Fréttir

20 júl. 2009

Veiðivötn: Metveiði allar fjóru fyrstu vikurnar!

Veiði hefur verið með miklum ólíkindum í Veiðivötnum í allat sumar. Fjórar fyrstu veiðivkurnar þar skiluðu allar metveiði. Sl föstudag voru skráðir 19.287 silungar úr vötnunum, þar af 12.787 urriðar og 6.500 bleikjur. Stærsti fiskurinn var urriðabelgur upp á 14,4 pund!
Þær fréttir sem við ritum hér niður eru að mestu fengnar af Veiðivatnavef Arnar Óskarssonar, www.veidivotn.is en einnig heyrðum við í veiðimanni sem var þar efra fyrir stuttu. Sá lét gríðarlega vela f dvölinni og syndic okkur í kæliboxið sitt. Voru þar a.m.k. tuttugu stórir og feitir urriðar, margir þeirra á bilinu 4 til 5 pund. Þessi kappi veiddi allt sitt á Nobblera með sökktaumum, en sagði menn vera að veiða á allt sem reynt væri.

Á vef Arnar kemur fram að Litlisjór er lang fengsælasta vatnið, það hafði gefið 7.142 fiska, allt urriða. Næstu vötn eru Langavatn með 1.731 og Nýjavatn með 1.691. Bæði eru þau first og fremst bleikjuvötn. Fjórða vatnið er annað urriðavatn, Hraunvötn með 1.055 fiska, m.a. þann stærsta af svæðinu, 14,4 punda risann.


Sumir fara í bleikjuna og þótt hún sé víða smá, þá detta menn
eigi að síður í svona veiði líka! Mynd Bryndís Magnúsdóttir.Önnur vötn eru með minni afla, en mörg þó með afar góðar tölur og væna fiska. Sem fyrr segir er stærsti fiskurinn 14,4 punda urriði úr Hraunvötnum, en Grænavatn og Litlisjór hafa bæði gefið 10 punda urriða, Litla Skálavatn 9,2 punda og Ónýtavatn og Ónefndavatn bæði 8 punda. Mikill fjöldi 5 til 8 punda fiska hefur veiðst víða á svæðinu, en bleikjan er smærri og sést á samantektum Arnar að bleikjuvötnin draga meðalþyngd í vötnunum verulega niður. Meðalþyngd fyrir öll vötnin nær ekki 2 pundum og sést hvers vegan þegar meðalþyngd bleikjuvatna á svæðinu er skoðuð. Nýjavatn og Langavatn eru bæði með 0,58 pund, eða rétt yfir hálfu pundit og Kvíslavatn með 0,79 pund. Þessi .rjú vötn eru með samtals 4.355 fiska veidda. En sem fyrr segir, það er meira á www.veidivotn.is og þar er einnig vaxandi myndaalbúm með myndum af stoltum og glöðum veiðimönnum með veiði sína. Flestar myndirnar hefur Bryndís Magnúsdóttir veiðivörður tekið, en Örn Óskarsson einnig nokkrar. Við fengum foruðum daga leyfi til að birta stöku mynd af vefnum með fréttum okkar og treystum því að það leyfi standi.

Mynd 1: Feitur og flottur urriði úr Veiðivötnum. Mynd Bryndís Magnúsdóttir.


Tekið af Vötn og Veiði

BHA

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.