Fréttasafn

Fréttir Svak frá stofnun félagsins31 des. 2007
Sumarnótt eina í fyrra fórum við að vitja sjóbirtingsins við mynni Gautaelfunnar á vesturströnd Svíþjóðar.
Það var góðkunningi minn fluguveiði- og , blaðamaðurinn Janne Renström sem vildi kynna mér þessa veiði. Hann fer gjarnan að kvöldi eftir vinnu, á vorin og snemmsumars, hafði tekist að setja í og fanga nokkra silfraða 3. og fjögra kílóa fiska og vitaskuld misst þá enn stærri!

30 des. 2007
Stærstu laxfiskar í heimi svamla um í stórám í óbyggðum Mongólíu og nefnast Taimen, þessir fiskar ná gífurlegri stærð en þeir geta orðið um 200 sm og 100 kg!

28 des. 2007

Uppskrift fyrir áramótin

Lax í smjördeigi með sýrðri rjómasósu

Fyrir 4


28 des. 2007

Flugukastnámskeið verða haldin í Íþróttahöllinni.
Um er að ræða tvö tveggja daga námskeið:

Byrjendanámskeið verður haldið 5. og 19. janúar. kl. 10:30-13:30. (2 skipti, samtals 6 tímar)
Kennari verður hinn frábæri flugukastari Pálmi Gunnarsson, honum til aðstoðar verða Erlendur Steinar og Jón Bragi Gunnarsson.

Framhaldsnámskeið verður haldið 9. og 16. febrúar. kl. 10:30-13:30. (2 skipti, samtals 6 tímar)
Kennari verður hinn frábæri flugukastari Pálmi Gunnarsson, honum til aðstoðar verða góðir gestir.

Nánari upplýsingar veitir Jón Bragi Gunnarsson í síma 865-1772 og 466-2646 eftir kl. 17:00

Verð: kr. 7.000 en til félagsmanna í SVAK kr. 5.000


24 des. 2007

Kæru SVAK-félagar og aðrir veiðimenn.

Það hefur ekki farið framhjá þeim sem fylgst hafa með starfsemi SVAK undanfarið að mikill kraftur er í félaginu og áhugaverðir hlutir framundan. Mikilvægt er að við færum okkur í nyt þennan meðbyr – það má gera með ýmsu móti.


23 des. 2007
Nú þegar 1 dagur er til jóla og 144 dagar eru í mína fyrstu bókuðu veiði, finnst mér við hæfi að rifja upp eina skemmtilega veiðiferð er ég og Gunnar sonur minn fórum síðastliðið sumar, nánar tiltekið í Laxá í Mývatnssveit. 


23 des. 2007

Þetta sagði Jóhannes Grínari þegar maður hitti hann á förnum vegi og fannst honum alveg djöfulleg ef ekkert var að frétta. Ef ég sný þessu uppá SVAK þá er allt ágætt að frétta af þeim bænum. Vetrardagskráin er vel skipuð, framboð af veiðileyfum með ágætum og margt spennandi í pípunum varðandi ný veiðisvæði. Stjórn SVAK hefur verið vel samstíga varðandi uppbyggingu félagsins á árinu sem er að líða og samvinnan gengið vel. Það er hinsvegar deginum ljósar að framtíð SVAK í bráð og lengd er undir félagsmönnum komið og því hversu virkir þeir eru. Ef hópurinn sem myndar félagið stendur saman sem ein heild hefur SVAK alla burði til að verða stórt og öflugt stangaveiðifélag.

gleðileg jól

pálmig


21 des. 2007

Nú er búið að setja inn stærstan hluta þeirra daga sem félagsmönnum standa til boða veiðisumarið 2008.  Upplýsingar um þá er að finna undir tenglinum veiðisvæði hér vinstra megin.  Enn eru nokkrir kostir í skoðun og verða þeir kynntir þegar og ef af verður.

Milli jóla og nýárs fer í póst bréf til félagsmanna þar sem úthlutunarreglur og fyrirkomulag forsölu er kynnt. Auk þess mun það innihalda aðalfundarboð, en aðalfundur er fyrirhugaður laugardaginn 26. janúar kl. 14:00. 

-ESF-


18 des. 2007

Námskeið í flugukasti og hnýtingum hafa nú verið skipulögð.  Vakin er athygli á að nú er hægt að kaupa gjafakort á námskeiðin, tilvalin jólagjöf. 


