Fréttir

20 maí 2008

Veiðar hefjast í Hörgá.

Í dag byrja veiðar í Hörgá og verður veitt á tveimur neðstu svæðunum. Þótt Hörgá sé fyrst og fremst þekkt sem frábær bleikjuá þá er einnig nokkuð um vænan staðbundin urriða í ánni.

Um er að ræða tvö neðstu svæðin og er þar oft hægt að krækja í stóra urriða.

Svæði 1 nær frá Hörgárósum að Votahvammi að austan sem er á móti Hesthólma að vestan. Þetta er frekar stutt svæði með kílum, sundum og lygnum breiðum þar sem víða er veiðivon. Mest er veitt austan ár við ósinn, í Skipalónshyl og á breiðunni við Votahvamm. Á vorin er möguleiki á að ná björtum niðurgöngufiski og vænum urriða. Á haustin er oft mikið af geldfiski t.d. á Votahvammsbreiðu.

Svæði 2 nær að austan upp að Stekkjarhól í landi Djúpárbakka sem er á móts við bæinn Litla Dunhaga að vestan. Svæðið er ekki ósvipað svæði 1 en veiði hefur farið minnkandi undanfarin ár. Helstu veiðistaðir eru rétt ofan við svæðamörk við Votahvamm, Gvendarstrengur í landi Möðruvalla, Brúahylur og Bjargnakílsós. Á Möðruvalla- og Hlaðnabökkum er þó víða veiðivon. Svæði 2 er besta urriðasvæði árinnar.

ÞB

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
Ekkert laust eins og er.

Laxá í Aðaldal, Hraun
4.6.2020
1 stöng á neðra svæði fyrir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2
4.6.2020
1 stöng á efra svæði eftir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2

Ólafsfjarðará
Ekkert laust eins og er.

Svarfaðardalsá
Ekkert laust eins og er.