Fréttir

20 okt. 2008

Fríveiðin í vikunni

Töluvert er um að menn hafi farið og kastað fyrir Lax í vikunni og höfum við verið að fá senda pósta frá mönnum sem hafa verið að veiða í vikunni.

Þess má geta að í dag er síðasti veiðidagur ársinns í Ytri Rangá og mun hinn endanlega veiðitala koma í ljós í dag. Við fengum bréf frá ánægðum veiðimanni um helgina.

Sæll Stefán.

Ég fór á þriðjudag í fríveiðina hjá ykkur í Heiði/Bjallalæk. Megnið af deginum var ég að berja frá Heiðarvaði og niður fyrir Krók. Náði ég tveim hrygnum rétt neðan við eyjuna sem er fyrir ofan Krók snemma um morguninn. Skrapp um hádegi upp að Kaldbak, en varð ekki var. Snaraðist ég þá aftur niður að Heiðarvaði í von um að ná fleiri fiskum. Gafst ég upp um sex, "fór þá og skráði aflann". Er að spá í að renna austur á sunnudag og slíta upp a.m.k. einn í viðbót.

Kærar þakkir, Rúnar Björnsson.

Tekið af Lax-á

BHA

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.