Hörgá fer í forsölu til félagsmanna á morgun þriðjudag 24.mars og stendur til þriðjudagsins 31.mars.
Hörgáin bíður uppá 14 stangir sem skiptast á 7 svæði. Áin er seld í hálfum dögum.
Svæði 1 nær frá Hörgárósum að Votahvammi að austan sem er á móti Hesthólma að vestan. Veiðitímabil er 1/5-30/9
Svæði 2 nær að austan upp að Stekkjarhól í landi Djúpárbakka sem er á móts við bæinn Litla Dunhaga að vestan.Veiðitímabil er 1/5-30/9
Svæði 3 nær upp að Syðri-Tunguá að vestan og að Steðja að austan. Veiðitímabil er 20/6-30/9
Svæði 4a nær upp að ármótum Hörgár og Öxnadalsár. Veiðitímabil er 20/6-30/9
Svæði 4b er efsta svæðið Hörgárdalsmegin og nær upp að Básfossi. Veiðitímabil er 20/6-10/9
Svæði 5a er neðri hluti Öxnadalsár og nær frá ármótum að Jónasarlundi. Á þessu svæði er eftirsóttasti veiðistaður árinnar sem er Bægisárhylur. Veiðitímabil er 20/6-10/9
Svæði 5b er efra veiðisvæði Öxnadalsár og nær fram í Bakkasel að Nautá sem kemur ofan af Öxnadalsheiði. Aðeins leyfð fluguveiði á þessu svæði. Veiðitímabil er 20/6-10/9
Agn
1.-20. maí er fluguveiði eingöngu og skal sleppa öllum fiski.
Eftir það er allt venjulegt agn leyfilegt (fluga, beita eða spúnn) og enginn kvóti á afla.
Svæði 5b er þó eingöngu fluguveiði.
Viltu æfa þig að kasta með flugukaststöng við góðar aðstæður áður en þú heldur á bakkann í vor/sumar ? Þá er þetta tækifærið.
Taktu flugustöngina þína með eða fáðu lánaða hjá okkur. Vanir flugukastarar á staðnum sem eru tilbúnir til að leiðbeina ef á þarf að halda. Hugsað bæði fyrir þá sem vilja skerpa á köstunum sínum og þá sem eru að byrja í sportinu. Vonumst til að sjá sem flesta.
Þetta er síðasta kastæfingin inni þetta árið.
Ókeypis aðgangur.
Hvetjum fólk til að mæta stundvíslega þ.s æfingin er aðeins í eina klst.
Við höfum ákveðið að fresta opnu húsi SVAK í Deiglunni í kvöld í ljósi kóróna veiru faraldurs.
Frekari vetrarstarf SVAK verður auglýst síðar.
Fimmtudaginn 12.mars kl 20 mætir Halldór Ingvason í Deigluna og kynnir fyrir okkur veiðiferðir til Grænlands á vegum South Greenland fly fishing.
Einhver albesta bleikjuveiði sem hægt er að komast í er á Grænlandi. Þegar vorar byrjar bleikjan að ganga upp í ferskvatnið og magnið getur verið ótrúlegt svo ekki sé nú minnst á ósnortna og fagra náttúru. Verður spennandi að heyra meira um þessar ævintýraferðir.
Vonumst til að sjá sem flesta :)
Svarfaðardalsá fer í forsölu til félagsmanna á mánudaginn 9.mars og stendur í viku eða til 16.mars.
Áin verður seld í hálfum dögum og er það í fyrsta skipti. Vonum við að veiðimenn kunni að meta þessa nýbreytni. Verð er óbreytt frá því í fyrra.
Leyfilegt að taka 3 bleikjur á stöng á vakt. Biðlum einnig til veiðimanna okkar að sleppa allri bleikju sem er yfir 50 sm.
Veiðitímabil er frá 1.06. til 10.09. Til og með 15. ágúst er veiðitíminn frá kl. 7-13 og 16-22. Frá 15. ágúst til 10. september er veiðitíminn frá kl. 7-13 og 15-21.
Svæðaskipting:
Svæði 1 er frá heitavatnslögn sem liggur yfir ánna og rétt upp fyrir bæinn Skáldalæk
Svæði 2 nær upp að gamla brúarstæðinu þar sem Hofsáin rennur í Svarfaðardalsánna
Svæði 3 nær frá gamla brúarstæðinu þar sem Hofsáin rennur í Svarfaðardalsánna og upp að ármótum
Svæði 4 er Skíðadalsáin niður að ármótum þar sem Svarfaðardalsáin og Skíðadalsáin sameinast.
Svæði 5 er frá ármótum Skíðadalsár og Svarfaðardalsár og inn að Koti
Viltu æfa þig að kasta með flugukaststöng við góðar aðstæður áður en þú heldur á bakkann í vor/sumar ? Þá er þetta tækifærið.
