Til dæmis heyrðum við af mönnum á einni stöng í Eystri Rangá sem höfðu landað átta löxum fyrir klukkan 11.30 á morgunvakt og voru þá einfaldlega komnir með nóg og hættu veiðum. Hlutfall stórlaxa í aflanum er enn gríðarlega hátt en fimm af þessum átta voru stórlaxar.
Menn lentu einnig í frábærri veiði í Ytri Rangá en þar hafa verið kröftugar göngur síðustu daga. Mikill lax er á flestum stöðum en eins og svo oft áður eru það Rangárflúðirnar og Ægissíðufoss sem standa upp úr.
Tekið af agn.is