Fréttir

22 feb. 2008

Ólafsfjarðará kynnt með kústskafti

Tæplega 20 SVAK félagar áttu áhugaverða kvöldstund undir fumlausri leiðsögn Guðmundar Ármanns. Fumlausri sagði hann. Ekki þó alveg í byrjun því það truflaði gamalreyndan kennarann að hafa ekkert bendiprik. Formaður spratt úr sæti sínu og leitaði í alla króka og kima eftir heppilegu verkfæri til þess arna.

(Þess má geta að oddviti Fræðslunefndar, sem er þar að auki kennari, sat bara eins auli gerði ekkert í málinu. Nær væri að taka slík embættisafglöp fyrir á næsta stjórnarfundi!) Eftir að hafa fínkembt hæðina kom Erlendur Steinar með kústskaft mikið sem hann rétti fyrirlesaranum og þá gat fræðslan hafist fyrir alvöru. Guðmundur Ármann er mjög kunnugur Ólafsfjarðará og það var afskaplega skemmtilegt að fylgjast með lifandi frásögn hans af öllum ævintýrunum sem hún hefur að geyma fyrir okkur SVAK félaga.
Kústskaftið lék í höndum Guðmundar og þegar myndir og kort voru sýnd. Undirritaður hefur aðeins einu sinni veitt í Ólafsfjarðará með frekar litlum árangri. Hann sannfærðist um það eftir þessa skínandi leiðsögn að margt hefur farið framhjá honum í þeirri ferð hvað varðar veiðistaði, heppilegar flugur og hegðun bleikjunnar í þessari nettu og þægilegu sjóbleikjuá sem við höfum á leigu. Enn eitt dæmið um það hvað svona árkynningar eru mikils virði. Gestir lögðu líka margt gott tilmálana með reynslusögum og fyrirspurnum.RFS

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.