Næstkomandi þriðjudagskvöld, kl 20:30 í framsóknarhúsinu á Akureyri, mun Högni Harðarson fiskeldis- og veiðimálaspekulant halda fyrirlestur um ástandið í Eyjafjarðará og þær rannsóknir sem hafa og munu fara þar fram. Hann hefur eins og svo margir gífurlegan áhuga á Eyjafjarðará og mun fjalla um hana bæði sem fræðimaður og sem ástríðufullur veiðimaður.
Það verður að sjálfsögðu heitt á könnunni og boðið upp á léttar veitingar.
Látið ykkur ekki vanta,
Fræðslu og skemmtinefnd.