Fréttir

25 jún. 2008

Merkilegur lax

Nokkuð merkilegt atvik gerðist við opnun Grímsár í Borgarfirði.

 

Þannig var að á opnunardaginn veiddi leigutaki árinnar, Jón Þór Júlíusson 82 cm lax í Mið-Streng á Francis keilutúbu, þreytti fiskinn,merkti hann og sleppti aftur. Sólarhring síðar er faðir hans, Júlíus Jónsson að kasta í Efsta-Streng þegar vænn lax tekur smáflugu númer fjórtán. Baráttan var hörð og barst niður í Lækjarfoss þar sem að Júlíus landaði laxinum 25 mínútum síðar. Bar hann merki sonarins frá því deginum áður.Því má segja að í enn eitt skiptið hafi efasemdarraddir þeirra sem telja ógjörning að sleppa nýgengnum laxi hafi verið skotnar í kaf. Jafnframt vekur það upp spurningar hversu mikið er um atvik sem þessi á þeim veiðisvæðum þar sem löxum er gefið líf en mýmörg dæmi eru um það að merktur lax veiðist á nýjan leik. Sér í lagi á þetta við snemma sumars þegar að mikið veiðiálag er á þá laxa sem fyrstir ganga.Mynd, Jón Þór með laxinn tvítekna.

Tekið af SVFR

BHA

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
5.6.2020
Svæði 1 fyrir hádegi
Verð: 4.200 kr. - Stangir: 2
5.6.2020
Svæði 2 fyrir hádegi
Verð: 4.200 kr. - Stangir: 2
5.6.2020
Svæði 1 eftir hádegi
Verð: 4.200 kr. - Stangir: 2

Laxá í Aðaldal, Hraun
5.6.2020
1 stöng á efra svæði fyrir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2
5.6.2020
1 stöng á neðra svæði fyrir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2
5.6.2020
1 stöng á neðra svæði eftir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2

Ólafsfjarðará
19.8.2020
Efra svæði fyrir hádegi og neðra eftir hádegi
Verð: 10.800 kr. - Stangir: 2
19.8.2020
Neðra svæði fyrir hádegi og efra eftir hádegi
Verð: 10.800 kr. - Stangir: 2
21.8.2020
Neðra svæði fyrir hádegi og efra eftir hádegi
Verð: 10.800 kr. - Stangir: 1

Svarfaðardalsá
5.6.2020
Svæði 1 fyrir hádegi
Verð: 2.500 kr. - Stangir: 1
5.6.2020
Svæði 2 fyrir hádegi
Verð: 2.500 kr. - Stangir: 2
5.6.2020
Svæði 3 fyrir hádegi
Verð: 2.500 kr. - Stangir: 2