Fréttir

02 júl. 2008

Veiði fyrir vinnu?

N.k. föstudag er fyrirhuguð vinnuferð i Hofsá. Fyrstu menn fara á föstudag fyrir hádegi, aðrir koma á laugardaginn og einhverjir hugsanlega ekki fyrr en á sunnudaginn. Einhverjir fara svo heim strax á föstudagskvöld, en aðrir á ýmsum tímum laugardags eða jafnvel sunnudags.

Verkefnið felst i að steypa pott (heitan pott) og stétt við húsið að vestanverðu. Einnig á að setja upp litla viðbyggingu nyrst við húsið með vöðlugeymslu, sturtu (fyrir pottinn) og salerni. Á norðurgaflinn verður svo sett upp aðgerðaborð með vaski og tilheyrandi. Á föstudeginum er gert ráð fyrir að uppslætti, járnabindingu, pípulagningu og annari undirbúningvinnu og á laugardeginum gerum við ráð fyrir að steypa.

Þar sem þetta er nokkuð umfangsmikil framkvæmd vantar okkur fleiri fúsar hendur til verksins. Ákveðið hefur verið að hver sá er tekur þátt fái einn dag (3 stangir með húsi) i Hofsá i september fyrir hvern dag sem hann mætir i verkefnið.

Við þurfum i þetta c.a. 6-8 manns hvorn daginn.  Áhugasamir hafi samband við Hinrik i sima 897-7896 eða t-póst á hinrik@svak.is.

Er einhver sem getur lánað stóra kerru á föstudaginn?

Hér sjá nokkrar myndir úr Hofsá

-esf-

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
2.6.2020
Svæði 1 fyrir hádegi
Verð: 4.200 kr. - Stangir: 2
2.6.2020
Svæði 2 fyrir hádegi
Verð: 4.200 kr. - Stangir: 2
2.6.2020
Svæði 1 eftir hádegi
Verð: 4.200 kr. - Stangir: 2

Laxá í Aðaldal, Hraun
4.6.2020
1 stöng á neðra svæði fyrir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2
4.6.2020
1 stöng á efra svæði eftir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2

Ólafsfjarðará
19.8.2020
Efra svæði fyrir hádegi og neðra eftir hádegi
Verð: 10.800 kr. - Stangir: 2
19.8.2020
Neðra svæði fyrir hádegi og efra eftir hádegi
Verð: 10.800 kr. - Stangir: 2
21.8.2020
Neðra svæði fyrir hádegi og efra eftir hádegi
Verð: 10.800 kr. - Stangir: 1

Svarfaðardalsá
2.6.2020
Svæði 3 fyrir hádegi
Verð: 2.500 kr. - Stangir: 2
2.6.2020
Svæði 4 fyrir hádegi
Verð: 2.500 kr. - Stangir: 2
2.6.2020
Svæði 5 fyrir hádegi
Verð: 2.500 kr. - Stangir: 2