Fréttir

08 sep. 2009

Vantar einn lax upp á met í Blöndu

Veiðin í Blöndu hefur verið einstaklega góð þetta sumarið og fara þar saman nokkrir samverkjandi þættir. Fyrir það fyrsta hefur yfirfallið enn ekki brostið á og lítur út fyrir að veiðitímabilið í Blöndunni klárist þetta árið áður en yfirfallið lætur sjá sig. Aðstæður hafa því verið góðar í allt sumar.

Gríðarlega öflugar smálaxagöngur hafa verið í ánni þetta sumarið og hafa þær verið frábær viðbót við stórlaxana sem ávallt má finna í Blöndu. 

Metveiðin í ánni er frá árinu 1975 en þá veiddust 2.363 laxar í ánni. Síðast þegar við heyrðum af ánni, um miðja síðustu viku, þá stóð heildartala veiddra laxa þetta sumarið í 2.362 og því orðið nokkuð ljóst að nýtt met lítur dagsins ljós í Blöndu þetta árið.

Það gæti þó verið að metið hafi þegar verið slegið þar sem líklegt er að eitthvað vanti upp á skráningu í bókina. Bókin á svæði 1 fór nefnilega því miður á flakk í örfáa daga og fannst ekki. Einhverjir veiðimenn hafa því lent í vandræðum með skráningu afla.

Tekið af agn.is

JÁG

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
29.9.2020
Svæði 1 fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 1
29.9.2020
Svæði 2 fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 1
29.9.2020
Svæði 3 fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2

Laxá í Aðaldal, Hraun
Ekkert laust eins og er.

Ólafsfjarðará
Ekkert laust eins og er.

Svarfaðardalsá
Ekkert laust eins og er.