Fréttir

18 jan. 2009

Fyrsti laxinn kom úr Helmsdale riverGaman er að geta þess að fyrsti lax ársins á Bretlandi kom úr Helmsdale river í Skotlandi.
Það var heimamaður og þrautreyndur leiðsögumaður við ánna sem veiddi fyrsta laxinn. Veiddist hann í Lower Caen pool á svæði eitt og tók hann Alistairtúpu, laxinn vó um 11 pund. Var hann með 16 feta tvíhendu og notaði sökkenda. Þetta var fyrsta kast veiðimannsins svo það má segja að sumarið byrji vel hjá honum. Þar að auki fékk hann í verðlaun veiðikort í ánna í sumar! Þetta var á fyrsta degi veiðitímabilsins og á þessum svokölluðu frídögum í ánni en við greindum frá þeim fyrir nokkru. Komu um 135 manns fyrsta daginn og allir skemmtu sér hið besta við sögur, veitingar og ofurlitla laxveiði. 

Hérna sést flugan sem veiðimaðurinn notaði.

Hérna er hylurinn þar sem laxinn veiddist.

 

Sjá;      http://www.helmsdale.info/news/2009/01/13/150822.html

 

ÞB

 

 


http://www.helmsdale.info/news/2009/01/13/150822.html

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.