07 sep. 2009
Tveir í einu kasti
Þessir "fallegu" fiskar veiddust á Neðrahorni í Ytri Rangá síðdegis á föstudag. Nokkuð hefur borið á því í ám á sunnanverðu landinu að lax og sjóbirtingur komi á land með ljót hringlaga sár eftir steinsugu.

Eftir því sem við best vitum hefur hingað til aðeins komið fiskur á land með þessum ljótu sárum en skaðvaldurinn hefur ekki fylgt með. Á föstudag kom hins vegar veiðimaður með upp í hús með þennan athyglisverða afla en eins og sjá má á meðfylgjandi myndum sem Guðbrandur Einarsson sendi okkur, rígheldur steinsugan í laxinn og hefur ekki látið það trufla sig neitt þó svo hann hafi verið dreginn á þurrt.
Tekið af agn.is
BHA
Til baka