Fréttir

03 nóv. 2009

Haustfagnaður og kynning á starfsemi SVAK

Nú þegar haustar að hefst vetrarstarf Stangveiðifélags Akureyrar, SVAK.
Föstudaginn 6. nóvember kl. 20:30 verður haldin haustfagnaður/uppskeruhátið í Lionssalnum, Skipagötu 14.

* Erlendur Steinar, formaður SVAK, segir frá starfsemi félagsins og gerir upp veiðisumarið 2009
* Ármann Guðmundsson kynnir fjölbreytta dagskrá Fræðslu- og skemmtinefndar veturinn 2009-2010
* Opnað verður fyrir forsölu í Hofsá í Skagafirði, en hún sló svo sannarlega í gegn á liðnu sumri
* Léttar veitingar verða í boði
* Nýjir félagar sérstaklega velkomnir

Gaman væri að sjá ný andlit og þeir sem vilja ganga í SVAK geta gert það á staðnum.

Á þessum haustfagnaði munum við einnig spjalla, segja fræknar veiðisögur og njóta léttra veitinga.

Verið velkomin,

HH

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
Ekkert laust eins og er.

Laxá í Aðaldal, Hraun
4.6.2020
1 stöng á neðra svæði fyrir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2
4.6.2020
1 stöng á efra svæði eftir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2

Ólafsfjarðará
Ekkert laust eins og er.

Svarfaðardalsá
Ekkert laust eins og er.