Taktu flugustöngina þína með eða fáðu lánaða hjá okkur. Vanir flugukastarar á staðnum sem eru tilbúnir til að leiðbeina ef á þarf að halda. Hugsað bæði fyrir þá sem vilja skerpa á köstunum sínum og þá sem eru að byrja í sportinu. Vonumst til að sjá sem flesta.
Ókeypis aðgangur.
Alls fjögur skipti þe 9.feb,23.feb,8.mars og 15.mars kl 12.
Hvetjum fólk til að mæta stundvíslega þ.s æfingin er aðeins í eina klst.
Borgarbíó bíður félögum í Stangveiðifélagi Akureyrar til lokaðrar forsýningar á hinni stórskemmtilegu mynd Síðasta veiðiferðin. Félagalisti verður við innganginn. Endilega staðfestið komu ykkar með skráningu á Fjésbókarsíðu félagsins eða með því að senda póst á svak@svak.is.
20 % afsláttur af miðaverði eða 1580 kr. Makar velkomnir með.
Hlökkum til að sjá ykkur :)
Viltu æfa þig að kasta með flugukaststöng við góðar aðstæður áður en þú heldur á bakkann í vor/sumar ? Þá er þetta tækifærið.
Taktu flugustöngina þína með eða fáðu lánaða hjá okkur. Vanir flugukastarar á staðnum sem eru tilbúnir til að leiðbeina ef á þarf að halda. Hugsað bæði fyrir þá sem vilja skerpa á köstunum sínum og þá sem eru að byrja í sportinu. Vonumst til að sjá sem flesta.
Ókeypis aðgangur.
Alls fjögur skipti þe 9.feb,23.feb,8.mars og 15.mars kl 12.
Hvetjum fólk til að mæta stundvíslega þ.s æfingin er aðeins í eina klst.
Matthías Þór Hákonarson kynnir fyrir okkur fjölmörg spennandi veiðisvæði á vegum fyrirtækis hans Iceland fishing guide þ.á.m margar perlur Laxár í Aðaldal eins og Árbót, Staðartorfu,Múlatorfu og Syðra-fjall ásamt Mýrarkvísl og Lónsá. SVAK félagar fá afslátt af veiðileyfumn.
Kynningin er í Deiglunni og hefst kl 20.
Þorralegar veitingar í boði þetta kvöld.
Allir velkomnir.
Nú fer að styttast í að vetrarstarf SVAK hefjist.
Við erum búin að setja upp dagskrá fram í mars. Vonandi finna allir eitthvað við sitt hæfi.
Vetrarstarf SVAK 2020
Viðburðir á næstunni
9.febrúar kl 12 Kastæfing í Íþróttahöll Akureyrar – fyrir byrjendur og lengra komna
11.febrúar kl 20 Hnýtingakvöld í Zontahúsinu við Aðalstræti 54 fyrir byrjendur og lengra komna.
13.febrúar kl 20. Matthías Þ Hákonarson kynnir veiðisvæðin sín hjá Iceland fishing guide í Deiglunni. Veitingar á þorralegum nótum.
23.febrúar kl 12 Kastæfing í Íþróttahöll Akureyrar – fyrir byrjendur og lengra komna.
25.febrúar Hnýtingakvöld í Zontahúsinu við Aðalstræti 54-fyrir byrjendur og lengra komna.
8.mars kl 12 Kastæfing í Íþróttahöll Akureyrar – fyrir byrjendur og lengra komna
12.mars kl 20 í Deiglunni Halldór Ingvason kynnir veiðiferðir til Suður Grænlands á vegum South Greenland Flyfishing
15.mars kl 12 Kastæfing í Íþróttahöll Akureyrar – fyrir byrjendur og lengra komna
19.mars kl 18-22 Skyndihjálparnámskeið fyrir félagsmenn SVAK,skráning á svak@svak.is (nafn,kennitala og símanúmer). Kennari Axel Ernir Viðarsson
Allir nánari upplýsingar um ofantalda viðburði er að finna á síðum okkar http://svak.is/Frettasafn/2020 og https://www.facebook.com/SVAK.svak/
Frekari viðburðir auglýstir síðar
Vonumst til að sjá sem flesta í vetrarstarfinu okkar.
Kveðja
Stjórn SVAK
Stangaveiðifélag Akureyrar stendur fyrir skyndihjálparnámskeiði í samstarfi við Rauða kross Íslands fyrir félagsmenn sína 19.mars n.k frá kl 18-22 í Rauðakross húsinu við Viðjulund 2.
Hámark þátttakenda er 15 manns. Kostnaður 1000 kr per haus.
Skráðu þig með því að senda póst á svak@svak.is. Í skráningu þarf að koma fram nafn,kennitala og símanúmer viðkomandi. Skráningin er bindandi.
