Fréttir

24 jún. 2009

Fimm komnir á land í Laugardalsá

Laugardalsáin hefur opnað ágætlega en opnunarhollið fékk fjóra laxa og næsta holl á eftir tók einn lax og voru því komnir 5 laxar á land í gær. 
Einnig hefur nokkuð veiðst af silung á fyrstu dögum tímabilsins, bæði urriða og bleikju.
Valdís Ólafsdóttir var við ánna og sendi okkur eftirfarandi línur ásamt þessum skemmtilegu myndum:

"Okkur langaði bara að þakka fyrir okkur í Laugardalsánni á dögunum, það er alltaf yndislegt að koma þangað. Við höfðum það ljómandi gott og ekki skemmdi fyrir að einn glæsilegur 10 punda lax kom upp úr Blámýrarfljótinu. Ég sendi hérna myndir af laxinum og syni okkar en það er gaman að segja frá því að laxinn var stærri en drengurinn sem er aðeins 8 pund enda ekki nema 7 vikna gamall!Tekið af agn.is

BHA

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.