04 ágú. 2010
Veiðimenn framtíðarinnar
Í gær stóð Fluguveiðiskóli SVAK fyrir barna og unglinga námskeiði sem fór fram við Brúnastaðará í Fljótum. 6 drengir frá níu til þrettán ára mættu til leiks. Strákarnir settu í 36 bleikjur og lönduðu 21, það er ekki hægt að segja annað en að námskeiðið hafi verið gríðalega vel heppnað í alla staði.
Til baka