Kennari er Axel Ernir Viðarsson sem starfar hjá Sjúkraflutningum og Slökkviliði Akureyrar.
Nánar um námskeiðið:
Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem vilja læra eða rifja upp grunnatriði skyndihjálpar og sálræns stuðnings og öðlast lágmarksfærni í að veita slösuðum eða veikum aðstoð í bráðatilfellum. Stutt og gott námskeið fyrir alla.
Viðfangsefni; hvað er skyndihjálp?
Undirstöðuatriði; streita í neyðartilfellum, tilfinningarleg viðbrögð eftir að hafa veitt skyndihjálp, sálrænn stuðningur og að forðast sýkingar.
Fjögur skref skyndihjálpar; tryggja öryggi á vettvangi, meta ástand slasaðra eða sjúkra, sækja hjálp og veita skyndihjálp.
Grunnendurlífgun og sjálfvirkt hjartastuð; að athuga viðbrögð, að opna öndunarveg, að athuga öndun, hjartahnoð og blástursaðferð, sjálfvirkt hjartastuð (AED), endurlífgunarkeðjan, hliðarlega og losun aðskotahlutar úr öndunarvegi.
Skyndihjálp; stutt umfjöllun um innvortis- og útvortis blæðingar, bruni, höfuðhögg, brjóstverkur (hjartaáfall), bráðaofnæmi,heilablóðfall og nærdrukknun.
Í febrúar stendur SVAK fyrir tveimur hnýtingakvöldum í samvinnu við Febrúarflugur.
Kvöldin sem um ræðir eru þriðjudagskvöld 11. og 25.febrúar
Við verðum til húsa í Zontahúsinu í Aðalstræti 54 og byrjum kl.20:00
Reyndir hnýtarar á staðnum sem eru tilbúnir að segja byrjendum til.
Fyrir þá sem ekki eiga tól eða efni þá verður slíkt á staðnum.
Heitt á könnunni og allir velkomnir.
Endilega kíkið á fjésbókarsíðuna hjà Febrúarflugum og verið með okkur þessi umræddu kvöld.
Fluguhnýtingar eru stórskemmtileg iðja og aldrei of seint að byrja ☺️
Forsala til félagsmanna SVAK í Ólafsfjarðará hefst 31.janúar og stendur til 7.febrúar 2020.
Veiðileyfi í ána má nálgast í vefsölu Veiðitorgs og hér á síðunni.
Veitt er frá 15.júlí til 20 september.
Ólafsfjarðará er fjögurra stanga á þar sem veitt er á tvær stangir á efra svæði fyrri vaktina og á neðra svæði seinni vaktina og öfugt. Svæðaskipti eru á vaktaskiptum. Veitt er á flugu og maðk. Í ánni veiðist aðallega sjóbleikja, en alltaf eitthvað af urriða og einn og einn lax.
Kvóti á dag er 10 fiskar á stöng og ekki heimilt að færa hann á milli stanga eða á milli daga. SVAK beinir þó þeim tilmælum til veiðimanna sinna að gæta hófsemi við veiðar og sleppa allri bleikju sem er 50 sm eða stærri, til verndunar á sjóbleikjunni sem nú á undir högg að sækja.
Sem fyrr fá félagsmenn SVAK 20 % afslátt af veiðileyfum í Ólafsfjarðará.
Með von um gleðilegt veiðisumar
Stjórn SVAK
Ágætu félagsmenn.
Efra og Neðra Hraun í Laxá í Aðaldal fara í forsölu laugardaginn 25.janúar og stendur forsalan t.o.m laugardagsins 1.febrúar
Sem fyrr seljum við svæðið í hálfum dögum, tvær stangir á hvoru svæði.
Félagsmenn fá 20 % afslátt af veiðileyfum.
Hraunssvæðin eru uppáhald þurrfluguveiðimannsins. Á svæðunum er eingöngu leyfð fluga og kvótinn er tveir fiskar á stöng með sleppiskyldu á öllum fiski yfir 40 sm.
Ágæta stangveiðifólk.
Kastæfingar á vegum SVAK hefjast sunnudaginn 9.febrúar kl 12 í Íþróttahöll Akureyrar. Næstu æfingar verða síðan 23.febrúar, 8.mars og 15.mars kl 12-13.
Taktu stöngina þína með þér eða fáðu lánaða hjá okkur. Leiðbeinendur á vegum SVAK verða á staðnum og fara yfir grunnatriði í meðferð flugustanga og kasttækni og aðstoða eftir þörfum.
Vonumst til að sjá sem flesta unga sem aldna,byrjendur sem lengra komna.
Skráning óþörf,bara að mæta.
Kastkveðjur
Stjórn SVAK