17 des. 2007

Opið hús var hjá SVAK s.l. fimmtudagskvöld í Lionshúsinu, Skipagötu 14.
Heppnaðist það ágætlega og mætti vel á þriðja tug manns. 


11 des. 2007

SVAK verður með opið hús fimmtudagskvöldið 13. des. kl. 20.00 í Lionssalnum, Alþýðuhúsinu, Skipagötu 14, 4. hæð.


11 des. 2007

Eins og áður hefur komið fram bauð SVAK í samvinnu við Fluguna í Flókadalsá í Fljótum.

SVAK og Flugan buðu 2.000.000 í veiðiréttinn og var það um 40% hærra en áin fór á í sumar sem leið. Skemmst er frá því að segja að tilboð okkar reyndist með lægstu tilboðum.  Heimildir herma að áin fari á tæpar 3 milljónir og leigutaki sé Jón Helgi, oft kenndur við Byko og dóttir hans Ingunn. 

 (mynd af Flókadalsá tekin af angling.is)


08 des. 2007

Opið hús verður hjá SVAK fimmtudagskvöldið. 13. desember kl. 20:00  í Lionssalnum, Alþýðuhúsinu, Skipagötu 14, 4. hæð.

                              


06 des. 2007

Samið hefur verið við forsvarsmenn Veiðikortsins að félagar í Stangaveiðifélagi Akureyrar fái kortið með 20% afslætti eða á 4.000 kr.

Kortið er tilvalin jólagjöf...


06 des. 2007
SVAK hefur gert samkomulag um við leigutaka Mýrarkvíslar um forkaupsrétt á allmörgum dögum þar. 

05 des. 2007
Ályktun aðalfundar Landssambands Stangaveiðifélaga, haldinn á Eyrabakka 17 nóvember 2007Aðalfundur LS 2007 fagnar auknum aflabrögðum á stöng á vatnasvæði Ölfusár, Soginu og Hvítá s.l. sumar. Fundurinn telur þetta vera til marks um gildi netauppkaupa og hvetur veiðiréttareigendur til áframhaldandi samstarfs við stangaveiðimenn í þessa veru, enda fullsannað að tekjur í héraði eru margfaldar af stangarveiddum laxi m.v. netaveiði

15 nóv. 2007
SVAK í samvinnu við Fluguna hefur gert tilboð í veiðiréttinn í Flókadalsá í Fljótum.

14 okt. 2007
Nú stendur yfir undirbúningur á vetrarstarfi SVAK.
Verið að vinna með neðangreint og er hérmeð auglýst eftir félagsmönnum til að taka þátt í og aðstoða við vetrarstarfið.

13 okt. 2007
Einn af aðdáendum silungasvæðisins í Fnjóská fékk undarlegan afla þar á dögunum. Áin hefur valdið honum vonbrigðum í sumar, varla skilað beini, svo hann ákvað að taka einn virkilega góðan dag þar í september.

11 okt. 2007

VERTÍÐARLOK HJÁ STANGAVEIÐIVEIÐIMÖNNUM Á AKUREYRI

Allir velkomnir -aðeins 65 sæti í boði.

Stund: FÖSTUDAGSKVÖLD 2. NÓVEMBER 18:00-??

Staður: FRIÐRIK V

Verð: 5.500 kr


Dagskrá:

Fordrykkur
Þriggja rétta matseðill
Skemmtidagskrá
Happdrætti

Skráning hér

02 okt. 2007
Enn vantar nokkuð af veiðiskýrslum úr ólafsfjarðará.  Veiðimenn eru hvattir til að skila þeim inn sem fyrst.  Það er gert rafrænt hér

fh. árnefndar
-ESF-
 


27 júl. 2007
Fín veiði hefur verið í Ólafsfjarðará síðustu vikur og hafa menn verið að taka dagskvótann (12) á fyrri vaktinni. 

24 júl. 2007
voru gómaðir í Ólafsfjarðará um helgina. 

24 júl. 2007
Aðalfundur Veiðifélags Eyjafjarðarár verður haldinn miðvikudaginn 25. júlí kl. 20:30 að Hrísum í Eyjafjarðarsveit.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf, endurnýjun samþykkta og erindi frá Stangveiðifélagi Akureyrar.

