Fréttir

27 feb. 2008

Hvernig er best að veiða Laxá í Mývatnssveit?

Oft þegar stórt er spurt verður lítið um svör en þeir kumpánar Egill og Gísli munu þó reyna að gefa okkur innsýn í það hvernig þeir veiða Laxá.   

Gísli Árnason við Laxá

Í vetur mun SVAK halda áfram kynningum á fluguveiði, nú er nýbúið flugukastnámskeið sem tókst afar vel og árkynning um Laxá í Mývatnssveit mun alltaf að öðrum þræði snúast um fluguveiði því þarna hefur verið veitt eingöngu á flugu um árabil. Þarna er eitthvert besta veiðisvæði til fluguveiða á landinu, fjölbreyttir veiðistaðir og endalausir möguleikar til veiða, því má segja að veiðilýsing um ánna snúist alltaf að einhverju leiti um aðferðafræði í fluguveiði. Ekki er hægt að gera greinargóða heildar veiðilýsingu á ánni á einu kvöldi en verður þó reynt að stikla á stóru um veiðisvæðin og svarað verður spurningum gesta er upp koma. Að auki segja þeir félagar frá sínum aðferðum að einstökum veiðistöðum, þótt þeir geri ekki upp á milli veiðiaðferða verður mjög fróðlegt að fá að vita þeirra nálgun að ánni. Í stuttu máli má segja að Egill veiði niður með ánni en Gísli veiðir ávalt upp ánna!

Þessi kynning ætti því að nýtast bæði byrjendum í fluguveiði sem aldrei hafa veitt í Laxá og síðan þeim sem gjörþekkja ánna og hafa sjálfir sína sérvisku að henni.

Húsið opnar klukkan 20:00 og hefst kynninginn á slaginu 20:30 og verður frameftir kvöldi!

Kaffiveitingar


Egill með 10.5 pd urriða úr Skurðinum 2003

Gísli með 2 boltafiska

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
4.6.2020
Svæði 1 fyrir hádegi
Verð: 4.200 kr. - Stangir: 2
4.6.2020
Svæði 2 fyrir hádegi
Verð: 4.200 kr. - Stangir: 2
4.6.2020
Svæði 2 eftir hádegi
Verð: 4.200 kr. - Stangir: 2

Laxá í Aðaldal, Hraun
4.6.2020
1 stöng á neðra svæði fyrir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2
4.6.2020
1 stöng á efra svæði eftir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2

Ólafsfjarðará
19.8.2020
Efra svæði fyrir hádegi og neðra eftir hádegi
Verð: 10.800 kr. - Stangir: 2
19.8.2020
Neðra svæði fyrir hádegi og efra eftir hádegi
Verð: 10.800 kr. - Stangir: 2
21.8.2020
Neðra svæði fyrir hádegi og efra eftir hádegi
Verð: 10.800 kr. - Stangir: 1

Svarfaðardalsá
4.6.2020
Svæði 1 fyrir hádegi
Verð: 2.500 kr. - Stangir: 2
4.6.2020
Svæði 2 fyrir hádegi
Verð: 2.500 kr. - Stangir: 2
4.6.2020
Svæði 3 fyrir hádegi
Verð: 2.500 kr. - Stangir: 2