Fréttir

16 júl. 2008

Eyjafjarðará að detta í gírinn!

Góðar fréttir berast nú úr Eyjafjarðará af svæðum II III og IV og sér í lagi tveimur síðast nefndu.  Veiðimenn sem voru að störfum þar fyrir 3 og 4 dögum síðan lönduðu yfir 40 bleikjum á þessum svæðum eða 20 á III og 21 á svæði IV.  Þeir skráðu þessar bleikjur á bilinu 1 - 2 1/2 kíló sem er afbragðsgóð meðalvigt.

 

Af svæði II eru nú komnar 12 bleikjur sem allar fengust af sama veiðimanninum sama daginn þannig að ljóst má vera að þeir fiska sem róa í Eyjafjarðará þessa dagana. Um það bil 60 bleikjur hafa verið skráðar í Eyjafjarðará það sem af er og allar hafa þær komið á um 5 daga tímabili. Nóg er laust af veiðileyfum á öllum svæðum næstu daga og eru lausar stangir seldar í Ellingsen á Akureyri. Einungis er heimilt að veiða á flugu í Eyjafjarðará í ár og skylt er að sleppa allri bleikju. Það verður spennandi að fylgjast með næstu dögum þarna innfrá og vonandi að áin nái sér á strik í ár eftir mögur tímabil undanfarinna ára.

-JGB-

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
2.6.2020
Svæði 1 fyrir hádegi
Verð: 4.200 kr. - Stangir: 2
2.6.2020
Svæði 2 fyrir hádegi
Verð: 4.200 kr. - Stangir: 2
2.6.2020
Svæði 1 eftir hádegi
Verð: 4.200 kr. - Stangir: 2

Laxá í Aðaldal, Hraun
4.6.2020
1 stöng á neðra svæði fyrir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2
4.6.2020
1 stöng á efra svæði eftir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2

Ólafsfjarðará
19.8.2020
Efra svæði fyrir hádegi og neðra eftir hádegi
Verð: 10.800 kr. - Stangir: 2
19.8.2020
Neðra svæði fyrir hádegi og efra eftir hádegi
Verð: 10.800 kr. - Stangir: 2
21.8.2020
Neðra svæði fyrir hádegi og efra eftir hádegi
Verð: 10.800 kr. - Stangir: 1

Svarfaðardalsá
2.6.2020
Svæði 3 fyrir hádegi
Verð: 2.500 kr. - Stangir: 2
2.6.2020
Svæði 4 fyrir hádegi
Verð: 2.500 kr. - Stangir: 2
2.6.2020
Svæði 5 fyrir hádegi
Verð: 2.500 kr. - Stangir: 2