19 júl. 2007

Veiði hófst í Ólafsfjarðará síðastliðinn sunnudag.  12 fiskar komu á land fyrsta daginn. Nokkuð er enn af lausum dögum og er hægt að kaupa þá í vefsölukerfi sem hefur verið sett upp hér síðunni undir vefsala.   
-ESF-


13 júl. 2007

SVAK mun í sumar birta vikulega nýjar veiðitölur úr norðlenzkum ám.  Tengillinn í þær verður hér vinstra megin..

-ESF-


07 júl. 2007

Niðurstaða könnunar á vefnum:


26 jún. 2007
Svak og stangveiðifélagið Flugan hafa í sameiningu tekið á leigu Fjarðará í Ólafsfirði. Landeigendur halda eftir einu degi í viku (þriðjudagur).

20 jún. 2007

Nú líður að hópferð SVAK á Skagaheiði þar sem veitt verður í vötnunum fyrir landi Ketu. Lagt verður af stað frá Akureyri um hádegisbil næsta sunnudag, veitt seinnipart sunnudags, mánudag og fyrripart þriðjudags.

Við heyrðum hljóðið í Hrefnu húsfreyju á Ketu nú í morgun og sagði hún hafa verið góða veiði á heiðinni, sumir fengju meira en aðrir minna, eins og gengur og gerist.

Mjög gott veður hefur verið og mývargurinn er nokkuð ágengur þessa dagana. Vegurinn upp á heiðina er tröllavegur og því rétt að menn tali sig saman um að fara aðeins á vel útbúnum bílum.

Svefnpláss er fyrir átta í kofanum og þar er eldunaraðstaða. Aðrir geta tjaldað í námunda við Skálavatn. Sólarhringurinn kostar 3.000 krónur með veiðileyfi og gistingu í húsinu.

Þeir sem hafa áhuga á að slást með í för eru beðnir að hafa samband við Ragnar Hólm sem fyrst í síma 867 1000 eða með því að senda póst á ragnarh@akureyri.is. Við lofum bongóblíðu, botnlausri töku og skemmtilegri ferð á Skagaheiði!


13 jún. 2007

Nokkur áhugi er á því innan félagsins að hlúa að Gleránni.  Á fundi sem formaður SVAK átti með bæjarstjóra Akureyrar kom fram að bærinn hefur áform um að lagfæra Glerársvæðið frá stíflu og niður í ós.


12 jún. 2007
Nú síðastliðið haust tóku nýir leigutakar við Mýrarkvísl og hafa rætt við SVAK um samstarf á næstu árum. Félögum í SVAK bjóðast veiðidagar í Mýrarkvísl nú í sumar á sérstöku félagsverði.

08 jún. 2007
Stangaveiðifélag Akureyrar, í samvinnu við stangaveiðifélögin Flúðir og Fluguna, hefur gert Veiðifélagi Eyjafjarðarár tilboð í ána til næstu 10 ára og sent öllum landeigendum bréf þess efnis. Tilboðið gildir til 5. september og verður spennandi að sjá hverju veiðifélagið svarar.

30 maí 2007

Þessi fallega bleikja (ca 5 – 6 pund), var með systrum sínum að vísu flestum sem ég sá heldur minni rétt við brúna á miðkvíslinni í Eyjafjarðaránni um helgina.
-ÁM-


29 maí 2007
Mánudaginn 28.05 fóru tveir SVAK-félagar í Arnarvatnsánna. Eftir norðanáttir og kulda síðustu viku var kærkomið að fá sól og yl. Veiðin var fín og náðust um 25 fiskar, öllum sleppt. Flestir voru teknir á kúluhausa og nokkrir á þurrflugu. Áin er ótrúlega nett og lagleg og geymir mikið af fiski.
-ESF-

29 maí 2007

Hornið, veiðibúðin í Sunnuhlíð veitir SVAK-félögum 10% afslátt af öllum vörum í búðinni.

 


23 maí 2007

Hver er þessi eina á
sem aldrei frýs,
gul og rauð og græn og blá
og gerð af SÍS?


22 maí 2007

SVAK hefur gert samning við Ellingsen og Olís um afsláttarkjör til félagsmanna SVAK. 


21 maí 2007

Síðasta hnýtingarkvöld vetrarins verður n.k. þriðjudagskvöld (22.5) kl. 20:00 í Rósenberg.

Heitt verður á könnunni og mun stjórn félagsins kynna stöðu á árleigumálum.
Nú þegar hefur félagið boðið í tvær ár og er verið að undirbúa tilboð í tvær ár....

