www.skjalfandafljot.is fyrir meiri upplýsingar.
Það er upphafið að tilurð þessarar síðu, að sameiginlegur áhugi fólks fyrir náttúruvernd og áhyggjur þess af því hve hugsunarlaust er oft gengið á verðmæti náttúrunnar, leiddi það saman í Kiðagili í Bárðardal miðvikudaginn 23. júlí sl. Þar ræddi fólk um hvort enn myndu uppi hugmyndir um virkjun Skjálfandafljóts og hverjar afleiðingar virkjun þess hefði fyrir umhverfi fljótsins.
Það vitum við í raun ekki, en það eitt vitum við fyrir víst, að við höfum ekki hugmynd um hverjar afleiðingar orkufrekja nútímans muni hafa í framtíðinni og þess vegna er nauðsynlegt að sporna við t.d. með því að vinna að verndun og friðlýsingu Skjálfandafljóts. Það var gaman og viðeigandi að hefja þá göngu úr Kiðagili. Það var ákveðið að halda áfram og markmið hópsins koma fram í svohljóðandi fréttatilkynningu: