Fréttir

16 jan. 2008

Veiðiferð í Fnjóská 18. ágúst 2007

Fór ásamt Kjartani B.Kristjánssyni verkfræðingi og samkennara til nokkurra
ára í Verkmenntaskólanum. Höfum við farið samann, eina ferð á silungasvæði
Fnjóská í nokkur ár.

Ferð okkar núna í sumar var sérstök að því leiti að
Kjartan veiddi væna bleikju sem barðist af krafti, en varð að lúta í lægra
haldi að lokinni snarpri viðureign. Bleikjan reyndist 2,4 kg. Hrygna og tók
ryðrauða straumflugu með rauðan haus. Þetta gerðist á næst efsta merkta
veiðistaðnum sem er, mig minnir 78.

Við veiddum veiðistaðna þannig að við skiptumst á að byrja, annar efst en
hinn neðar. Þarna á veiðistaðnum nr. 78 byrjaði Kjartan efst, eða þar sem
braut á steinum í ánni, en ég var neðar á hægara vatni. Myndaði ég átökin
og sendi nokkrar myndir með þessum pistli.

Í þessum veiðiferðum, eins og oft, tók ég með mér vatnslitina, pappír og
pensla. Málaði mótíf af einum, af mörgum veiðistöðum á silungasvæðinu. Þótt
sámetnaður, að veiða vel og helst meira en félaginn, sé óneitanlega skammt
undan, þá er ekki síður gaman þegar það víkur fyrir því að geta samglaðst
veiðifélaganum.

Góð veiðiferð er Þannig, að setja í fiska, að vera í góðum félagsskap og
loks nálægðin við náttúruna sem skapa þetta einstaka andrúm. Það geymist
ætíð í vitundinni og við rifjum upp og hlökkum til allan veturinn.

 -GÁ- 

 

 

 

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
5.6.2020
Svæði 1 eftir hádegi
Verð: 4.200 kr. - Stangir: 2
5.6.2020
Svæði 2 eftir hádegi
Verð: 4.200 kr. - Stangir: 2
6.6.2020
Svæði 1 fyrir hádegi
Verð: 4.200 kr. - Stangir: 2

Laxá í Aðaldal, Hraun
5.6.2020
1 stöng á neðra svæði eftir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2
6.6.2020
1 stöng á efra svæði fyrir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2
6.6.2020
1 stöng á neðra svæði fyrir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2

Ólafsfjarðará
19.8.2020
Efra svæði fyrir hádegi og neðra eftir hádegi
Verð: 10.800 kr. - Stangir: 2
19.8.2020
Neðra svæði fyrir hádegi og efra eftir hádegi
Verð: 10.800 kr. - Stangir: 2
21.8.2020
Neðra svæði fyrir hádegi og efra eftir hádegi
Verð: 10.800 kr. - Stangir: 1

Svarfaðardalsá
5.6.2020
Svæði 1 Eftir hádegi
Verð: 2.500 kr. - Stangir: 2
5.6.2020
Svæði 2 Eftir hádegi
Verð: 2.500 kr. - Stangir: 2
5.6.2020
Svæði 3 Eftir hádegi
Verð: 2.500 kr. - Stangir: 2