Stjórn SVAK

 

 


11 maí 2007

SVAK og SVFR hafa gert með sér samkomulag er heimilar félagsmönnum í SVAK að kaupa veiðileyfi á ákveðnum svæðum SVFR á félagsverði.01 maí 2007
Síðastliðinn föstudag (27.04) rann út frestur til að skila inn tilboðum í Fjarðará á Ólafsfirði.   SVAK sendi inn tilboð.  Væntanlega skýrist fyrir vikulok hverjir hreppa hnossið.

26 apr. 2007

 Stórsýningin VEIÐI 2007, í samstarfi við  Landssambands Stangaveiðifélaga og Skotvís, verður haldin í Vetrargarðinum í Smáralind um næstu helgi - laugardaginn 5. og sunnudaginn 6. maí. Sýningin verður opin á laugardag frá kl. 11.00-18.00 og sunnudag frá kl. 13.00-18.00. Sýningin VEIÐI 2007 verður opnuð formlega kl. 12.00 á laugardaginn með því að Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra, prófar nýja tegund af kaststöng á kastsvæði – verðum reyndar líka með skotsvæði. 


16 apr. 2007

Þriðjudagin 17. apríl kl 20:15 munu Guðmundur Ármann og Þórarinn Blöndal vera með kynningu um urriðaveiði á svæðum Laxárfélagsins í Laxá í Aðaldal. 

Þekkja sumir veiðimenn sjálfsagt gamla stórlaxaveiðistaði eins og Litlu Núpabreiðu, Eskeyjaflúð, Dýjaveitur og marga fleiri á þessu stórkostlega svæði. Veiðimönnum gefst nú í maí tækifæri að fara og reyna við urriðann á þessu gömlu sögufrægu veiðistöðum. Er um að ræða frábært urriðasvæði í þessari fornfrægu laxveiðiá. Félagsmönnum SVAK bjóðast veiðidagar á mjög hagstæðu verði. Sjá hér.

12 apr. 2007

Fyrsta verk nýrrar stjórnar var að senda inn tilboð í Litlá. SVAK sendi inn tilboð upp á 5 milljónir á ári í fimm ár. Fjögur önnur tilboð bárust í ána, eitt uppá 5,6 m. annað uppá 4,6 m. og tvö talsvert lægri. Stjórn veiðifélags Litlár mun væntanlega ræða við tilboðshafana á næstu vikum.


21 mar. 2007

Aðalfundur Stangaveiðifélags Akureyrar var haldinn í gærkvöldi. Ágæt mæting var á fundinn og spunnust fjörlegar umræður um veiðisvæði, félagsstarfið og fleira undir lok hans. Erlendur Steinar Friðriksson var kjörinn nýr formaður en Erlendur er verkefnastjóri fjarkennslu hjá Háskólanum á Akureyri.

Aðrir í stjórn eru nú Björn Guðmundsson, Jón Bragi Gunnarsson, Pálmi Gunnarsson og Þórarinn Blöndal. Varamenn í stjórn eru Guðmundur Ármann Sigurjónsson og Stefán Ingi Gunnarsson. Ný stjórn mun hittast fljótlega og skipta með sér verkum.


14 mar. 2007

Talsvert hefur verið pantað af leyfum á veiðsvæðasíðunni okkar og eru nú aðeins örfáar stangir lausar í hópferðina á Skagaheiði, flestar seinni tvo dagana sem í boði eru.

Eins hefur verið ágæt spurn eftir dögum í urriðaveiðina í vor á svæðum Laxárfélagsins í Aðaldalnum þar sem dagurinn kostar aðeins 7.900 kr. Þeir sem vilja tryggja sér daga þar ættu að láta taka þá frá fyrir sig sem fyrst. Sjá nánar hér.


12 mar. 2007

Þriðjudagskvöldið 13. mars kemur Hilmar Hansson í heimsókn til okkar og kynnir laxveiðar í Yokanga-ánni í Rússlandi sem er ein mesta stórlaxaá heims. Þar veiða menn fiska sem geta verið um og yfir 50 pund og það er mikið af þeim á þessum slóðum. Hilmar fer yfir laxveiðar í Yokanga í máli og myndum.

Kynningin hefst klukkan 20.00 þriðjudagskvöldið 13. mars og fer fram í suðursalnum á efstu hæð Rósenborgar, gamla Barnaskólahússins. Félagsmenn eru hvattir til að mæta á þessa forvitnilegu kynningu og hafa með sér gesti. Allir eru velkomnir.


