Fréttir

20 apr. 2011

Eyjafjarðará

Forsala veiðleyfa í Eyjafjarðará er nú hafin, Verð og fyrirkomulag er með sama móti og í fyrra. Umsóknareyðublað er hér

Veiðitilhögun
Á svæði 1, 2 og 3 má veiða með flugu og spún.
Á svæði 4 og 5 er einungis leyfilegt að veiða á flugu, með einum eða tveimur krókum, með flugustöng og fluguhjóli.

Veiðimönnum er heimilt að drepa eina bleikju á hverri vakt, sem er undir 50cm á lengd og sleppa öðrum veiddum bleikjum. Heimilt að hirða allan urriða (staðbundinn og sjógenginn) og lax.
Veiði í öllum þverám Eyjafjarðarár er bönnuð.

Á svæði 5 verða seld veiðileyfi í ágústmánuði. Ekki verður heimilt að veiða á svæði 5 fyrir framan merki ofan Tjaldbakka.

Umfangsmiklar rannsóknir á lífríki Eyjafjarðarár undir stjórn Bjarna Jónssonar umdæmisstjóra veiðimálastofnunar á Norðurlandi, halda áfram í sumar. Rannsóknin felst m.a. í að merkja umtalsvert magn af bleikju, til að meta far bleikjunnar, mögulegan veiðistofn, veiðiálag, ofl. Merkingar á bleikju hefjast í vor á neðri svæðum árinnar. Bleikja verður merkt á svæði 5 og í þverám Eyjafjarðarár jafnt og þétt í allt sumar. Ekki verður merkt bleikja á heimiluðu veiðisvæði á svæði 5, í ágústmánuði. Ge

Sumarið 2011 þurfum við sýni úr 200 fiskum. Veiðimenn er hvattir til að lengdar- og þyngdarmæla fisk sem er drepinn, setja upplýsingar og hausinn (eða fiskinn allan) í poka og koma sýnunum í Ellingsen.

 

 

 

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
18.8.2019
Svæði 1 fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2
18.8.2019
Svæði 2 fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2
18.8.2019
Svæði 3 fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2

Laxá - Hraun
18.8.2019
1 stöng á efra svæði fyrir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2
18.8.2019
1 stöng á neðra svæði fyrir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2
18.8.2019
1 stöng á efra svæði eftir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2

Ólafsfjarðará
28.8.2019
Efra svæði fyrir hádegi og neðra eftir hádegi
Verð: 10.800 kr. - Stangir: 2
28.8.2019
Neðra svæði fyrir hádegi og efra eftir hádegi
Verð: 10.800 kr. - Stangir: 2
29.8.2019
Efra svæði fyrir hádegi og neðra eftir hádegi
Verð: 10.800 kr. - Stangir: 2

Svarfaðardalsá
18.8.2019
1 stöng í heilan dag
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 1
19.8.2019
1 stöng í heilan dag
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2