Fréttir

06 jan. 2008

Bubbi bjargar jólunum

Gagnrýni veiðimanns.

AÐ KASTA FLUGU Í STRAUMVATN ER AÐ TALA VIÐ GUÐ.

Ár eftir ár, jól eftir jól fá veiðimenn veiðibækur í gjöf, þessar bækur eru jafn misjafnar og þær eru margar.
Sumar þessara bóka eru mjög góð lesning , þar sem erfitt  er að leggja frá sér bókina en aðrar bækur fá augnlokin til að þyngjast með hverri blaðsíðu.

 

 

AÐ KASTA FLUGU Í STRAUMVATN ER AÐ TALA VIÐ GUÐ eftir Bubba Morthens.

Þessi bók inniheldur smásögur um veiði, þar sem ekki er verið að kenna laxveiði heldur verið að segja frá tökum, fólki, fiski, náttúrunni og öllu mögulegu.

Sögurnar í bókinni eru hátt í 30 talsins og fjalla allar um laxveiði þar sem ýmsar persónur blandast inn í.
Að mínu mati er þetta frábær bók hjá Bubba Mothens þar sem sögur eins og:

Gallabuxur og ljóta flugan
Arkitektinn
Sagan af risalaxinum sem eyðilagði brúðkaup
Baneitraðar blondínur í veiði
Hann og hún og maríulaxinn

Gleymast seint og er hægt að lesa oftar en einu sinni. Í heild er þetta frábær bók þar sem sögur af mönnum, löxum og náttúrunni eru gerð góð skil á einstakan hátt.
Bókin er ekki eingöngu fyrir veiðimenn þar sem sögurnar eru settar upp á skemmtilegan hátt og ættu því að höfða til stærri hóps.
Eini gallinn við bókina var sá að hún endaði, og vona ég innilega að framhald verði á sögunum hans Bubba Morthens.

-BHA-

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
29.5.2020
Svæði 1 fyrir hádegi
Verð: 4.200 kr. - Stangir: 2
29.5.2020
Svæði 2 fyrir hádegi
Verð: 4.200 kr. - Stangir: 2
29.5.2020
Svæði 1 eftir hádegi
Verð: 4.200 kr. - Stangir: 2

Laxá í Aðaldal, Hraun
4.6.2020
1 stöng á neðra svæði fyrir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2
4.6.2020
1 stöng á efra svæði eftir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2

Ólafsfjarðará
19.8.2020
Efra svæði fyrir hádegi og neðra eftir hádegi
Verð: 10.800 kr. - Stangir: 2
19.8.2020
Neðra svæði fyrir hádegi og efra eftir hádegi
Verð: 10.800 kr. - Stangir: 2
21.8.2020
Neðra svæði fyrir hádegi og efra eftir hádegi
Verð: 10.800 kr. - Stangir: 1

Svarfaðardalsá
1.6.2020
Svæði 5 fyrir hádegi
Verð: 2.500 kr. - Stangir: 2
1.6.2020
Svæði 2 Eftir hádegi
Verð: 2.500 kr. - Stangir: 2
1.6.2020
Svæði 5 Eftir hádegi
Verð: 2.500 kr. - Stangir: 2