Fréttir

19 ágú. 2008

Útvarpsmerktur sjóbirtingur endurheimtist fimm árum eftir merkingu

Við hefðbundnar rannsóknir Veiðimálastofnunar á lax- og sjóbirtingsafla úr netaveiði í Þjórsá 6. júlí s.l., kom fram merkilegur fiskur. Í aflanum fannst 58,2 cm og 2,4 kg sjóbirtingshængur sem bar útvarpsmerki í kviðnum.

Þegar betur var að gáð kom í ljós að hann hafði verið merktur sem gönguseiði í Kálfá í Gnúpverjahreppi þann 5. júní 2003 eða rúmum fimm árum áður. Merkingin var framkvæmd til að fylgjast með sjávargöngutíma laxa og sjóbirtinga. Þótt merkið væri löngu straumlaust og sendir þess óvirkur, gerði endurheimtan kleift að lesa lífssögu sjóbirtingsins ítarlegar en oft er mögulegt.

Aldursgreining á hreistri sjóbirtingsins staðfesti að hann hefði gengið fyrst til hafs þriggja ára, hrygnt fyrst eftir aðra sjávargöngu og árlega eftir það, alls fjórum sinnum. Við merkingu var hann 21,2 cm og 98 g. Með bakreikningi á hreistri var hægt að áætla árlegan vöxt, sem var bestur fyrsta árið í sjó, um 15 cm. Eftir það dró úr vexti samhliða kynþroska og var hann þá um 3 - 7 cm á ári.  

tekið af veidimal.is

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
Ekkert laust eins og er.

Laxá í Aðaldal, Hraun
Ekkert laust eins og er.

Ólafsfjarðará
Ekkert laust eins og er.

Svarfaðardalsá
Ekkert laust eins og er.