Samkvæmt heimamönnum er fínn gangur þessa dagana en Fnjóská þolir ágætlega langvarandi hita enda vatnshiti ekki hár alla jafna. Fréttir bárust af tuttugu punda laxi um helgina. Samkvæmt heimasíðu Flúða er enn hátt hlutfall veiðinnar stórlax.
Framundan er prýðisgóður tími í ánni, en ágústmánuður hefur jafnan verið mjög drjúgur. Nokkuð er af stórri bleikju í afla veiðimanna.
Hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur eru öll veiðileyfi í Fnjóská uppseld ef frá er talin ein stöng í hollinu 27-29. ágúst. Hana má finna á vefsölunni hjá okkur.
Mynd; Frá Kolbeinspolli í Fnjóská. Ljósm. H.E.
Tekið af SVFR