Fréttir

24 jún. 2008

Fjör í Vatnsdalsá

Hópurinn sem var við veiðar í síðustu viku á silungasvæði Vatnsdalsár lenti í stórskemmtilegri veiði. Var um að ræða hóp á vegum Gumma í Veiðhöllinni sem hefur boðið uppá fluguveiðinámskeið undanfarin ár þar sem undirritaður hefur séð um að kenna.

 

Það blés af norðri allan tímann en nýliðarnir létu það ekkert á sig fá og köstuðu eins og herforingjar enda eftir nokkru að slægjast. Silungasvæðið iðaði nefnilega af lífi og nýliðarnir voru í stórglæislegum bleikjum og sjóbirtingum allan tímann. Eftir nokkru mögur bleikjuár virðist stofninn vera á uppleið. Trúlega hefur mikið að segja að í fyrsta sinn eru netaveiðar í Húnavatni aflagðar. SVAK á holl í Vatnsdalsá í Ágúst á allra besta tíma og ástæða til að hvetja félagsmenn að nýta sér þessa dag. Svæðið er fjölbreytilegt og menn geta valið um að veiða sjóbleikju, sjóbirting, stóran brúnan urriða og lax.

pálmig

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
2.6.2020
Svæði 1 fyrir hádegi
Verð: 4.200 kr. - Stangir: 2
2.6.2020
Svæði 2 fyrir hádegi
Verð: 4.200 kr. - Stangir: 2
2.6.2020
Svæði 1 eftir hádegi
Verð: 4.200 kr. - Stangir: 2

Laxá í Aðaldal, Hraun
4.6.2020
1 stöng á neðra svæði fyrir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2
4.6.2020
1 stöng á efra svæði eftir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2

Ólafsfjarðará
19.8.2020
Efra svæði fyrir hádegi og neðra eftir hádegi
Verð: 10.800 kr. - Stangir: 2
19.8.2020
Neðra svæði fyrir hádegi og efra eftir hádegi
Verð: 10.800 kr. - Stangir: 2
21.8.2020
Neðra svæði fyrir hádegi og efra eftir hádegi
Verð: 10.800 kr. - Stangir: 1

Svarfaðardalsá
2.6.2020
Svæði 3 fyrir hádegi
Verð: 2.500 kr. - Stangir: 2
2.6.2020
Svæði 4 fyrir hádegi
Verð: 2.500 kr. - Stangir: 2
2.6.2020
Svæði 5 fyrir hádegi
Verð: 2.500 kr. - Stangir: 2