07 mar. 2007

Aðalfundur Stangaveiðifélags Akureyrar verður haldinn þriðjudagskvöldið 20. mars 2007 kl. 20.00 í Rósenborg, gamla Barnaskólahúsinu, efstu hæð.

Dagskráin er svohljóðandi:

 • Fundarsetning, skipun fundarstjóra og fundarritara
 • Fundargerð síðasta aðalfundar
 • Skýrsla stjórnar og umræður um hana
 • Reikningar félagsins, umræður og afgreiðsla
 • Stjórnarkjör og kjör skoðunarmanna
 • Ákvörðun um árgjald og inntökugjald
 • Lagabreytingar
 • Önnur mál

Á fundinum skal kjósa þrjá nýja stjórnarmenn en úr stjórn ganga Ingvar Karl Þorsteinsson, Ragnar Hólm Ragnarsson og Reynir Stefánsson. Í stjórn sitja áfram Björn Guðmundsson og Jón Bragi Gunnarsson.

Tillaga stjórnar um nýja stjórnarmenn: Erlendur Steinar Friðriksson formaður, Pálmi Gunnarsson og Þórarinn Blöndal. Varamenn: Guðmundur Ármann Sigurjónsson og Stefán Ingi Gunnarsson.

Tillaga stjórnar um skoðunarmenn: Kristján Þór Júlíusson og Sigmundur Ófeigsson.

Aðrar tillögur um stjórnar- og skoðunarmenn hafa ekki komið fram. Reikningar félagsins liggja frammi hjá gjaldkera vikuna fyrir aðalfund.

Fjölmennið stundvíslega!
Stjórnin


28 feb. 2007

Fjórir félagar úr Stangaveiðifélagi Akureyrar kynntu fluguhnýtingar og félagið sjálft á opnum dögum í Verkmenntaskólanum á Akureyri í morgun.

Kynningin var vel sótt. Um 20 áhugasamir krakkar fylgdust spenntir með hnýturunum sem sögðu einnig sögur tengdar sportinu og buðu alla velkomna að heimsækja okkur í Rósenborg á þriðjudagskvöldum.

Fulltrúar SVAK á staðnum voru Guðmundur Ármann Sigurjónsson, Ragnar Hólm Ragnarsson, Rúnar Þór Björnsson og Þórarinn Blöndal.


27 feb. 2007

Talsverðar breytingar á veiðifyrirkomulagi í Eyjafjarðará munu ganga í garð veiðisumarið 2007. Ákvörðun um breytt fyrirkomulag var tekin á stjórnarfundi Veiðifélagsins um síðustu helgi í framhaldi af opnum fundi með Bjarna Jónssyni frá Norðurlandsdeild VMS á Hólum og veiðimönnum og áhugamönnum um Eyjafjarðará í Hrafnagilsskóla síðastliðið fimmtudagskvöld.

Niðurstaða fundar með Bjarna Jónssyni og veiðimönnum var m.a. að veiðiálag í Eyjafjarðará er of mikið. Úr því þarf að draga og því hefur eftirfarandi verið ákveðið:

 • Kvóti verður minnkaður á öllum svæðum og verður 4 fiskar á stöng fyrir heilan dag, en 2 fyrir hálfan dag í stað 10 og 5 fiska kvóta á síðasta ári. Áfram verði eingöngu fluguveiði á svæðum III, IV og V. Heimilt verði að veiða og sleppa eftir að kvóta er náð
 • Ákveðið er að veiði verði ekki heimiluð á 5. svæði sumarið 2007
 • Ákvörðunin verði endurskoðuð fyrir árið 2008, og verði þá stuðust við rannsóknir og aðrar upplýsingar sem aflað hefur verið um 5. svæði (svæði 5 er efsta svæði árinnar og eitt aðalhrygningarsvæðið)
 • Á 4. svæði er ákveðið að heimiluð skuli veiði til og með 1. september
 • Á 3. svæði verður fyrirkomulag óbreytt, nema kvótaminnkun verður eins og annars staðar
 • Á 1. og 2. svæði verður fyrirkomulag óbreytt utan kvótaminnkunnar sem á öðrum svæðum árinnar
 • Á 1. svæði verður veiðitímabilið lengt. Eftir 1. september verður heimiluð fluguveiði á 1. svæði og skal allri bleikju sleppt, en heimilt verður að taka annan fisk, þar gildi annar kvóti: 10 fiskar (sjóbirtingar) á stöng á dag og einungis seldir heilir dagar

Samhliða þessum aðgerðum mun stjórn beita sér af hörku fyrir því að óheimilt verði að stunda veiðar í og við ósasvæðið við Pollinn frá fjörunni, af Leiruvegi og við ræsið að austan. Sama gildi um veiði af bátum á Pollinum.

