Fréttir

11 sep. 2008

Misstir þú stórlax í Víðidalnum í sumar? - Var það nokkuð þessi?

Nokkrir góðkunningjar okkar í Kastklúbbnum lögðu leið sína í Víðidalsá fyrir skömmu.

Var glatt á hjalla enda góður hópur þar á ferð en þó gerðust nokkur tíðindi þegar að einn veiðimanna, Gísli Jón Helgason, landaði 11.4 kílóa hæng úr þeim fræga veiðistað Dalsárósi. Tók laxinn Rauða Francis á gullþríkrækju en sá stóri virðist hafa verið hrifinn af gullinu því í kjafti hans var önnur gullþríkrækja sem hann hefur slitið af afskaplega óheppnum veiðimanni.Að sögn Ólafs Kr. Ólafssonar sem var í hollinu þá fékkst laxinn stóri úr Dalsárósi undir kvöld. Sáu menn einnig annan til á sama stað sem þeir vildu meina að hefði jafnvel verið stærri en sá sem náðist. Líkt og áður segir var það gullþríkrækja sem varð laxinum að aldurtitla en mikið óskaplega hefur einhver veiðimaðurinn verið óheppinn að slíta í honum þessum? Líklegast eru flestir stangaveiðimenn sammála því, nema kannski Gísli Jón sem ætlar að setja þann stóra upp á vegg. Við óskum honum til hamingju með fenginn.Myndir: Að ofan er Gísli Jón með ferlíkið. Að neðan má sjá að fyrir var lítil gullþrikrækja í skoltinum, líklegast af gárutúbu eða mícrotúbu.

Tekið af SVFR

BHA

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
4.6.2020
Svæði 1 fyrir hádegi
Verð: 4.200 kr. - Stangir: 2
4.6.2020
Svæði 2 fyrir hádegi
Verð: 4.200 kr. - Stangir: 2
4.6.2020
Svæði 2 eftir hádegi
Verð: 4.200 kr. - Stangir: 2

Laxá í Aðaldal, Hraun
4.6.2020
1 stöng á neðra svæði fyrir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2
4.6.2020
1 stöng á efra svæði eftir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2

Ólafsfjarðará
19.8.2020
Efra svæði fyrir hádegi og neðra eftir hádegi
Verð: 10.800 kr. - Stangir: 2
19.8.2020
Neðra svæði fyrir hádegi og efra eftir hádegi
Verð: 10.800 kr. - Stangir: 2
21.8.2020
Neðra svæði fyrir hádegi og efra eftir hádegi
Verð: 10.800 kr. - Stangir: 1

Svarfaðardalsá
4.6.2020
Svæði 1 fyrir hádegi
Verð: 2.500 kr. - Stangir: 2
4.6.2020
Svæði 2 fyrir hádegi
Verð: 2.500 kr. - Stangir: 2
4.6.2020
Svæði 3 fyrir hádegi
Verð: 2.500 kr. - Stangir: 2