Fréttir

20 apr. 2009

Hópferð á Skagaheiði 2009

Farið verður þriðja sinni í skipulagða hópferð til veiða í vötnum í landi bæjarins Ketu á Skaga sumarið 2009. Að þessu sinni höfum við til umráða kofann á heiðinni frá fimmtudeginum 2. júlí til sunnudagsins 5. júlí. Þeir sem farið hafa með áður njóta forgangs um pláss í húsinu og lítur út fyrir að 5 kojur séu nú þegar bókaðar. Það þýðir að 2-3 rúmstæði eru laus.
Í Ketuveiðum er veitt í Urðarselstjörn, Selvatni, Kelduvötnum, Skálavatni og fleiri vötnum í næsta nágrenni ef menn treysta sér í góðar gönguferðir. Torfært er upp að Skálavatni og betra að menn séu á góðum jeppum. Hreinlætisaðstaða er með versta móti á heiðinni en í kofanum er hægt að elda mat á gashellum og gasofn er til upphitunar ef kalt er í veðri. Þeir sem vilja tjalda geta gert það nokkuð víða við umrædd vötn. Þarna er veidd bæði bleikja og urriði. Algengasta stærð fiska hefur verið um pundið en inn á milli leynast mun stærri fiskar. Áhugasamir skrái sig með því að senda tölvupóst á svak@svak.is.

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
6.7.2020
Svæði 1 fyrir hádegi
Verð: 4.200 kr. - Stangir: 2
6.7.2020
Svæði 2 fyrir hádegi
Verð: 4.200 kr. - Stangir: 2
6.7.2020
Svæði 3 fyrir hádegi
Verð: 4.200 kr. - Stangir: 1

Laxá í Aðaldal, Hraun
9.7.2020
1 stöng á neðra svæði fyrir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 1
9.7.2020
1 stöng á neðra svæði eftir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 1
10.7.2020
1 stöng á neðra svæði fyrir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 1

Ólafsfjarðará
21.8.2020
Neðra svæði fyrir hádegi og efra eftir hádegi
Verð: 10.800 kr. - Stangir: 1
23.8.2020
Neðra svæði fyrir hádegi og efra eftir hádegi
Verð: 12.000 kr. - Stangir: 1
2.9.2020
Efra svæði fyrir hádegi og neðra eftir hádegi
Verð: 8.400 kr. - Stangir: 2

Svarfaðardalsá
6.7.2020
Svæði 2 fyrir hádegi
Verð: 2.500 kr. - Stangir: 2
6.7.2020
Svæði 3 fyrir hádegi
Verð: 2.500 kr. - Stangir: 2
6.7.2020
Svæði 4 fyrir hádegi
Verð: 2.500 kr. - Stangir: 2