apr. 200811 apr. 2008
03 apr. 200801 apr. 200828 mar. 2008


27 mar. 2008


27 mar. 200818 mar. 2008


16 mar. 2008


14 mar. 2008
06 mar. 2008
12 feb. 200806 feb. 2008


03 feb. 2008
27 jan. 2008


25 jan. 200821 jan. 2008


20 jan. 2008

19 jan. 2008

14 jan. 2008

12 jan. 200809 jan. 2008
03 jan. 2008

02 jan. 2008

01 jan. 2008

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.