Fréttir

17 ágú. 2009

Mjög mikið af stórlaxi

Venju samkvæmt er mikið af sannkölluðum stórlöxum á Nesveiðum í Aðaldal. Á dögunum fékkst tæplega 22 punda lax í Kirkjuhólmakvísl auk þess sem að mjög stór hluti veiðinnar er sextán til nítján pund en þó hefur borið á stöku smálaxi síðustu vikuna.

Þrír laxar töpuðust sama daginn í síðustu viku sem voru í yfirstærð. Einn misstist eftir 35 mínútur í Sandeyrarpolli, annar á Grundarhorni og sá þriðji í Kirkjuhólmakvísl. Grundarhornslaxinn rauk niður austurkvíslinni niður undan horninu og tapaðist rétt ofan við Höfðabreiðu. Þess má geta að mikið af laxi hefur legið á Höfðabreiðu nú síðla sumars sem er afar jákvætt, en breiðan var áður fyrr einn besti veiðistaður Laxár. Nesveiðar hafa gefið átta laxa sem eru tíu kíló og stærri það sem af er sumri.

Myndir: Stórlax af Grundarhorni.

Tekið af svfr.is

JÁG

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
27.9.2020
Svæði 1 eftir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2
27.9.2020
Svæði 3 eftir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 1
27.9.2020
Svæði 4a eftir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2

Laxá í Aðaldal, Hraun
Ekkert laust eins og er.

Ólafsfjarðará
Ekkert laust eins og er.

Svarfaðardalsá
Ekkert laust eins og er.