Verð á veiðileyfum mun hækka því sem næst um 10%. Skilagjald verður sett á veiðikort, kr. 2.000,-  Áfram verður samið við Ellingsen um sölu og utanumhald með veiðileyfum er ekki hafa verið seld í forsölu með sama hætti og verði hefur.

Veiðifélag Eyjafjarðarár óskar eftir viðbrögðum veiðimanna við þessum breytingum. Hægt er að senda tölvupóst á netfangið eyjafjardara@hive.is.


20 feb. 2007

Veiðifélag Eyjafjarðarár boðar til opins fundar um málefni árinnar. Fundurinn verður haldinn næsta fimmtudagskvöld, 22. febrúar, kl. 21.00-22.30 í Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit.

Á fundinum er ráðgert að kynna stuttlega þróun veiðinnar í ánni undanfarin ár og efna til umræðu um mögulegar orsakir minnkandi veiði og viðbrögð við henni.

Bjarni Jónsson, fiskifræðingur og deildarstjóri Norðurlandsdeildar Veiðimálastofnunar, kemur á fundinn og fjallar væntanlega um sjóbleikjuna og þróun sjóbleikjuveiði fyrir Norðurlandi.

Veiðimenn sem veitt hafa í ánni og hafa áhuga á viðkomu bleikjunnar, sem og veiðiréttareigendur, eru hvattir til að sækja fundinn. Stjórn Stangaveiðifélags Akureyrar skorar á félagsmenn SVAK að láta ekki sitt eftir liggja og mæta í Hrafnagilsskóla á fimmtudagskvöld.


10 jan. 2007

Samið hefur verið við forsvarsmenn Veiðikortsins að félagar í Stangaveiðifélagi Akureyrar fái kortið með 20% afslætti eða á 4.000 kr. Til að njóta þessara kjara verða menn að nálgast kortið hjá stjórn félagsins á hnýtingakvöldunum í Rósenborg en þau eru á þriðjudagskvöldum frá kl. 20.00.

Best er að staðgreiða kortið eða leggja 4.000 kr. inn á reikning félagsins áður en kortið er sótt. Reikningsnúmerið er 565-26-5558 og kennitalan 420503-2880. Skrifið sem skýringu „Veiðikortið 2007“.

Veiðikortið 2007 veitir nær ótakmarkaðan aðgang að 29 vatnasvæðum vítt og breitt um landið. Kortið kostar félagsmenn í SVAK aðeins 4.000 krónur og fylgir handbók þar sem má finna leiðbeiningar og reglur. Sjá nánar á heimasíðu Veiðikortsins.

Viltu starfa í stjórn félagsins? Sendu okkur línu á svak@svak.is.


09 jan. 2007

Um leið og við óskum félagsmönnum gleðilegs árs minnum við á hnýtingarnar sem hefjast aftur af fullum krafti í kvöld klukkan 20.00 í Rósenborg. Hnýtt verður á þriðjudagskvöldum fram að vori, einnig er unnið að því að setja á dagskrá fjögur kynningarkvöld, eitt í mánuði, að öllum líkindum verður hið fyrsta haldið 20. febrúar. Loks er gert ráð fyrir að félagið standi fyrir kastkennslu með vorinu.

Stefnt er að því að halda aðalfund SVAK þriðjudagskvöldið 27. febrúar og þá verða nokkrar breytingar á stjórn félagsins. Nú vantar þrjá áhugasama einstaklinga í stjórn, þar á meðal formannsefni.

Þeir sem hafa áhuga á að starfa fyrir félagið og láta gott af sér leiða, eru beðnir að hafa samband við einhvern stjórnarmanna sem fyrst, einnig er gott að senda tölvupóst á netfangið svak@svak.is. Við þiggjum með þökkum allar ábendingar um góða stjórnarmenn og myndum þá sjálfir fara á stúfana og ræða málin við álitlega kandidata. Endilega gefið okkur góðar ábendingar sem fyrst.

- Stjórnin

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.