Fréttir

24 jún. 2008

Fréttir héðan og þaðan

Fjölmörg ársvæði hafa verið að opna yfir helgina. Það má segja að þar hafi Grímsá stolið senunni en í opnuninni í gær settu veiðimenn í 15 laxa víðsvegar um ánna. Á suðurlandi opnaði Stóra Laxá með 2 löxum á svæði IV.

Veiðimenn sem opnuðu Grímsá í gær voru ánægðir með gang mála. Lax sást nokkuð víða og settu þeir í 15 laxa. Laxinn tók hins vegar afar grant í blíðunni og birtunni og var 5 löxum landað af þessum 15 sem veiðimenn settu í. Sem dæmi um veiðistaði má nefna Laxfoss, Viðbjóð og Strengina.Stóra Laxá opnaði föstudaginn 20. júní. Rólegt var yfir öllum svæðum. Þó náðust 2 laxar, 7 og 9 pund, á svæði IV. Veiddust þeir í Skerinu og Hólmabreiðu. Á svæði I og II urðu veiðimenn mikið varir við bleikju en ekki gaf laxinn sig. Ekki hefur frést af svæði III.Sogið opnaði einnig á föstudaginn. Í Ásgarði voru veiðimenn að fá nokkra sjóbirtinga og 4 mjög fallegur bleikjur, þar ef eina yfir 7 pund. Hjón sem voru við veiðar í Þrastarlundi á laugardag misstu einn vænan lax. Á laugardag var opinn dagur í Alviðru, Alviðrudagurinn. Að sögn Ólafs Kr. Ólafssonar gekk það mjög vel, fjölmenni kom og prófaði veiðar.Eins og menn vita opnuðu Elliðaárnar á föstudag á hefðbundin hátt með því að borgarstjóri, Ólafur F. Magnússon renndi fyrstur í ánna. Á hádegi í dag voru 8 laxar komnir á land og þar af einn fyrir ofan teljara, nánar tiltekið í Skáfossum. 7 laxar voru þá gengnir í gegnum teljarann.

Mynd; Frá Laxfossi í Grímsá.

Frétt tekin af SVFR

BHA

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
2.6.2020
Svæði 1 fyrir hádegi
Verð: 4.200 kr. - Stangir: 2
2.6.2020
Svæði 2 fyrir hádegi
Verð: 4.200 kr. - Stangir: 2
2.6.2020
Svæði 1 eftir hádegi
Verð: 4.200 kr. - Stangir: 2

Laxá í Aðaldal, Hraun
4.6.2020
1 stöng á neðra svæði fyrir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2
4.6.2020
1 stöng á efra svæði eftir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2

Ólafsfjarðará
19.8.2020
Efra svæði fyrir hádegi og neðra eftir hádegi
Verð: 10.800 kr. - Stangir: 2
19.8.2020
Neðra svæði fyrir hádegi og efra eftir hádegi
Verð: 10.800 kr. - Stangir: 2
21.8.2020
Neðra svæði fyrir hádegi og efra eftir hádegi
Verð: 10.800 kr. - Stangir: 1

Svarfaðardalsá
2.6.2020
Svæði 3 fyrir hádegi
Verð: 2.500 kr. - Stangir: 2
2.6.2020
Svæði 4 fyrir hádegi
Verð: 2.500 kr. - Stangir: 2
2.6.2020
Svæði 5 fyrir hádegi
Verð: 2.500 kr. - Stangir: 2