Fréttir

08 ágú. 2009

Fréttir héðan og þaðan

Nú er loksins farið að gæta smá rigningar hér suðurvestanlands og því spennandi að sjá hvað gerist í ánum þar sem aðstæður undanfarið hafa verið afar erfiðar vegna þurrkanna og vatnsleysis.
Leirvogsá hefur ekki farið varhluta af þurrkunum hér á höfuðborgarsvæðinu. En nú er að lifna yfir með þessari rigningu. Í nótt gengu 23 um teljarann og eru þá 621 komnir þar í gegn. Þeir sem voru við veiðar í morgun fengu 6 á fyrstu tímunum og samtals eru komnir 480 á land í Leirvogsá.Holl sem var nýlega að veiðum í Fnjóská fékk 33 laxa. Að þeirra sögn var laxinn ágætlega vel dreifður um ána og tóku þeir talsvert af löxunum á efrisvæðunum. Veiðin var blönduð af stórlaxi og smálaxi.Í Andakílsá eru nú komnir 246 laxar á laxasvæðinu og 11 laxar hafa komið á silungasvæðinu. Ágætt líf hefur verið þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Veiðimenn sem nú eru við veiðar náðu í morgun í einn 15 punda en það er ekki algeng stærð í Andakílsá.Nessvæðið í Aðaldalnum hefur verið nokkuð rólegt en þó eru menn afar ánægðir þar á bæ en á svæðinu eru nú komnir samtals 7 laxar yfir 10 kg, sannkallaðir stórlaxar. Eitthvað er af þeim stóru á svæðinu því veiðimenn eru að missa talsvert af stórum löxum þar.Varmá/Þorleifslækur er aðeins farin að hreinsa sig af slýi í rigningu sem er nú komin í Hveragerði. Það er því spennandi að sjá hvað gerist þar næstu daga þegar hún tekur við sér.

Tekið af SVFR

BHA

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
6.7.2020
Svæði 1 fyrir hádegi
Verð: 4.200 kr. - Stangir: 2
6.7.2020
Svæði 2 fyrir hádegi
Verð: 4.200 kr. - Stangir: 2
6.7.2020
Svæði 3 fyrir hádegi
Verð: 4.200 kr. - Stangir: 1

Laxá í Aðaldal, Hraun
9.7.2020
1 stöng á neðra svæði fyrir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 1
9.7.2020
1 stöng á neðra svæði eftir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 1
10.7.2020
1 stöng á neðra svæði fyrir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 1

Ólafsfjarðará
21.8.2020
Neðra svæði fyrir hádegi og efra eftir hádegi
Verð: 10.800 kr. - Stangir: 1
23.8.2020
Neðra svæði fyrir hádegi og efra eftir hádegi
Verð: 12.000 kr. - Stangir: 1
2.9.2020
Efra svæði fyrir hádegi og neðra eftir hádegi
Verð: 8.400 kr. - Stangir: 2

Svarfaðardalsá
6.7.2020
Svæði 2 fyrir hádegi
Verð: 2.500 kr. - Stangir: 2
6.7.2020
Svæði 3 fyrir hádegi
Verð: 2.500 kr. - Stangir: 2
6.7.2020
Svæði 4 fyrir hádegi
Verð: 2.500 kr. - Stangir: 2