Fréttir

04 jan. 2008

Flugukastnámskeið að hefjast

Munið flugukastnámskeiðin í Höllinni.  Fyrsta námskeiðið sem er fyrir byrjendur og hefst á morgun, laugardag 5. janúar kl. 10:30-12:30

Í leiðinni er kannski rétt að segja frá því að samkvæmt frétt í breska tímaritinu Flyfishing and Flytying eru fluguköst og fluguveiði talin góð endurhæfing fyrir konur sem hafa gengist undir uppskurð vegna brjóstakrabbameins. Flugukastið er mjúk hreyfing án átaka og er því góð æfing fyrir vöðva og vöðvafestingar.

Kastað fyrir bata (Casting for Recovery) var sett á laggirnar í Bandaríkjunum árið 1996 og hefur á þeim árum hjálpað fleiri en 2.000 einstaklingum sem hafa náð bata eftir meðferð við brjóstakrabba.

Samskonar meðferð í Bretalandi og Írlandi er nú hafin og býðst konum sem hafa fengið brjóstakrabba og eru að ná sér eftir meðferð gegn honum þessa endurhæfingu endurgjaldslaust.

Heimild: Flyfishing and Flytying, janúar 2008

* Flugukastnámskeið:

Flugukastnámskeið verða haldin í Íþróttahöllinni. Um er að ræða tvö tveggja daga námskeið:

Byrjendanámskeið verður haldið 5. og 19. janúar. kl. 10:30-12:30. (2 skipti, samtals 4 tímar)
Kennari verður hinn frábæri flugukastari Pálmi Gunnarsson, honum til aðstoðar verða Erlendur Steinar og Jón Bragi Gunnarsson.

Framhaldsnámskeið verður haldið 9. og 16. febrúar. kl. 10:30-12:30. (2 skipti, samtals 4 tímar)
Kennari verður hinn frábæri flugukastari Pálmi Gunnarsson, honum til aðstoðar verða góðir gestir.

Nánari upplýsingar veitir Jón Bragi Gunnarsson í síma 865-1772 og 466-2646 eftir kl. 17:00

Verð: kr. 7.000 en til félagsmanna í SVAK kr. 5.000

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
5.6.2020
Svæði 1 eftir hádegi
Verð: 4.200 kr. - Stangir: 2
5.6.2020
Svæði 2 eftir hádegi
Verð: 4.200 kr. - Stangir: 2
6.6.2020
Svæði 1 fyrir hádegi
Verð: 4.200 kr. - Stangir: 2

Laxá í Aðaldal, Hraun
5.6.2020
1 stöng á neðra svæði eftir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2
6.6.2020
1 stöng á efra svæði fyrir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2
6.6.2020
1 stöng á neðra svæði fyrir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2

Ólafsfjarðará
19.8.2020
Efra svæði fyrir hádegi og neðra eftir hádegi
Verð: 10.800 kr. - Stangir: 2
19.8.2020
Neðra svæði fyrir hádegi og efra eftir hádegi
Verð: 10.800 kr. - Stangir: 2
21.8.2020
Neðra svæði fyrir hádegi og efra eftir hádegi
Verð: 10.800 kr. - Stangir: 1

Svarfaðardalsá
5.6.2020
Svæði 1 Eftir hádegi
Verð: 2.500 kr. - Stangir: 2
5.6.2020
Svæði 2 Eftir hádegi
Verð: 2.500 kr. - Stangir: 2
5.6.2020
Svæði 3 Eftir hádegi
Verð: 2.500 kr. - Stangir: 2