Fréttir

30 jan. 2011

SVAK-kvöld

Mánudaginn 31.01 kl. 20:30 eru hnýtingar og verður þemað túbur - Kristján Ævar sýnir okkur öll nýjustu trixin.
Kristján Ævar er ungur hnýtari sem hefur á skömmum tíma öðlast heimsfrægð fyrir hnýtingar sínar. Hann hefur meðal annars átt flugur í innlendum fluguhnýtingabókum, unnið hnýtingakeppnir og er nú orðinn atvinnuhnýtari í hnýtingaliði protubeflysystem.

Kristján ætlar að hnýta með okkur mánudagskvöldið 31.01 kl. 20:30-22:00 og mun hann meðal annars að sýna okkur nýjustu tækni í túbuhnýtingum en þar er um að ræða nýja aðferðafræði sem fyrirtækið protubeflysystem hefur hannað. Kerfið þykir miklu einfaldara í notkun og býður uppá mikla möguleika. Kristján mun hnýta nokkrar túbur og sýna efni og áhöld, svo mun hann ganga á milli og leiðbeina mönnum.


Allir velkomnir, heitt á könnunni og takið endilega með ykkur hnýtingasettið.-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------


Vetrarstarf SVAK hófst síðasta mánudag með sýningu myndarinnar "Home for salmon". Það sem eftir lifir vetrar munum við hittast á hverju mánudagskvöldi á Hólabrautinni (áður Framsóknarflokkurinn).

Dagskráin verður þrískipt,
-Fyrsta mánudaginn er fræðsla eða bíósýning,
-Annan mánudaginn eru hnýtingar og mætir þá hnýtari sem fer yfir ákveðna tegund af hnýtingum
-Þriðja mánudaginn er svo veiðisvæðakynning


E.s. ef þú ert með hugmynd að viðburði á SVAK-kvöldi sendu okkur þá línu á svak@svak.is

--------------------------
Bestu kveðjur
Stjórn og fræðslunefnd SVAK

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
18.8.2019
Svæði 1 fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2
18.8.2019
Svæði 2 fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2
18.8.2019
Svæði 3 fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2

Laxá - Hraun
18.8.2019
1 stöng á efra svæði fyrir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2
18.8.2019
1 stöng á neðra svæði fyrir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2
18.8.2019
1 stöng á efra svæði eftir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2

Ólafsfjarðará
28.8.2019
Efra svæði fyrir hádegi og neðra eftir hádegi
Verð: 10.800 kr. - Stangir: 2
28.8.2019
Neðra svæði fyrir hádegi og efra eftir hádegi
Verð: 10.800 kr. - Stangir: 2
29.8.2019
Efra svæði fyrir hádegi og neðra eftir hádegi
Verð: 10.800 kr. - Stangir: 2

Svarfaðardalsá
18.8.2019
1 stöng í heilan dag
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 1
19.8.2019
1 stöng í heilan dag
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2