Fréttir

11 mar. 2011

Ósanngjarn samanburður

Í frétt á vef Vötn og veiði frá 6. mars er fjallað um verð á leyfum til silungsveiða. Fréttin er í sjálfu sér ágæt og væri áhugavert að sjá nánari úttekt á verðsprengjunni sem orðið hefur undanfarin 15 ár í silungsveiðinni.
Eitt stuðaði mig þó og það var aðferðafræði höfundar (sem væntanlega er GG ritstjóri) við verðútreikninga. Öll verðin má finna á netinu. Verðið á Tungulæknum er dýrast 58.800 kr. og Geirlandsáin fer dýrast í 35.400 kr. fyrir utanfélagsmenn (Keflvíkingar bæta 15% á). Verðin í hinar tvær árnar sem tiltekin eru í fréttinni eru tekin úr verðskrá SVFR og eiga við félagsmenn. Ef bera á saman verð á þennan hátt þarf að bæta 20% við þau verð til að þau séu sambærileg við hin. Dýrustu leyfin í Laxá í Þing kosta þá 31.080 kr. (ekki 25.900) og Tungufljótið er dýrast 39.480 kr. (ekki 32.900) Svo bætist gisting og fæði ofan á í Laxá, sem er 12.900 og ef 20 prósentin bætast þar á líka fer verðið í 15.480 kr. á dag.

Egill Ingibergsson

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
18.8.2019
Svæði 1 fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2
18.8.2019
Svæði 2 fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2
18.8.2019
Svæði 3 fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2

Laxá - Hraun
18.8.2019
1 stöng á efra svæði fyrir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2
18.8.2019
1 stöng á neðra svæði fyrir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2
18.8.2019
1 stöng á efra svæði eftir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2

Ólafsfjarðará
28.8.2019
Efra svæði fyrir hádegi og neðra eftir hádegi
Verð: 10.800 kr. - Stangir: 2
28.8.2019
Neðra svæði fyrir hádegi og efra eftir hádegi
Verð: 10.800 kr. - Stangir: 2
29.8.2019
Efra svæði fyrir hádegi og neðra eftir hádegi
Verð: 10.800 kr. - Stangir: 2

Svarfaðardalsá
18.8.2019
1 stöng í heilan dag
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 1
19.8.2019
1 stöng í heilan dag
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2